Rykinu dustað af lyklaborðinu

Það er nokkuð um liðið síðan ég stakk niður penna og bloggaði síðast.  Ástæða þess er einföld. Sem opinber embættismaður á ég erfitt með að blogga um mál sem að atvinnu minni snúa.  Húsnæðislánamál og málefni Íbúðalánasjóðs hefur verið mjög áberandi í umræðunni - ekki hvað síst þeirri pólitísku - og mig klæjað í lofana að blogga um eitt og annað.

Það er hins vegar ekki hlutverk mitt sem embættismaður að tjá mínar persónulegu skoðanir hvað þetta svið varðar.  Því hef ég látið það vera að blogga.

Nú er ég hins vegar búinn að segja upp starfi mínu hjá Íbúðalánasjóði - eftir rúmlega 8 ára krefjandi og skemmtilegt starf - þar sem við höfum staðið okkur frábærlega - þótt ég segi sjálfur frá.

 Því dusta ég nú rykið af lyklaborðinu og byrja að blogga á ný.  Af nógu er að taka!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband