Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Bjargar Stefán Jón Samfylkingunni í Reykjavík?

Stefán Jón Hafstein dúkkar nú upp af miklum krafti með grein um ástandið á Íslandi - en eins og Reykvíkingar ættu að vita - þá er Stefán Jón að vinna að þróunarsamvinnumálum í Afríku og því í launalausu leyfi frá borgarstjórn.

Ef ég þekki Stefán Jón rétt þá mun keppnisskap hans verða til þess að hann snýr aftur í stjórnmálin.

Heldur hefur fjarað undan Samfylkingunni í Reykjavík að undanförnu - enda hefur Dagur B. átt erfitt með að fóta sig eftir að hann hætti sem borgarstjóri - sérstaklega eftir að Hanna Birna og Óskar tóku við - þau einfaldlega skyggja á Dag ásamt Svandísi Svavarsfóttur sem hefur sýnt miklu meiri forystuhæfileika en Dagur að undanförnu! Svandís Svavarsdóttir hefur nefnilega styrkt stöðu sína og Vinstri grænna í borginni á kosnað Dags og Samfylkingar.

Það er alveg ljóst að Samfylkingarmenn - sem var á tímabili í hæstu hæðum í skoðanakönnunum og Dagur B. jafnvel í ennþá hætti hæðum - munu ekki sætta sig við að síga áfram niður á við í fylgi. 'Eg spái því að það verði nokkur eftirspurn eftir Stefáni Jóni - og hann takið við kyndlinum af Degi fyrir næsti borgarstjórnarkosnningar.

Það gæti bjargað Samfylkingunni í Reykjavík frá því að verða minni flokkur en Vinstri grænir eftir næstu kosningar!


Fellir verkalýðshreyfingin ríkissjórnina?

Fellir verkaýðshreyfingin ríkisstjórnina?

Las í Fréttablaðinu í morgun að endurskoðun samninga veri í uppnámi og forsvarsmenn ASÍ telji ríkisstjórnina ekki sýna samstarfsvilja og séu ósáttir við fjárlögin. Boltinn sé hjá stjórnvöldum - sem að venju gera afar lítið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.


Hallkelsstaðahlíð heimabær íslenskra gæðinga og úrvals sauðfjár!

"Okkar ræktunarmarkmið er einfalt, það er að rækta íslenska gæðinga" segir frænka mín Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð á nýrri heimasíðu, en hún og eiginmaður hennar Skúli Skúlason voru að opna vefsíðuna  http://www.hallkelsstadahlid.is/

Það er frábært framtak að opna heimasíðu til að kynna það sem þau eru að vinna að á þessum myndarlega bæ innst í Hnappadal þar sem er einn fallegasti staður á Íslandi!

Tamningar, hestarækt og sauðfjárbúskapur er lífsviðurværi fólksins í Hallkelsstaðahlíð. Reyndar er þar að finna nokkrar hænur, ketti, þar af einn grimman norskan skógarkött og hunda, þar af bæði íslensku og erlendu kyni.

En það eru ekki lengur kýr í dalnum en fáar kýr voru eins geðgóðar og hin frábæra Búbót sem mjólkaði og mjólkaði og mjólkaði. Kynntist henni vel þau ár sem ég var kúasmali í Hlíð.

Ekki má heldur gleyma því að Hlíðarvatn er afar gott silungsveiðivatn.

Sigrún og Skúli hafa tamið á annað þúsund hross gegnum tíðina, en þau eru þekkt fyrir afar góðar frumtamningar. Enda talar Sigrún hrossin til svona eins og hún getur talað til kallana hvar sem hún kemur - enda var hún varaþingmaður um skeið. Við hin misstum vænt landbúnaðarráðherraefni þegar hún ákvað að hætta í pólitík og einbeita sér að búrekstrinum.

Þá hafa þau staðið í hrossaræktun um langt árabil.

Sauðfjárræktin í Hallkelsstaðahlíð á sér langa sögu, en sá stofn sem nú er ræktað útaf á ættir sínar að rekja í Vestur- Barðastrandasýslu. Árið 1950 í kjölfar niðurskuðrar vegna mæðuveiki var sóttur nýr stofn meðal annars frá bæjunum Vesturbotni, Hvestu og Fífustöðum í Barðastrandasýslu.
Þennan stofn hafa svo bræðurnir Einar, Ragnar og Sveinbjörn Hallssynir ræktað með góðri aðstoð áhugasamra ættingja...  - eins og segir á vefsíðunni.

Endilega kíkið á vefsíðuna www.Hallkelsstadahlid.is og fylgist með lífi og starfi íslenskra nútímabænda.

 Sigrún og Skúli!

Til hamingum með síðuna!


Framlög til velferðarmála í Reykjavík hækka um 20% á milli ára

Það er með góðri samvisku sem ég nýt þess að vera í jólafríi eftir það sem við í Velferðarráði náðum fram í fjárhasáætlun Reykjavíkurborgar. Læt fljóta með eftirfarandi frétt í RÚV um málið:

Framlög til velferðarmála í Reykjavík hækka um 20% á milli ára og verða 9,1 milljarður króna. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segist mjög ánægður með þann forgang sem velferðarmálin nutu í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Í fjárhagsáætlun velferðarsviðs er gert ráð fyrir 7% atvinnuleysi og tæplega 90% hækkun á framlagi borgarinnar til fjárhagsaðstoðar milli ára. Áætlað er að veita á árinu fjárhagsaðstoð sem nemi allt að 2,1 milljarði króna.

 

Framfærslustyrkur borgarinnar hækkar á milli ára um 16,35% eða í rúmar 115.000 krónur á mánuði. Heimildargreiðslur til barna hækka úr 10.000 í 13.000 á mánuði. Foreldrar með lágmarkstekjur geta sótt um slíkar greiðslur til að  mæta kostnaði vegna  skólamáltíða, leikskóla og frístundaheimila

. Vegna mikillar óvissu um atvinnuhorfur hefur í áætluninni verið tryggt að borgarsjóður komi til móts við aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, húsaleigubóta og heimildargreiðslna til barna, gerist þess þörf.

Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hefur aukist undanfarna mánuði. Velferðarráð hefur því falið Félagsbústöðum að auglýsa eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu  fyrir þá sem nú bíða. Þá er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir 130 milljón króna viðbótar fjárveitingu til aukinnar heimaþjónustu fyrir geðfatlaða sem búa í húsnæði borgarinnar.

15 milljónir eru áætlaðar til reksturs fyrir heimilislausar konur og sautján milljónir til vinnu með utangarðsfólki. Auknu atvinnuleysi verður mætt með ýmiss konar námskeiðum og verkefnum þessum hópi til stuðnings. Í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsfólks, dregið verður úr yfirvinnu, fræðslu-,ferða-, og kynningarkostnaði og aðkeyptri vinnu.


Gleðileg jól!

Óskum öllum ættingjum og vinum

nær og fjær til sjávar og sveita,

gleðilegra jóla, árs og friðar.

 

Þökkum allt gamalt og gott; hittumst heil á nýju ári.


Jóhanna með góða jólagjöf til atvinnulausra

Jóhanna Sigurðardóttir er með góða jólagjöf til atvinnulausra með því að flýta hækkun atvinnuleysisbóta þannig að hækkun bótanna verður strax 1. janúar í stað 1. mars. Þetta skiptir miklu fyrir þann fjölda fólks sem misst hefur vinnuna að undnförnu.

Ég er ánægður með minn hlut í að Reykjavíkurborg hækkaði hámarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar og heimildargreiðslna vegna barna. Á fundi Velferðarráðs sem ég stýrði í fjarveru formanns ráðsins lagði ég til að Velferðaráð í heild bókaði sameiginlega áskorun á aðgerðarhóp borgarráðs vegna fjárhagsáætlunar um slíka hækkuna..

Aðgerðarhópurinn tók tillit til þessa - og hækkaði framlög til fjárhagsaðstoðar. Það mun vinandi koma þeim sem verst eru staddir vel.


mbl.is Flýta hækkun atvinnuleysisbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið Herópið fyrir jólin!

Hjálpræðisherinn er ein þeitta samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina.

Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda.

Þetta kostar allt peninga þótt mest af starfinu sé unnið í sjálfboðavinnu.

Blaðið Herópið er ein fjáröflun Hjálpræðishersins.

Munum að kaupa Jólaherópið! Það verður væntanlega enn til sölu á morgun - þegar við þeytumst um og reddum því sem við gleymdum að kaupa inn fyrir jólahátíðarnar.


Ketkrókur stal ekki hangilærinu!

Það vakti miklar furðu á mínu heimil að Ketkrókur stal ekki heimareykta hangilærinu sem hangir yfir eldhúsvaskinum og verður soðið í kvöld. Hann lét sér einungis nægja að skera sér smáflís úr lærinu!

Gréta 4 ára hafði ekki verið í nokkrum vafa um að hangilærið myndi hverfa í nótt - en það er greinilega ekki sama kreppan hjá jólasveinunum og hér - því lærið mun fara í pottinn í kvöld - utan þessa smáflís sem hvarf!

Grétt óttast því ekki eins um kertin á heimilinu í nótt - enda mun hæun væntanlega leggja kerti við skóinn sinn í kvöld!


Borgarráð eykur fjármagn til félagslega einangraðra unglinga

Það er ánægjulegt að borgarráð skuli íhuga að auka fjármagn til stuðnings unglingum í Reykjavíkurborg sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar, en framundan er nauðsynleg þróun á þeirri starfsemi sem slíkir unglingar hafa fengið að undanförnu.

Það var ekki auðvelt fyrir okkur fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í meirihluta Velferðaráðs að geta ekki mælt með auknum stuðningi og auknu fjármagni til þessara mála vegna takmarkaðs fjármagn sem við höfðum til reksturs Velferðarsviðs. Tillaga okkar miðaðist því við að halda uppi sambærilegri þjónustu og verið hefur - en ekki viðbót.

Ástæðan var sú að við ákváðum frekar að leggja áherslu á hækkun hámarksfjárhæðar fjárhagsaðstoðargreiðslna og heimildagreiðslna til barna. Náðum reyndar sögulegu samkomulagi við minnihlutann í Velferðaráði um bókun þess efnis - sem skilaði sér í frumvarp til fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir slíkri hækkun!

En það er þakkarvert að borgarráð skyldi taka af skarið varðandi fjárframlög til stuðnings unglinga sem líða fyrir félagslega einangrun og veita meira fjármagni en við lögðum til.

Framundan er nauðsynleg þróun á þessu starfi sem unnt er að bæta enn frekar.

Nokkurar óvissu gætti meðal þeirra unglinga og foreldra þeirra sem nú njóta þessarar þjónustu vegna fyrirhugaðra breytinga, sem reyndar áttu ekki að ná til þeirra sem nú þegar njóta þessarar þjónustu, heldur þeirra unglinga sem koma nýir í starfið á nýju ári.

Borgarráð ákvað í fjárhagsáætlunargerðinni að taka af allan vafa og gefa út að breytingar á núverandi starfsemi verði ekki gerðar á fyrstu mánuðum ársins heldur í haust í kjölfar sumarfría. Það er vel.

Hins vegar féll nokkur skuggi á vinnu Velferðarráðs vegna þess máls á sínum tíma.  Fulltrúi Vinstri grænna sýndi af sér ótrúlegt dómgreindarleysi og sendi til fjölmiðla persónulegt bréf ungrar stúlku sem nýtir þessa mikilvægu þjónustu unglingasmiðja til fulltrúa í Velferðaráðis - og það með nafni stúlkunnar!

Slík mistök - þótt af góðum hug hafi verið - eru mjög alvarleg! Fulltrúinn beitti fyrir sig persónulegu bréfi 16 ára stúlku pólitískum tilgangi í fjölmiðlum - reyndar með samþykki stúlkunnar að sögn.

Það getur ekki talist annað en misbeiting á stöðu fulltrúa VG sem fulltrúa í Velferðaráði til þess að fá 16 ára stúlku til að samþykkja að nota persónulegt bréfi hennar í pólitískum tilgangi á opinberum vettvangi.

Vinstri grænir hafa ekki tekið á þessu alvarlega máli - og virðast ekki ætla að gera það.

En ég get fullvissað lesendur að ef um Framsóknarmann hefði verið að ræða - þá væri málið litið afar alvarlegum augum og við í borgarmálahóp Framsóknarflokksins myndum að minnsta kosti biðja fulltrúa okkar í sambærilegri stöðu að íhuga að segja af sér. Enda hefð að myndast í Framsóknarflokknum að flokksmenn taki ábyrgð á mistökum sínum.

Læt fylgja bókun meirihlutans í Velferðaráði þegar fjallað var um framngreint mál:

"Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Velferðaráði telur mikil sóknarfæri í þróun þjónustu við unglinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar.

Slíkt starf hefur meðal annars farið fram í unglingasmiðjunumTröð og Stíg með góðum árangri.

Með stofnun sérfræðiteymis verður byggt á starfi unglingasmiðjanna en lögð áhersla á að tengja betur starf félagsmiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundins stuðningsúrræði við sértækt starf, fleiri unglingum til hagsbóta.

Með vinnu teymisins verður einnig hægt að styrkja starf félagsmiðstöðvamiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundin stuðningsúrræði, eins og persónulega ráðgjafa og liðveislu á sviði Velferðasviðs.

Meirihluti Velferðaráðs leggur áherslu á að innihald þjónustunnar er það sem fyrst og fremst skiptir máli en ekki það húsnæði sem starfsemin er rekin í.

Meirihluti Velferðaráðs telur að það fjármagn sem til verkefnisins er ætlað og önnur stuðningsúrræði Velferðaráðs og borgarinnart tryggi að þjónusta skerðist ekki.

Við útfærslu á starfi teymisins verður meðal annars nýtt ráðgjöf og stuðningur frá ADHD samtökunum, en ljóst er að hluti af þeim sem nýtt hafa þjónustu unglingasmiðjanna eru börn sem greinst hafa með ADHD."


Af hverju ekki ráðuneytin úr 12 í 7?

Af hverju ekki að fækka ráðuneytum úr 12 í 7? Það ætti að spara peninga - ekki hvað síst í eftirlaunum ráðherra og þaulsætinna ráðuneytisstjóra!
mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband