Sammála Katrínu - en látum Landsbankann klára verkið - ekki ríki og borg!

Ég er sammála Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að það eigi að halda áfram byggingu tónlistarhúss enda missa líklega allt að 500 manns vinnuna ef framkvæmdum verður hætt, bæði þeir sem vinna beint við að reisa húsið og þeir sem hafa af því tekjur í afleiddum verkefnum. 

En það á ekki að koma framkvæmdinni yfir á ríki og borg - heldur á Landsbankinn að halda áfram með verkið.

Það má ekki gleyma því að fyrir liggja rekstrasamningar til langs tíma vegna tónlistarhússins, þannig að það eru allar líkur á að aðrir aðiljar - mögulega erlendir - muni koma inn í verkið á síðari stigum.

Ef Landsbankinn er með múður - þá getur ríkið gripið inn í stjórn bankans - enda á ríkið allt hlutaféð!


mbl.is Vill ljúka smíði Tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar vel. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun skapa gríðalega hagnaði fyrir Ísland með að gista mörg alþjóðaráðstefnu á kverju ári. Hugsaðu þúsund manna hópur sem kemur til Íslands í 3-4 daga, 20 eða 30 sinnum, á sumrin sem vetur.. þetta er bara gull fyrir hótel, veitingastaðar, leigubilar, verslanir, etc. Síðan en ekki síst, samsikpti milli íslendinga og aðra þjóða mun aukast sem er alltaf gott.

Reynir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er bara minnst á atvinnu - en hvað með tónlistina sjálfa? Tilgangurinn með byggingu tónlistarhússins er ekki sá að skapa tímabundna atvinnu heldur vera langtíma aðsetur tónleika -fyrir utan ráðstefnunarnar og hótelið. Þetta er kjarni málsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 01:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er bara enginn munur á því hvort ríkissjóður eða nýi Landsbankinn borga, þar sem ríkið á nýja Landsbankann.  Það er bara spurning um vinstri vasa eða hægri.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.2.2009 kl. 01:15

4 identicon

Hvernig væri nú að stjórnendur ríkisins hugsuðu aðeins

  1. Ríkið (bankinn) gjaldfellir lánin sem hvíla á húsinu"eigendurnir" eru hvort sem er ekki borgunarmenn fyrir þeim
  2. Hér um bil 20.000 eru atvinnulausir, það kostar einhver xxx.000 á mann á mánuði Með því að bæta við örfáum yyy.000 á mann á mánuði ætti að vera hægt að fá mannaflann sem þarf frekar ódýrt.
  3. Rikið borgar síðan hráefnið sem eftir er að greiða
  4. Ríkið ræður e-a aðila til að stýra verkinu í höfn gegn 5% eignarhlut í húsinu sem  fengist greiddur á 5 árum eftir að byggingu lýkur
  5. Ríkið notar tekjurnar upp í skuldir útrásaraumingjanna

Jón (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:43

5 Smámynd: Kristján Logason

Einfallt reiknisdæmi

Ríkið tekur verkið að sér

Skilyrðir verktaka til að ráð til sín iðnaðarmenn af atvinnuleysisskrá(má skoða% hlutfall)

Sparnaður verður einhver. 

Sigurður: Farið var af stað með háleitar hugsanir um tónlist og þeim hugusnum svo snúið yfir á peninga hliðina. Held að hér sé rétt farið með að í framtíð muni húsið verða fyrst og fremst notað sem ráðstefnu hús. Enda skortur á slíku. Hinsvegar er spurning hversu mikið af ráðstefnum menn ná til sín í núverandi heimsástandi 

Kristján Logason, 5.2.2009 kl. 05:51

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Best væri vissulega ef hægt væri að ljúka við þetta blessað tónlistarhús, þannig að það standi ekki um aldur og ævi næstu kynslóða sem einhverskonar "Hvítur Fíll", þ.e. ryðgaður minnisvarði um ofurhug og óraunsæi stjórnvalda  -það verður víst nóg af slíkum hist og her um borgina.   (Segi ekki um landið, því þar voru nú fæst stórvirkin áformuð)

Spurningin er hins vegar hvað sú draumsýn á að kosta  -og á hvers kostnað hún á að vera ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 06:06

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

e.s. Reyndar sammála þér Hallur; Leyfum Landsbankanum að ljúka verkinu.

En -bíddu nú við- eigum við hann ekki núna ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 06:08

8 identicon

Hefur þetta eitthvað með útlit - niðurstöður fjárlaga að gera? Kannski líka AGS.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband