Færsluflokkur: Spil og leikir
Kýrnar orðnar hestar - og ærnar kýr!
27.12.2007 | 13:10
Kýrnar eru orðnar hestar, kindurnar kýr og hundarnir ær!
Allavega er það svona í leikfangakassanum "Völuskrín" þar sem er að finna eftirlíkingar af dýrabeinum sem íslensk æska lék sér að allt fram á síðari hluta 20. aldar.
Ég sé ekki betur en að með "Völuskríni" sé í uppsiglingu menningarsögulegt slys - þar sem því er haldið að börnum og útlendingum að kjálkabein úr kindum séu hestar - en hingað til voru þau kýr. Hins vegar finnast engir "alvöru" hestar í kassanum - það er ærleggir sem notaðir voru sem reiðhestar meðal barna gegnum árhundruðin.
Þá er valan orðin að kú - en völur hafa hingað til verið sauðfé!
Til að toppa þetta þá eru hundarnir orðnir að ám!
Hvað er eiginlega í gangi?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)