Aðför fréttastofu RÚV að æru Sigmundar Davíðs!

Fréttastofa RÚV gerði vísvitandi aðför að æru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins um síðustu helgi þegar fréttastofan tók ítrekað fram að hún hefði ekki náð sambandi við Sigmund Davíð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Með þessu gaf fréttastofan vísvitandi í skyn að Sigmundur Davíð væri að forðast fréttastofuna.

Þegar fyrsta frétt RÚV þar sem fréttastofan lagði mikla áherslu á að hún hefði ekki náð í Sigmund þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir - þá hringdi ég í fréttastofuna og sagði þeim að mér þætti þetta ómaklegt þar sem Sigmundur Davíð væri erlendis og utan farsímasambands. Fréttamaðurinn sem svaraði sagði að þeim hefði verið ókunnugt um það - þrátt fyrir að aðrir fjölmiðlar hefðu tekið fram í sínum fréttaflutningi að Sigmundur Davíð væri erlendis.

Ég vildi láta fréttastofuna njóta vafans og að þau hefðu ekki vitað að Sigmundur væri erlendis utan farsímasambands. Sem ég er ekki viss umþegar ég skoðaði eftirleikinn.

Fréttamaðurinn sagðist myndi koma þessu á framfæri við fréttastjóra.

Það kom því verulega á óvart þegar ég heyrði fréttastofu RÚV halda áfram að að undirstrika að ekki hefði náðst til Sigmundar Davíðs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Nú fóru bloggheimar af stað í að velta fyrir sér hvort Sigmundur Davíð væri að forðast fréttaviðtal.

Í morgun fékkst það svo staðfest að fréttastofa hafði ítrekað fengið það staðfest að Sigmundur Davíð væri í dreifbýli á Íslendingaslóðum í Kanada og væri ekki í farsímasambandi.

Þrátt fyrir það hélt fréttastofa RÚV ítrekað áfram með fréttaflutning - þar sem sagt var að ekki hefði náðst í Sigmund Davíð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ég sé ekki betur en að þetta sé aðför RÚV að æru Sigmundar Davíðs.

Hefur fréttastofa RÚV beitt sama fréttaflutningi varðandi aðra stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem hafa verið áberandi týndir í fjölmiðlum?

Mig rekur ekki minni til þess!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðför að æru ???   

Af því að það er tíundað að ekki náðist í manninn, og ástæðna ekki getið.

Erum við kannski pínuöggulítið að taka of sterkt til orða hérna?    Hvernig hefðiru orðað það ef Sigmundur hefði verið sakaður um ósannindi,  óheilindi eða óheiðarleika? 

Ég skil að þú vilt verja formanninn, en þetta er bara asnalegt.  

Má ég benda þér á að lesa lítið ævintýri sem heitir Úlfur, úlfur :)

Elfa Jóns (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:00

2 identicon

Kæri Hallur! Þú hefðir bara átt að orða þetta með einföldum hætti við fréttastofu RÚV; Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, er að leika sér í útlöndum á meðan allt er að fuðra upp í íslensku samfélagi. Málið afgreitt.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:04

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tel heilshugar undir þá gagnrýni að íslenskir fréttamenn verða að vanda sig meira í fréttarflutningi...!  Sorglegt hversu veikburða fjölmiðla við eigum, enda klikkaði 4 valdið er kemur að því að "upplýsa & veita stjórnvöldum aðhald" - samfélag okkar hrundi því vissir aðilar fengu "frítt spil" og ekkert aðhald frá "stjórnvöldum & fjölmiðlum".

En það breytir ekki því Hallur, að ég veit að það er mikil óánægja hjá framsóknarmönnum í tengslum við hversu ERFITT er að ná á Sigmund Davíð.  Ég hef lagt in tvö skilaboð fyrir mörgum mánuðum til aðstoðarmanns Sigmundar, "ekkert gerist".  Ég hef talað við mjög háttseta einstaklinga innan Framsókn sem eru vægast sagt óánægðir með þessa stefnu formannsins.  Ég vona að hann vakni til lífs, svona getur hann ekki haldið áfram, nema hann vilji veikja flokkinn. 

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 17.9.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Æra, skv. minni orðabók er æra: heiður, sómi, sómatilfinning, virðing.

Hvað af þessu fór forgörðum hjá Sigmundi Davíð? Ef síminn minn hringir ekki missi ég þá allt þetta?

Eruð þið framsóknarmenn ekki orðnir dálítið typpilsinna?

Ingimundur Bergmann, 17.9.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Fréttastofa RÚV var vísvitandi að gefa í skyn að Sigmundur Davíð væri að forðast viðtal - vitandi að það var ekki unnt að ná um hann í síma.  Það var klárlega gert til þess að koma höggi á hann - á ómaklegan hátt.

Þórður.

Það að Sigmundur Davíð taki sé viku frí - sem skipulagt var áður en hann varð formaður Framsóknarflokksins og áður en hann var kjörinn á þing - og það í langþráðu þinghléi - er það ekki fullkomlega eðlilegt?

Leika sér - segir þú.

Hvað segir þú þá um fólkið sem er í æðstu stöðum og eiga að vera að vinna landið út úr ógöngum - en hvarf vikum saman "meðan allt var að fuðra upp"?

Ekki ætla ég að gagnrýna það fyrir að taka sér fáeina daga í frí eftir erfitt sumar - en að venju eru gerðar meiri kröfur á Framsóknarmenn en aðra.

Hallur Magnússon, 17.9.2009 kl. 11:06

6 identicon

Er greyið hann Sigmundur bara ekki að leita sér að aukavinnu í Kanada. Miðað við útsvarsgreiðslurnar hans þá var hann með skelfileg laun í fyrra.

Mr. Crane (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:15

7 identicon

Ekki láta svona.  Ég kaus Framsókn og þekki Sigmund ágætlega en ekki dettur mér í hug þó svo að ég hafi fjörugt ímyndunarafl að halda að vegið sé að æru hans.  Þvílík drama.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:21

8 identicon

Er ekki hægt að ná í fólk í farsíma ef það fer til Kanada? Er landið svona langt á eftir öðrum löndum í tæknivæðingu?

Steini (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:21

9 identicon

Sæll Hallur

Þessi hugvekja þín vakti sérstaka athygli mína þar sem ég var í sveit í dreifbýli á Íslendingaslóðum í Kanada. Það er langt síðan, ég var 16 ára en Þetta var á sveitabæ í grennd við þorpið Árborg í Manitobafylki. 

Mitt fyrsta verkefni þetta sumar var að plægja kornakur, allmikinn. Sat ég á myndarlegri amerískri dráttarvél og undi hag mínum þokkalega þrátt fyrir molluveður og 40 stiga lofthita. Enda var dráttarvélin loftkæld og auk þess með ágætu útvarpsviðtæki sem skilaði mér nýjustu Stones lögunum. Mig minnir að þessi hátæknigripur hafi verið frá frá John Deere.

Mér þótti þetta töluverð umskipti eftir að hafa setið nokkrum árum áður á gömlum Massey Ferguson hjá afa mínum á Gunnlaugsstöðum. Ferguson var samt traustur jálkur þó hann væri ekki hlaðinn hátæknibúnaði. Og ekki ætla ég að jafna saman náttúrufegurðinni í Vallahreppi og flatneskjunni á sléttum Manitoba.

Þar ytra  skortir tilfinnanlega allt landslag en á móti ætti þetta að vera kjörlendi fyrir farsímafyrirtæki því ekki þarf að setja upp flókið net, eins og hér, til að skjóta farsímageislum inní dali og víkur. Samt er nú búið að gera þetta víðast hvar hér á Íslandi.

Nú hafa einhverjir Íslendingar hug á að flytjast búferlum til Kanada svo að það er í sjálfu sér sérstakt rannsóknarefni hvort þarlendir hafi dregist svo aftur úr í tækniþróuninni að þar sé víða símsambandslaust. Það væri miður og mikil afturför frá því ég sat stoltur á mínum John Deere.

Að öðru leyti, Hallur minn, get ég lítið tjáð mig um efnið í þínum pistli. Er bara ekki kunnugt um málavexti.  Þætti þó miður ef margir dagar hafa liðið án þess að þinn formaður fengi spurnir af þeim dansi, nokkuð kröppum, sem vinur hans, flokksbróðir og félagi var að stíga hér uppá hinu hátæknivædda skeri. 

Kristinn Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:29

10 identicon

já eru bara farsímar í Kanada?

Arnþór Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:55

11 identicon

Jedúddamía! Ég trúi ekki öðru Hallur en meira að segja Sigmundi Davíð sjálfum þyki þessi pistill þinn pínlegur! Og hlustaði ég samt á svör hans á Morgunvaktinni í morgun og skynjaði ákveðinn pirring á þeim bæ. En Kristni Hrafnssyni má ég til með að þakka innleggið í umræðuna. Skemmti mér konunglega við þá lesningu 

Anna Ólafs (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:06

12 identicon

Kannski hefur Sigmundur ekki efni á því að svara í farsíma í útlöndum enda þvílíkum örlaunum í fyrra að 10 ára blaðburðardrengur er með hærri tekjur. Spurning um samskot á Fésbók til að eiga fyrir 5 mínútna símtali???

En er þér raunverulega alvara að tala um aðför að æru hans?? Framsókn hefur nú oft þótt "ærlegur" í gegnum tíðina og sérstaklega varðandi "fjárlög" en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Framsóknarmenn verða að átta sig á því að allir fjölmiðlar eru ekki alltaf á móti þeim þó að orði sé hallað á þá. Það er frekar að ærumennirnir sauðlegu séu með fjölmiðlana á heilanum en ekki öfugt.

Magnús (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:15

13 identicon

Hér er deilt hvort formaður Framsóknarflokksins sé í sambandi eður ei. Hann var ágætlega tengdur í morgun í spurningaþætti. Ég er ekki kominn hér inn til að taka þátt í sýnileika Sigmundar eða annarra stjórnmálamanna. Ansi margir bloggarar eyddu miklu stafaplássi í "ósýnileika forsætisráðherra". Það voru ómaklegar árásir og væntanlega má fella það undir Sigmund. En... ég vil hvetja menn að bretta nú upp ermar og fara að fjalla um ESB aðild. Mig grunar að skoðanir Halls séu góðar á því málefni og hvet hann til að ganga með okkur yfir þá málefnabrú.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:39

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli.

Enda var hann kominn í símasamband í Toronto - komin úr dreifbýlinu í Manitoba.

Félagi Kristinn.

Efast ekki um að þú hafir haft gott af því að vera í sveit vestur í Manitoba.

En sannleikur málsins er sá að þessa daga - laugardag fram á mánudag - var Sigmundur í dreifbýli Manitoba og utan farsímasambands. Vissi ekkert af Seðlabankamálinu fyrr en á mánudag. Þú getur rétt ímyndað þér að við Framsóknarmenn hafi ekki reynt að ná um manninn.

Það hefur verið unnt að ná um Sigmund frá þeim tíma - en þá var þessi ítekaða fréttahrina liðin - þar sem fréttastofa RÚV ítrekað hélt á lofti - skýringarlaust að ítrekað hefði verið reynt að ná í Sigmund en ekki tekist. Vitandi ástæðuna - en ekki talið vert að láta almenning vita hana - þótt aðrir fjölmiðlar hafi gert það.

Kjarni málsins er þessi. Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón.

Hallur Magnússon, 17.9.2009 kl. 13:15

15 identicon

Ég er ekki hissa að hann væri í Kanada, er það ekki í uppáhaldi hjá ykkur í framsókn um þessar mundir að vera þar?????

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 13:55

16 identicon

Ég hef nú frekar haft tilhneigingu til að taka slíkum tilkynningum sem yfirlýsingum um að reynt hafi verið að ná í mikilvægan málsaðila svo hann geti svarað fyrir sig en það ekki tekist. Það er svo að ef tilkynnt er um slíkt í sífellu sem réttlætanlegt er að ætla að maðurinn sé að forðast samskipti, eins og gerðist nokkuð oft í ráðherratíð Davíðs Oddssonar, að mig minnir. Mér hefur þótt, miðað við yfirlýsingagleði Sigmundar í gegn um tíðina, það frekar ólíklegt að hann ansi ekki símanum af ótta við fjölmiðla.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 14:51

17 identicon

Haha, Hallur!

Er þér virkilega alvara með þessu? Það trúir þessu ekki nokkur maður. Að formaðurinn hafi ekki verið í símasambandi í þrjá sólarhringa eða lengur? 

En hafi þetta verið með þessum ólíkindum sem nú nefnir, ertu þá að halda því fram að Sigmundur Davíð hafi ekki vitað af Seðlabankamáli Magnúsar Árna fyrr en mörgum sólarhringum síðar...? Give me a break.

Auk þess sagði fréttastofan bara satt og rétt frá, það náðist ekki í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Síðan hvenær kallast það aðför?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 15:11

18 identicon

Sæll aftur Hallur

Ég hafði afar gott af því að vera í Kanada og hitta þar landa okkar sem voru með speki Hávamála á vörum dag hvern. Einhvern veginn var nánd þeirra við fornar dyggðir, sóma, æru og tryggð við ættjörð, meiri en unglingurinn ég átti að venjast í henni Reykjavík. 

Alveg er ég viss um að Sigmundur Davíð hefur haft gleði af að hitta þetta ágæta fólk. Hann hefur þó alveg misst af því ef hann hefur haldið sig fjarri mannabyggð í Manitoba. 

Mér sýnist nefnilega á korti af farsímasambandi á þessum slóðum (sjá að neðan) að hann hljóti að hafa verið í óbyggðum fremur en í dreifbýli úr því hann var ekki í sambandi. Nema það hafi gleymst að gera reikisamninga við Kanada. 

Ég fæ ekki betur séð en að það sé farsímasamband við öll byggð ból á Íslendingaslóðum þarna ytra, allt norður í Heclu. Vel get ég unað Sigmundi  (og hvaða Jóni sem er) að hafast við í óbyggðum í Kanada í nokkra daga í samneyti við birni og elgi enda leynist Jack London í okkur öllum. Það er þó ekki hættulaust. Ekki síst ef maður er sambandslaus við umheiminn.

 http://www.mts.ca/file_source/mts.ca/Support/Support_Files/PDF/Wireless%20Coverage%20Map%202007.pdf

Kristinn Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 15:12

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hallur, mér líkar vel við Sigmund Davíð og breyti því áliti mínu ekki þó maðurinn sé utan þjónustusvæðis farsíma stutta stund.

Nú ert þú einum of viðkvæmur. 

Sigurður Þórðarson, 17.9.2009 kl. 15:57

20 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður.

Ég er ekki of viðkvæmur - þótt ég noti stundum kröftugt stílbragð til að koma sjónarmiðum mínum á framfæri.

Málið er að RÚV kaus að láta líta svo út að Sigmundur Davíð væri að forðast viðtal - þegar RÚV vissi að ekki var unnt að ná um hann þar sem hann var á ferðalagi á milli bæja í Vestur-Íslandi.

Kristinn.

Reyndar skilst mér að Sigmundur hafi verið í heimsókn á bæjum uppi í Heklu - en það er annað mál.

Hallur Magnússon, 17.9.2009 kl. 16:55

21 identicon

Gerðu nú sjálfum þér, Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum þann greiða að hætta þessari endemis vitleysu

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 18:36

22 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Góður penni ertu Kristinn Hrafnsson

Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:27

23 identicon

Merkilegt hvað Kanada farsíma- og netvændis fljótt, um leið og Sigmundur þurfti að tjá sig um viðbrögðin við Icesave fyrirvörunum...

JS (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:52

24 Smámynd: Hallur Magnússon

JS.

Sigmundur var reyndar kominn til Toronto á þeim tíma - í afbragðs gott símasamband.

Mér skilst reyndar að þetta blogg mitt hafi valdið titringi hjá einhverjum á fréttastofu RÚV - og einhverjir kvartað.

Ekki beint við mig - nema ég skilgreini snjallar athugasemdir míns gamla góði skólabróður Kristins Hrafnssonar sem kvörtun - en hann fer að sjálfsögðu ekki úr karakter heldur kemur beint að mönnum - með athugasemdir sínar og skoðanir.

Æji - stundumsakna ég þess að vera ekkidags daglega meðal þessarar gömlu starfsstéttar minna sem var og er svo skemmtilega sjálfhverf!

Kveðja

Hallur M

handhafi blaðamannaskírteinis nr. 136 - síðast þegar ég gáði

Hallur Magnússon, 18.9.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband