Kraftur í Landsvirkjun og Landsvirkjun Power?

Ég er dálítið ráðvilltur gagnvart hinu boðaða, nýja, íslenska ríkisfyrirtæki - Landsvirkjun Power - sem væntanlega mun hefja rekstur um áramót.  Verður það Landsvirkjun Power sem sjá mun um virkjanaframkvæmdir við Þjórsá - ef túlkun Landsvirkjunar um að fyrirtækið hafi heimild til þess að ræða og semja við landeigendur um virkjun á grundvelli Títan samninganna stenst - og að ríkið muni veita þeim heimild til virkjunar?

Gerði ráð fyrir að geta lesið mér til um það á vefsíðu Landsvirkjunnar - en svo er ekki. Verð því að treysta þeim glefsum sem ég hef heyrt og séð í fjölmiðlum.

Svona vegna eðlislægrar forvitni - og sem áhugamaður um hegðun stjórnmálamanna - langar mig líka að vita ýmislegt fleira er snertir félagið og er ekki Landsvirkjunar að svara eins og td:

Er einhver eðlismunur á aðkomu ríkisins að Landsvirkjun Power og aðkomu eigenda Orkuveitu Reykjavíkur að Reykjavík Invest?

Er minni áhætta í að setja opinbert fé frá ríkisfyrirtæki í áhætturekstur erlendis en að setja opinbert fé úr fyrirtæki í eigu sveitarfélaga í áhætturekstur erlendis?

Væntanlega fæ ég svör við þessu og ýmsu öðru er varðar málið á næstu dögum!


mbl.is Viðræðum við landeigendur við Þjórsá haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband