ATH! Opinber Íbúðalánasjóður í Bandaríkjunum!!!

Í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið um "íbúðabanka ríkisins" vil ég gjarnan benda landsmönnum á annan af tveimur helstu OPINBERU ÍBÚÐALÁNASJÓÐUM í Bandaríkjunum! Andstæðingar hins íslenska, opinbera Íbúðalánasjóðs, hafa löngum haldið því fram að slíktur sjóður sé nánast séríslenskt fyrirbæri.

Ég hef ekki lengi haft nennu til þess að leiðrétta þennan misskilning um "sérstöðu" íslenska Íbúðalánasjóðsins með því að benda á hina bandarísku íbúðalánasjóði, Freddy Mac og Fanny Mae, sem reyndar geta sótt fé í alríkissjóð Bandaríkjanna ef illa gengur að afla lánsfjár, sem er meira en Íbúðalánasjóður getur gert gagnvart ríkissjóði Íslands.

Í fréttinni stendur: "Forstjóri Freddie Mac, bandarísks húsnæðislánasjóðs sem er að hluta til fjármagnaður með opinberu fé og er annar af tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins..."

Svo er nú það.

Annars ætla ég ekki að réttlæta það tap sem Freddy Mac stendur frammi fyrir - en það mun ekki hætta sjóðnum. Hann er að standa sína plikt sem samfélagslegur sjóður. Vegna þess hve sterkur hann er þá þolir Freddy Mac áföll sem þessi. Þess vegna getur hann lánað þeim sem eru í lægstu tekjuhópunum.

Hvað Ísland varðar þá get ég fullvissað fólk um að hinn íslenski Íbúðalánasjóður sem rekinn er sem sterkur, sjálfbær samfélagslegur sjóður,  mun í fyrirsjáanlegri framtíð væntanlega ekki tapa útlánum í því mæli sem opinberu Íbúðalánasjóðirnir í Bandaríkjunum er að gera. Hins vegar er hann - á meðan hann getur lánað öllum hóflegt húsnæðislán - vel í stakk búinn að taka við slíkum áföllum í framtíðinni - ef atvinnuleysisvofann fer að gera vart við sig á ný eftir 16 ára dvala!


mbl.is Útlit fyrir frekara tap hjá Freddie Mac
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt vín á nýjum belgjum!

Íslendingum hefur staðið til boða lán í erlendri mynt til íbúðakaupa hjá bönkum og sparisjóðum. Samkvæmt tölfræði Seðlabankans voru slík myntlán til íbúðakaupa um 25 milljarðar 1. október. Vextir slíkra lána á Íslandi hafa verið á því róli sem boðað er í hinum nýja Ingólfsbanka. Treysti gömlu íslensku bönkunum þó betur en Ingólfi þótt það sé jákvætt að fá erlendan banka inn á markaðinn.

Eðlilega eru slík lán ekki verðtryggð enda ekki veitt í örmynt eins og lán í íslenskum krónum. Hins vegar bera lántakendur alla gengisáhættu, þannig að afborgun af slíkum lánum getur sveiflast jafnvel um tugi prósenta frá mánuði til mánaðar.  Tuttugu prósenta gengissig breytir 20 milljón króna láni í 24 milljónir auk þess sem afborgun hækkar 20%. Einhver myndi væla ef slíkt gerðist á svo snöggum tíma í hefðbundnum íbúðalánum í íslenskum krónum.


mbl.is Íbúðalán á evrópskum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband