Framsókn hjá Framsókn!

Það er deginum ljósara að það er framsókn hjá Framsókn þessa dagana ef litið er til þeirra tveggja skoðanakannanna sem birtar voru í dag.

Í könnun Capacent sem gerð var í gær og í fyrradag mælist Framsókn í rúmum 14% eftir að hafa mælst í rúmum 7% í könnun fyrirtækisins um síðustu helgi.

Í könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var dagana 4. - 9. maí mælist fylgi Framsóknar einungis 8,6%. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessar kannanir stangist verulega á, en svo er reyndar ekki þegar kafað er í málið.

Það er augljóst að staða Framsóknar var veik síðari hluta síðustu viku og helgina. Það kemur fram í könnun Capacent - og að líkindum hefur sú staða einnig komið fram hjá þeim sem svöruðu Félagsvísindadeild þá dagana.

Hins vegar hefur orðið töluverð sveifla til Framsóknar undanfarna tvo daga, ekki hvað síst hjá kjósendum sem áður hafa kosið flokkinn, en hefur jafnvel hugsað sér að kjósa flokkinn ekki í þessum kosningum. Þetta kemur fram hjá Capaecent þegar fyrirtækið rýndi í könnunina.   Það er ekki ólíklegt að þessu fólki hafi snúist hugur þegar Framsókn mældist svo lágt í könnun Capacent um helgina.

Að líkindum hefur þessi hreyfing mælst í svörum fólks sem svaraði Félagsvísindakönnun undanfarna tvo daga - en sá hluti þýðisins ekki verið það stór að lokaniðurstaðan yrði enn hærri en 8,6% - sem reyndar er 1% hærra en lægsta mæling Capacent.

Það verður því spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í könnun Capacent á morgun. Ég spái staðfestingu á hreyfingu til Framsóknar og flokkurinn mælist 11% - 14%.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gott að þú hefur ekki tapað bjarsýninni gamli vinur. Ég spái flokknum þínum 8-10% og skil ekki frekar en fyrri daginn hvað þú ert að gera í þessum félagsskap.

Sigurður Hrellir, 10.5.2007 kl. 02:16

2 Smámynd: haraldurhar

Af hverju á ég að kjósa framsókn, ef ég er ekki í atvinnuleit eða leit eftir bitlingi, og ennþá síður hef áhuga eða getu til að kaupa ríkiseignir?

haraldurhar, 10.5.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú þarna jakkafataklæddi!

Þú ættir að kjósa Framsóknarflokkinn vegna þess að Framsóknarflokkurinn útrýmdi atvinnuleysi á Íslandi eftir óstjórn Viðeyjarskottu - þess vegna ertu ekki í atvinnuleit!

Fyrst þú ert ekki að leita að bitlingi - þá er óþarfi fyrir þig að halla þér að Sjálfstæðisflokknum sem næstum auglýsa ekki stöður sem þeir ætla flokksgæðingum - né krötunum sem bíða nú eftir því að endurnýja skipanir krata í þau embætti sem kratar sem skipaður voru á tímum Viðeyjarskottu eru að gefa eftir vegna aldurs - en þeir tóku við krötum sem skipaðir voru í tíð Viðreisnarstjórnar þegar þeir urðu að gefa eftir - sbr. td. Tryggingastofnun ríkisins.

Það er ljóst að Framsókn ætlar ekki að selja Landvirkjun né Íbúðalánasjóð - svo þér stendur ekki til boða að kaupa ríkiseign.

Þú átt að kjósa Framsóknarflokkinn vegna þess að hann bera ábyrgð á uppgangi undanfarinna ára og almennrar velmegunar. Meir um það má lesa í pistli Gest Guðjónssonar Íhaldsgrýlan í felum bakvið blæju velferðarstjórnarinnar.

Hallur Magnússon, 10.5.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband