Jafnréttið býr í Framsókn!

Enn og aftur. Jafnréttið býr ekki í Frjálslyndum og Sjálfstæðisflokki. Jafnréttið býr í Framsókn. Meira um það í pistlinum Femínistar ættu að kjósa Framsókn!
mbl.is Bændakonur ekki ánægðar með bréf Einars Odds og Guðjóns Arnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Jafnréttið býr í Frjálslynda flokknum og margir sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar.  Margir framsóknar menn einnig.   Það að ávarpa fólk með orðinu "bóndi" hefur ekkert með jafnréttishugmyndir að gera.  Konur eru menn, kvenmenn og konur eru bændur.  Það er ekkert annað orð til í kvenkyni yfir bóndastarfið.  Við tölum t.d. ekki um ráðfrú í staðinn fyrir ráðherra.  Það hefur verið reynt að nota orðið skólastýra í staðinn fyrir skólastjóri, en festist illa í málinu.  Gott væri að fá tillögu frá framsóknarmanninum Halli Magnússyni um annað orð í kvenkyni fyrir starfsheitið bóndi.

Kjartan Eggertsson, 10.5.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Kjartan.

Þetta er alveg rétt hjá þér. Guðjón Arnar notar orðtakið "bóndi" á hárréttan hátt. Konur eru líka bændur.  Frænka mín hún Sigrún í Hallkelsstaðahlíð yrði ekki ánægð með mig ef ég titlaði hana ekki bónda!

Biðst afsökunar á þessu frumhlaupi mínu.

Hins vegar þarf mjög góðan vilja til þess að túlka kveðjuna "kæri vinur" sem kvenlæga kveðju - þótt það sé reyndar unnt hjá Einari Oddi.

En það breytir ekki því að þegar litið er til leiðtoga listanna hjá Frjálslyndum og Sjálfstæðisflokki - þá eru þeir frekar karllægir. Ráðherralisti Sjálfstæðisflokknum síðan skandall út frá sjónarmiði jafnréttis kynjanna.

Hallur Magnússon, 10.5.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband