Ábyrg afstaða Árna Finns

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands á heiður skilið fyrir að skora á Paul Watson, leiðtoga Sea Shepherd samtakanna að hætta við að senda skip sitt Farley Mowat til Íslandsmið í sumar.

Það er rétt hjá Árna að það er ekki málstað hvalfriðunarsinna til framdráttar ef Sea Shepherd grípa til ofbeldisfullra aðgerða gegn íslenskum hvalveiðum.

Afstaða og vinnubrögð Náttúruverndarsamtaka Íslands undanfarin misseri í baráttunni gegn hvalveiðum hafa að mínu mati verið hófsöm og ábyrg og skilað meiri árangri við að breyta afstöðu almennings á Íslandi en hávær og öfgafull mótmæli fyrri tíma.

Tek hins vegar fram að persónuleg tel ég eðlilegt að nýta þessa náttúruauðlind eins og aðrar sjálfbærar náttúruauðlindir okkar. Hins vegar þarf að taka mið af heildarhagsmunum Íslendinga þegar ákvarðanir um slíkt eru teknar.

Aldrei mun ég þó vilja gefa eftir ofbeldismönnum eins og Paul Watson og hyski hans. Lausn svona mála verður að byggja á samræðum og skynsemi, ekki ofbeldi og yfirgangi.

 


mbl.is Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna fyrirætlanir Sea Shepherd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband