Ný Framsókn hafnar spillingu

Ný Framsókn hafnar spillingu. Svo einfalt er það. Það er hins vegar drengilegt að láta bæjarstjórann í Kópavogi njóta vafans þar til niðurstaða endirskoðunar liggur fyrir. En sú niðurstaða má ekki dragast. Endurskoðendur hafa hálfan mánuð til að fara yfir málin - sem er yfrum nægur tími.

Framtíð meirihlutans í Kópavogi mun því ráðast á næstu 2 til 3 vikum.

Ef viðskipti Kópavogsbæjar við dóttur bæjarstjórans eru ekki 100% eðlileg - þá er ljóst að Framsókn getur ekki setið lengur í meirihluta með Gunnari Birgissyni. Svo einfalt er það.


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Er eitthvað nýtt við forystu flokksins í Kópavogi? Spyr sá sem ekki veit...

Ég er reyndar ansi hræddur um að Gunni Birgis og co. í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi verði búnir að vefja Ómari um fingur sér fljótlega eins og þeir eru vanir að gera, og þú þurfir þá að éta ofan í þig þessi orð. Sjáum hvað setur, það væri allavega saga til næsta bæjar ef Ómar myndi ganga út...

Smári Jökull Jónsson, 19.5.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er gömul framsókn.Páll Magnússon, Ómar stefánsson,Framsóknarfélagið Freyja.Kunningjaráðningar.Það þarf finnst og fremst að leggja sveitarfélögin niður  í núverandi mynd.Hafa bara hreppstjóra með eina skúffu og skólasamlög og tryggingarfélag borgaranna ásamt lestrarfélagi. skipulagsmálin eiga að vera hjá Skipulagi ríkisins Punktur

Einar Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 22:19

3 identicon

Ef framsókn væru á móti spillingu þá væri þetta ekki hugsanleg slit þá væri búið að slíta þessu. Ég veit alveg hvernig vinnubrögð eru í bragði hjá Gunnari og þessari meirihlutastjórn. Labba um bæinn og kúga fyrirtækjaeigendur til að styrkja þá í kosningabaráttum. Það er enginn vafi með þessa spillingu Hallur. Það er bara mjög einfalt. Þegar Gunnar kemur í bæjarstjórn þá stofnar dóttir hans þetta fyrirtæki árið 1990. Hún er búin að fá tugi milljóna. Sem bæjarstjóri þá máttu ekki hafa þennan vafa á. Þú getur bara hreinlega ekki verslað við dóttur þína, kannski fyrir nokkur þúsund eftir útboð, kannski. Maður getur bara engan veginn vitað hvaða upplýsingum Gunnar kemur til dóttur sinnar fyrir útboð og svo framvegis. Þetta er bara vafi sem á ekki heima í stjórnmálum.

Hallur vertu samkvæmur sjálfum þér. Það er ekki verið að dæma menn í fangelsi, það þarf enga sérstaka rannsókn. Þetta er upp á borðinu. Það þarf ekki að vera alvarlegt brot sem varðar við fangelsi svo það eigi að slíta samstarfi heldur á siðferðisbrestur að nægja.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hallur! Eru Framsóknarmenn ekki í meirihluta með Sjálfstæðismönnum í Kópavogi? Bera báðir flokkar þá ekki ábyrgð á þeim viðskiptum sem Kópavogsbær gerir?

Sigurður Haukur Gíslason, 19.5.2009 kl. 23:16

5 identicon

Ertu sem sagt að viðurkenna að „gamla" Framsókn hafi verið gegnumsýrð af spillingu? En ég segi eins og margur maðurinn, batnandi fólki er best að lifa. Vona að ykkur Framsóknarmönnum takist að moka mesta spillingargosa landsins úr embætti. Við það þarfaverk eigið þið allan minn stuðning.

Guðjón M. Ólafsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 07:43

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framsókn glutraði niður góðu tækifæri

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband