Tek undir með Talsmanni neytenda!

Ég tek undir vandaða og málefnalega gagnrýni Talsmanns neytenda á ákvæði í frumvarpi til laga um fyrningu kröfuréttinda. Í frumvarpinu er lagt til að lengja nýjan fyrningarfrest í kjölfar aðfarargerðar úr 4 árum í 10 ár. Talsmaður neytenda leggst eðlilega gegn þessu ákvæði þó hann mæli með þessu tímabæra frumvarpi að öðru leiti.

Sannleikurinn er nefnilega sá að erfiðleika fjölskyldna þeirra sem lenda í gjaldþroti eru nægir - þótt ekki verði farið að framlengja upp í 10 ár fyrningarfest í kjölfarið aðfararaðgerðar.

Minni enn og aftur á nauðsyn þess að styrkja embætti Talsmanns neytenda. Það er mikilvægt baráttumál neytenda.

Svo er nú það!


Bloggfærslur 26. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband