Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn?

Það virðist vera að myndast meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn! Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.

Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´

Í dag kemur í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.

Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!

Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.

Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.

Kannske er skynsemin og stefna óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!


Grænar greiðslur í landbúnaði!

Við eigum að gera allan íslenskan landbúnað vistvænan þannig að merking íslenskra landbúnaðavara með íslenska fánanum sé trygging fyrir neytendur allra landa að um vistvæna ræktun sé að ræða.

Þá eigum við að sjálfsögðu að breyta eins miklu af íslenskum landbúnaði yfir í lífræna ræktun og við mögulega getum.

Stuðningur ríkisvaldsins við landbúnað á að binda við vistvæna ræktun og sérstakt átak á að gera til þess að aðstoða bændur við að skipta yfir í lífræna ræktun.

Þetta sagði ég fyrir tuttugu árum - og segi það enn!


mbl.is Bændur vilja í lífræna ræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illkynja krabbamein í íslenskri náttúru!

Lúpínan er illkynja krabbamein í íslenskri náttúru og hefur þegar gert óbætanlegan skaða á lífríkinu. Þótt hætt yrði að sá þessum ósóma strax í dag - þá mun lúpínan halda áfram að breiðast út og breyta vistkerfinu. 

Lúpínan eyðileggur íslensku móanna og hefur alvarleg áhrif á íslenskt fuglalíf. Hefur til dæmis eyðilagt varpstöðvar rjúpunnar í Hrísey - og á kannske sinn þátt í minni rjúpnastofni! Gengur þá væntanlega einnig nærri hinni heilögu heiðlóu, spóanum og hrossagauknum!

Þessi sorglega staðreynda var enn og einu sinni staðfest í Morgunvaktinni á Rás 1 þar sem Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur var gestur. Það kom skýrt fram hjá Sigurði að lúpínan gerir lífríkið fábreyttara og að ekki verði aftur snúið. Því miður.

Ég skora á umhverfisráðherra að setja bann við sáningu lúpínufræja á lúpínulausum svæðum á Íslandi.

Viðtalið við Sigurð H. Magnússon er að finna hér.

 


Bilaður GSM bjargaði sumarfríinu!

Ég er ekki viss um að ég hefði haft viljastyrk til að hafa slökkt á GSM símanum mínum í sumarfríinu í Tyrklandi - en síminn tók af mér völdin og bilaði á fyrsta degi. Ef marka má talhólfið mitt sem ég hlustaði á í morgun - þá varð bilunin til þess að bjarga sumarfríinu!

Mögulega missti ég einhver verkefni vegna þessa - en það verður bara að hafa það. Gott sumarfrí var þess virði!

En nú er það bara vinnan á fullu. Mun væntanlega tengjast aftur GSm sambandi eftir hádegi - og þá byrjar fjörið!

Dálítil viðbrigði að koma úr 42 stiga hitanum í Tyrklandi í 14 stiga hitann á Íslandi - en voða gott samt!


Mikilvægt skref í átt til ESB aðildar Serba!

Handtaka Radovan Karadzic er afar mikilvægt skref Serba inn í Evrópusambandið. Það þarf enginn að segja mér að stjórnvöld í Serbíu hafi ekki áður vitað um svalarstað stríðsglæpamannsins. Hins vegar hafa stjórnvöld hreinlega ekki treyst sér til eða viljað handtaka manninn vegna óttans við þjóðernissinnaða öfgamenn meðal Serba sem líta á Karadzic sem hetju.

Þessi staða hefur nú breyst. Í aprílmánuði sömdu Serbar við Evrópusambandið um aukna samvinnu, samkiomulag sem ætlað er að geti orðið grunnur að inngöngu Serba í ESB. Það er nokkuð ljóst að ríkis ESB hafa samhliða því gert Serbum ljóst að slíkt ferli gæti ekki hafist fyrr en Karadzic yrði handtekinn og framseldur til alþjóðadómsstólsins í Haag.

Þá var hinn Evrópusinnaði Boris Tadisj endurkjörinn forseti Serbíu í vor auk þess sem mynduð var Evrópusinnuð ríkistjórn Lýðræðisflokks Tadisj og Sósíalistaflokksins - sem áður voru erkifjendur - en náðu saman um Evrópumálin.

Serbía er því á leið í Evrópusambandið.

Hvað með Ísland?

 


mbl.is Handtöku Karadzic víða fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush á leið í stríð fyrir McCain?

Svo virðist sem Condoleezza Rice sé að undirbúa jarðveginn fyrir árásarstríð George W. Bush á Íran, annars vegar til að komast yfir olíulindir og hins vegar til að auka líkur á að repúblikaninn John McCain ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Það er væntanlega engin tilviljun að rétt áður en Condoleezza hótar Írönum hafi Joseph Lieberman, öldungadeildarþingmaður og stuðningsmaður John McCain, forsetaframbjóðanda repúblíkana í Bandaríkjunum sagt að Barack Obama , forsetaefni demókrata hafa lýst því yfir að hann hafi valið uppgjöf í Írak!

Sem reyndar er þvættingur -en tilgangurinn helgar meðalið!

Íraksstríði hefur verið algert klúður frá byrjun - og hófst á grunni vísvitandi rangfærslna Bush og pótintátata hans - sem ætluðu - frá fyrsta degi - að ráðast á Írak. Það hafði ekkert með "stríð gegn hryðjuverkum" eða efnavopn í Írak að gera. Einungis stríðshetjudrauma mislukkaðs fyrrum flugmanns úr lofther Bandaríkjanna sem aldrei kom nálægt átakasvæðum - og Bandaríkjamenn auluðust að kjósa yfir sig sem forseta.

Nei, því miður virðast repúblikanarnir vera reiðubúnir í stríð til að tryggja fyrrum stríðshetju kosningu - og tryggja áframhaldandi völd flokksins í Hvíta húsinu.

Svei!


mbl.is Rice aðvarar Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bonn! Hver man eftir Bonn?

Bonn!  Hver man eftir Bonn? Ég áttaði mig þegar ég rakst á Bonn í texta sem ég var að lesa að ég hafði ekki heyrt á borgina minnst í langan, langan tíma!

Ætli krakkar um tvítugt viti nokkuð um Bonn - þessa fyrrum höfuðborg Vestur-Þýskalands? Borgina sem alltaf var í fréttum þegar ég var að alast upp.

Ég hef ákveðnar efasemdir um það.

Í kjölfar þess að járntjaldið og Berlínarmúrinn féll - þá hvarf Bonn hægt og rólega úr fréttum. Enda ekki skrítið. Bundestag, Bundesrat og Bundespräsident fluttu frá Bonn til Berlínar - hinnar hefðbundnu höfuðborgar Þýskalands.

Bonn var höfuðborg Vestur-Þýskalands frá 1949 - 1990 og höfuðborg sameinaðs Þýskalands 1990 - 1999. Það er ekki lengra síðan að Berlín tók aftur við sem höfuðborg. Samt virðast allir hafa gleymt Bonn!


Mannlífi fórnað með fúski!

Það má vel vera að ég sé að verða gamall, smámunasamur nöldurseggur, en ég get bara hætt að láta fúsk í fréttum og tímaritsgreinum fara óendanlega í taugarnar á mér. Varð því frekar argur þegar ég las eintak af Mannlífi - sem ég greip með mér í fríið - þar sem áhugaverðu efni er fargað með fúski. Finnst hreinlega að þessu tölublaði af Mannlífi hafi verið fórnað með fúski!

Verð þó að taka fram að í blaðinu voru einnig mjög vandaðar og vel unnar greinar!

Það sem fyrst stakk í augun - og ég hefði fyrirgefið ef það hefði verið eina klúðrið - var í annars ágætu viðtali við Matt Beyon Rees - sem líkar Palestína betur en Wall Street - og skrifað hefur bók sem ég mun næla mér í við tækifæri: "Morðin í Betlehem".

Í greininni var sagt að Rees hafi verið blaðamaður á skoska blaðinu "The Schotsman".  Allir í blaðamannastétt ættu náttúrlega að vita að blaðið nefnist "The Scotsman" Hvaðan h-ið komst í titilinn í greininni veit ég ekki!

Mér féll hins vegar allur ketill í eld þegar ég fletti framar í blaðið og las hræðilega illa þýdda - og samhengislausa grein - um áhugavert viðfangsefni:  "Smán í lokuðum samfélögum strangtrúaðra" þar sem fjallað er um öldu sifjaspella og kynferðisglæpa meðal heittrúaðra Haredi gyðinga í Ísrael.

Greinin er unnin upp úr heimildum frá Times og Wikipedia.org. Greinin er bara ekki birtingarhæf í því formi sem hún er! Hráar þýðingar og samhengislausar tilvitnanir!

SME verður að taka sig á - því í öflugu blaði eins og Mannlífi - þá má ekki fórna gæðunum með því að slaka á kröfum um vönduð vinnubrögð.

Að lokum - þótt ég hafi tekið Mannlíf fyrir að þessu sinni - þá er það ekki verra en önnur tímarit - þvert á móti - en mér finnst fúsk vera allt of algengt í íslenskum dagblöðum og tímaritum. Eins og að kalla bænahús múslíma moskvur - en ekki moskur! Það var á einhverjum netmiðlinum um daginn - ekki Mannlífi!


Hátíð á Bifröst í tilefni 90 ára afmælis!

Það er hátíð á Bifröst í dag í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá stofnun Samvinnuskólans sem er forveri núverandi Háskóla á Bifröst. 

Því miður get ég ekki verið viðstaddur hátíðarhöldin eins og ég hefði viljað sem formaður Hollvinasamtaka Bifrastar - þar sem ég er í sumarfríi í Tyrklandi með fjölskylduna.

En það er einmitt fjölskylduhátíð á Bifröst í dag!

Þar er afar fjölbreytt dagskrá.

Ýmsir listviðburðir verða á hátíðinni og má m.a. nefna að sönghópurinn Voces Masculorum frumflytur nýtt Bifrastarlag, Arna Kristín Einarsdóttir leikur á flautu, Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur við undirleik Viðars Guðmundssonar, karlakórinn Söngbræður flytur nokkur lög og hljómsveitin Bandið bak við eyrað leikur ljúfa tónlist.

Boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir og fjársjóðsleit í Jafnaskarðsskógi, listasmiðju úti undir berum himni, hestaferðir, útimarkað og fleira og fleira. Þá má geta sögusýningar þar sem saga skólans í 90 ár er rakin í máli og myndum.

Skipuleggjandi hátíðarinnar er Edda Björgvinsdóttir leikkona og meistaranemi við Háskólann á Bifröst.

Þá er ekki úr vegi að minna gamla nemendur á hátíðarhöld sem verða á Bifröst laugardaginn 13. september - en 14. september eru 50 ár síðan Nemendasamband Samvinnuskólans - fyrirrennari Hollvinasamtaka Bifrastar - voru stofnuð.

Dagskrá afmælisársins má finna hér.


Frítt umhverfisvænt eldsneyti á bílinn í heilt ár!

Bandaríkjamenn telja greinilega að bílstjórinn hans bin Ladens sé lykilmaður í "árásinni á Bandaríkin" og sé afar hættulegur hryðjuverkamaður. 

Hann á þá væntanlega stóran þátt í stórhækkuðu eldsneytisverði - því herför Bush - og bílstjóra hans - gegn "hryðjuverkavánni" hefur stórhækkað eldsneytisverð í heiminum.

Það var því kærkomið að sjá tilboð um frítt umhverfisvænt eldsneyti á bílinn í heilt ár!

Sjá hér!!!

 


mbl.is Bílstjóri bin Ladens fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband