Færsluflokkur: Samgöngur

Enn vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti!

Enn er vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti! Þetta er með ólíkindum! Hvort ætli hafi verið óraunhæft - tilboð sem fyrir lá - eða kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar?

Hvar ætli Sundabrautin sé í ferlinu? Föst hjá Vegagerð sem þrjóskast við að fara bestu leiðina og að vilja borgarstjórnar Rerykjavíkur - það er gangnaleiðina?  Eða á borði hins málglaða samgönguráðherra - sem þó þegir þunnu hljóði yfir Sundabraut - en gjammar um Vaðlaheiðagöng?

Spyr sá sem ekki veit!

En ég verð að hrósa Vegagerðinni fyrir Óseyrarbrúnna og fumlaus vinnubrögð hennar í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi. Þeim er ekki alls varnaðar  - enda flottir verkfræðingar - þótt þeir setti í endalausar dellur - eins og 2+1 delluna og andstöðu við Sundagöng!


mbl.is Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband