Mikilvægt að takmarka innheimtukostnað!
14.12.2007 | 16:33
Ákvæði sem heimilar viðskiptaráðherra að takmarka í reglugerð hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar er mikilvæg neytendavernd. Það er með ólíkindum hvað innheimtukostnaður getur sumastaðar orðið hár á fyrstu stigum innheimtu, kostnaður sem virðist langt umfram það sem eðlilegt getur talist og gerir klárlega gott betur en að standa undir innheimtukostnaði.
Nú er ég ekki að mæla því mót að menn standi ekki í skilum - en tímabundin fjárhagsvandræði geta alltaf komið upp - td. vegna veikinda, atvinnuleysis eða jafnvel vegna óléttu!!!
Það gengur ekki að óhóflegur innheimtukostnaður verði til þess að koma mönnum á kaldan klaka - markmiðið hlýtur að vera að ná sanngjarnri lendingu fyrir skuldunauta jafnt sem lánadrottinn.
![]() |
Heimilt að setja þak á innheimtukostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |