Guðni á villigötum í umræðunni um aðildarviðræður að ESB?

Ansi er ég hræddur um að vinur minn Guðni Ágústsson sé á villigötum í umræðunni um aðildarviðræður að Evrópusambandinu þegar hann heldur því fram að breytingar á stjórnarskrá Íslands séu forsenda fyrir því að hægt sé að hefja aðildarviðræður!

Þeir sérfræðingar í Evrópurétti sem ég hef borið þessi ummæli Guðna undir eru honum algerlega ósammála! 

Þeir eru sömu skoðunar og ég - að ekkert sé því til fyrirstöðu að ganga til aðildarviðræðna að óbreyttri stjórnarskrá - en að breyta verði stjórnarskránni áður en gengið er inn í Evrópusambandið verði það niðurstaða þjóðarinnar!

Guðni verður að svara því hvaðan hann hefur þessar lögskýringar og hverjar röksemdirnar fyrir þeim eru - ef hann ætlar að halda áfram málflutningi á þessum nótum.

Það dugir ekki fyrir Guðna að slengja þessum lögskýringum fram í Framsóknarmenn á miðstjórnarfundi um helgina - sem skálkaskjól fyrir því að fara ekki að skynsamlegri tillögu Magnúsar Stefánssonar og ungra framsóknarmanna um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja skuli aðildarviðræður við ESB.

Ef Guðni ætlar að halda þessum málflutningi áfram verður hann að leggja fram trausta greinargerð viðurkenndra lögfræðinga fyrir þessari sérstöku lögfræðilegu túlkun. Ef hún liggur ekki fyrir - þá er ekkert því til fyrirstöðu að Guðni taki af skarið og fylki Framsóknarmönnum - andstæðingum Evrópuaðildar og jafnt sem Evrópusinnum - saman um að leggja ákvörðun um aðildarviðræður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum! Þeirri atkvæðagreiðslu þjóðarinnar ber Framsóknarflokknum að lúta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Vandamál Guðna er nú kannski ekki lögskýringarlegs eðlis - - svona í grunnin.   Það mun  líka verða ykkur Framsóknarmönnum erfitt - - eða skera úr innri ágreiningi með þjóðaratkvæðagreiðslu!!!

Vandamál þjóðarinnar er númer eitt að ekki skuli búið að festa ramma um þjóðaratkvæðagreiðslur  - - með breytingum á stjórnarskrá - sem gera það þá mögulegt að halda þjóðaratkvæði og breyta stjórnarskrá með þjóðaratkvæði  - alveg óh´ðað Alþingiskosningum.  Við höfum engin efni á að bíða eftir sveitarstjórnarkosningum 2010 - hvað þá heldur Alþingiskosningum 2011.

Við þurfum á fá ákvörðun á árinu 2008 - um það hvert við ætlum og hvernig - - og þá er komin upp sú staða að þingrof og nýjar kosningar eru sennilega það sem Geirr Haarde og Sjálffstæðisflokkurinn eru alls ekki að höndla.

Þarna sitjum við uppi með þvermóðsku-eftirköst frá Davíð og Halldóri út af fjölmiðlafrumvarps-málinu  - og óbilgirni þeirra gagnvart því að festa niður farvegi fyrir þjóðaratkvæði og framkvæma breytingar á stjórnarskránni í slíka veru.

Benedikt Sigurðarson, 30.4.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband