Félagsmálaráðherra! Nú er tækifærið að afnema lánaviðmið ÍLS við brunabótamat!

Nú er rétta tækifærið til að afnema fáránleg viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat.  Íbúðamarkaðurinn er gersamlega frosinn í augnablikinu og þarf reyndar að fá smá púst svo ekki fari illa. 

Ég treysti því að Jóhanna Sigurðardóttir breyti reglugerð vegna þessa nú þegar. Slík aðgerð yrði ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópunum mjög dýrmæt.

Stjórnvöld hafa undanfarin ár hafa ekki viljað að útlán Íbúðalánasjóðs taki mið af markaðsverði og því ríghaldið í viðmið við brunabótamat á þeim forsendum að breytingin kynni að kynda undir þenslu á fasteignamarkaði - tíminn væri ekki réttur.

Þau rök eiga ekki við eins og ástandið er í dag - svo nú er tækifærið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Valdimar.

Gerir þú þér grein fyrir því að í flestum tilfellum í minni eignum á höfuðborgarsvæðinu er lánsfjárhæð Íbúðalánasjóðslánsins skert um 30% til allt að 60% vegna viðmiðunar við brunabótamat.

Þannig að í stað þess að fá 18 milljón króna lán við kaup á 20 milljón króna íbúð - þá er lánið oft einungis 12 - 14 milljónir!!!

Í allra minnstu íbúðunum td. 15 milljón kr íbúð . er lánið ekki 12  milljónir eins og 80% hlutfallið segir til um - heldur kannske bara 6 milljónir?

Hverjir eru að kaupa þessar íbúðir?  Jú unga fólkið og þeir sem eru í lægri tekjuhópunum.´

Að sjálfsögðu hafa þessar íbúðir ekki verið fjármagnaðar með Íbúðalánasjóðsláni - heldur bankalánai - það er fyrir þá sem bankarnir hafa viljað lána. Hinir hafa ekki átt möguleika á að festa kaup á slíkum íbúðum.

Nú eru bankarnir nánast alveg farnir út af lánamarkaði - þannig þessar íbúðir seljast bara alls ekki!

Fyrir utan það að engin rök eru fyrir því að miða við brunabótamat - og hafa aldrei verið´- enda var brunabótamar yfirleitt alltaf hærra en fasteignamat fyrir 10 árum.  Viðmið við brunabótamat var sett til þess að unnt væri að ákvarða lán þegar ekki var um sölu að ræða - td. við afgreiðslu endurbótaláns - sem þurfti að hafa eitthvað viðmið - eða við byggingu á nýju húsi - þar sem brunabótamat endurspeglar byggingarkostnaðinn.

 Ekki gleyma því heldur að vegna breytinga hjá Fasteignamati ríkisins - þá tekur brunabótamat nú mið af fyrningum - þannig að brunabótamats eldra húsnæðis, td. í 101 og 107 er  afar lágt miðað við markaðsverði.

RÖKIN ENGIN!!!!

Hallur Magnússon, 9.2.2008 kl. 11:05

2 identicon

Það virðist vera beint samband á milli fasteignaverðs og framboði á peningum.
MIkið framboð af lánsfé hefur sprengt upp markaðinn.
Framleiðslukostnaður húsnæðis hefur ekki hækkað að sama skapi.
Lánin ætti að miða við framleiðslukostnað húsnæðis
Það engum greiði gerður með að lengja í snörunni og auka útlánin til fólks sem ræður ekki við að kaupa.

Vísbendingu um þróun fasteignaverðs í framtíðinni er hægt að sjá með að skoða Shiller's graph.
Fasteignaverð frá 1890 til dagsins í dag.
A History of Home Values
http://patrick.net/housing/contrib/housing_projection.html

Ragnar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband