Ríkisstjórnin enn eftir að ákveða sig um Íbúðalánasjóð?

Ríkisstjórnin virðist enn eiga eftir að ákveða sig um framtíð Íbúðalánasjóðs ef marka má ummæli nokkurra ráðherra að undanförnu. Því eykst furðan yfir ótímabærum ummælum forsætisráðherra og utanríkisráðherra um "fyrirhugaðar" breytingar á Íbúðalánasjóði á dögunum, ummæli sem hafa skaðað og munu enn skaða fasteignamarkaðinn og mögulega efnahagslífið í heild!

Félagsmálaráðherra reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að koma fram með ítarlegri skýringar á framtíðarsýn sinni sem þó var ekki að fullu útfærð né tímasett.

Fjármálaráðherrann eykur enn á óvissuna og þarf nú að koma fram og reyna að skýra það sem hann var að segja um framtíð Íbúðalánasjóð fyrr í vikunni.

Alþýðusambandið er undrandi og með áhyggjur af Íbúðalánasjóði.

"Ráðherrar ekki á einu máli um sjóðinn" segir Gylfi Árnbjörnsson í 24 stundum í dag!

Óvissan er algjör - en þessari óvissu verður ríkisstjórnin að eyða hið fyrsta.

Ég get bent henni á nokkur atriði til umhugsunar, en það gæti nefnilega verið réttara og einfaldara að félagslegur stuðningur í húsnæðismálum verði ekki í formi styrkingu félagslega hluta Íbúðalánasjóðs, sem gæti leitt til hallareksturs og taps eins og 24,5 milljarðar gjaldþrot Byggingarsjóðs verkamanna á sínum tíma kenndi okkur, heldur gegnum húsnæðisbætur sem taka mið af stöðu fólks hverju sinni.

Íbúðalánasjóður yrði hins vegar áfram rekinn sem öflugur almennur íbúðalánasjóður í eigu ríkisins - en þó án ríkisábyrgðar - þar sem allir geta gengið að lánveitingum vísum.

Meira um þetta í pistlinum:

 Er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs?

 


mbl.is Kerfi sem virðist gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband