Bandaríkin lykillinn í loftlagsmálum
10.12.2007 | 13:07
Vonandi hefur Al Gore rétt fyrir sér þegar hann segist telja að næsti Bandaríkjaforseti muni breyta stefnu landsins í loftlagsmálum. Það er forsenda fyrir því að við náum tökum á umhverfismálum heimsins, því Bandaríkin eru lykillinn að árangri í loftlagsmálum sem og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum mannkyns.
Synd að Bandaríkjamenn urðu að sitja uppi með Flórídaklúðrið og George W. Bush - í stað þess að hafa Al Gore réttkjörinn forseta Bandaríkjanna.
Reyndar enn meiri synd fyrir aðrar þjóðir heims sem sopið hafa seyðið af óstjórninni.
Það er vonandi að næsti forseti Bandaríkjanna breyti einnig um stefnu almennt í samskiptum þessa risaveldis við aðrar þjóðir heims. Bandaríkin eiga að vera forysturíki heims með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum - en ekki neikvæðum og niðurrífandi eins og verið hefur í tíð George W. Bush.
![]() |
Gore: Breyttar áherslur í loftlagsmálum með nýjum forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)