Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Lýðræðið er frábært - nýtum okkur það!

Ég er frekar súr með blog.is núna.

Var að ljúka ítarlegri - og að mínu viti vandaðri grein sem hét "Við erum rík af góðum stjórnmálamönnum".

Fór þar yfir hversu mikið er af vönduðu, góðu fólki í öllum framboðum og fjallaði um marga einstaklinga og þau málefni sem þeir standa fyrir. Þegar ég ætlaði að vista og birta greinina eftir nær tveggja klukkustunda vinnu - þá fékk ég einhverja skritna meldingu - ekkert birtist - og allur textinn hvarf út í algleymið!

Hef ekki þrek til að skrifa þetta upp á nýtt og segi því það sem var undirliggjandi og helstu atriðin.

Lýðræðið er frábært - nýtum okkur það!

Það er fullt af góðu fólki í öllum framboðum sem á erindi á þing!

Ég get nefnt persónulega vini og kunningja í öllum flokkum - sem ég fjallaði dálítið um og um pólitík hvers og eins þeirra.

Get ekki sleppt því að fjalla um einn þeirra - VG konuna og fyrrum mágkonu mína Katrínu Thoroddsen Túliníus Møller Jakobsdóttur - sem er langflottust hjá vinstri grænum. Í fína pistlinum mínum fjallaði ég um það hversu vel hjörtu þeirra Eysteins Jónssonar og hennar hefði slegið í takt!!!

Get heldur ekki sleppt að minnast á mentor minn Jón Sigurðsson - sem er ærlegasti maður sem ég hef kynnst - og er ástæðan fyrir því að ég stóð upp á opinberum vettvangi og fór að skrifa um pólitík- eftir 12 ára hlé sem embættismaður. Kannske verður mér sparkað vegna þessa eftir helgi - en ég býst síður við því!

Fjallaði reyndar um tugi vina minna og kunningja í glataða pistlinum - en það var kannske bara inngangur að því sem ég vildi segja:

Ef þú kýst með hjartanu og hreinni samvisku - þá kýstu rétt!


Eiríkur segir satt!

Eiríkur er flottur að segja sannleikann!

Sumir hefðu ekki þorað því.


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek hattinn ofan fyrir Einari Oddi

Tek ofan fyrir Einari Oddi að biðjast kvenkynsbændur afsökunar á þessu. En það breytir ekki því að jafnréttið býr í Framsókn og Femínistar ættu að kjósa Framsókn!


mbl.is Biðst afsökunar á bréfi til bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn hjá Framsókn enn staðfest!

Enn er framsóknin hjá Framsókn staðfest. Það er ljóst þegar skoðuð er aðferðafræði Félagsvísindastofnunar og þær vísbendingar sem fram koma í fyrstu könnun Capacent sem gaf Framsókn innan við 8% fylgi, að fylgi Framsóknarflokksins er á uppleið og raunverulegt fylgi í dag og í gær er nokkuð hærra en fram kemur í þessari könnun.

Sjá nánar í fyrri færslu Framsókn hjá Framsókn!


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttið býr í Framsókn!

Enn og aftur. Jafnréttið býr ekki í Frjálslyndum og Sjálfstæðisflokki. Jafnréttið býr í Framsókn. Meira um það í pistlinum Femínistar ættu að kjósa Framsókn!
mbl.is Bændakonur ekki ánægðar með bréf Einars Odds og Guðjóns Arnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn staðfest hjá Framsókn!

Skoðanakönnun þessi staðfestir framsóknina hjá Framsókn og er nákvæmlega á þann veg sem ég spáði til um í pistli  mínu Framsókn hjá Framsókn í gær!
mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn hjá Framsókn!

Það er deginum ljósara að það er framsókn hjá Framsókn þessa dagana ef litið er til þeirra tveggja skoðanakannanna sem birtar voru í dag.

Í könnun Capacent sem gerð var í gær og í fyrradag mælist Framsókn í rúmum 14% eftir að hafa mælst í rúmum 7% í könnun fyrirtækisins um síðustu helgi.

Í könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var dagana 4. - 9. maí mælist fylgi Framsóknar einungis 8,6%. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessar kannanir stangist verulega á, en svo er reyndar ekki þegar kafað er í málið.

Það er augljóst að staða Framsóknar var veik síðari hluta síðustu viku og helgina. Það kemur fram í könnun Capacent - og að líkindum hefur sú staða einnig komið fram hjá þeim sem svöruðu Félagsvísindadeild þá dagana.

Hins vegar hefur orðið töluverð sveifla til Framsóknar undanfarna tvo daga, ekki hvað síst hjá kjósendum sem áður hafa kosið flokkinn, en hefur jafnvel hugsað sér að kjósa flokkinn ekki í þessum kosningum. Þetta kemur fram hjá Capaecent þegar fyrirtækið rýndi í könnunina.   Það er ekki ólíklegt að þessu fólki hafi snúist hugur þegar Framsókn mældist svo lágt í könnun Capacent um helgina.

Að líkindum hefur þessi hreyfing mælst í svörum fólks sem svaraði Félagsvísindakönnun undanfarna tvo daga - en sá hluti þýðisins ekki verið það stór að lokaniðurstaðan yrði enn hærri en 8,6% - sem reyndar er 1% hærra en lægsta mæling Capacent.

Það verður því spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í könnun Capacent á morgun. Ég spái staðfestingu á hreyfingu til Framsóknar og flokkurinn mælist 11% - 14%.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Femínistar ættu að kjósa Framsókn!

Femínistar ættu að kjósa Framsókn því staðan í jafnréttismálum stjórnmálaflokkana blasir við þegar skoðaður eru oddvitar flokkanna.

Það dugir að mínu viti ekki fyrir kallana í VG að fría sig frá kynjaójafnvæginu hjá leiðtogum kjördæmanna með því að kalla sig feminista. Sömu kallarnir fyrir það.  Þeir mega þó samt eiga það að geta státað af tveimur konum á móti fjórum kallfeministum.

Sjáfstæðisflokkurinn er náttúrlega úti á þekju í jafnréttismálunum hvað þetta varðar. Ein kona - og bara ein kona ráðherra!

Samfylkingin í sama ójafnréttisgírnum. Ein kona leiðir lista.

Frjálslyndir náðu að draga fram eina konu á móti fimm köllum. Smá viðleitni en lýsir karllægninni í þeim ágæta flokki.

Ég veit það fer ferlega í pirrurnar á VG feministunum og vinkonum mínum í Samfylkingunni -  en það er óumdeilt að Framsóknarflokkurinn skákar öllum flokkunum í jafnréttismálunum. Þrjár konur og þrjár karlar leiða listana. Þrjár konur og þrír karlar skipa ráðherrastólana.

Þannig að ef eingöngu ætti að kjósa um jafnréttismál - þá tala verkin hjá Framsókn - og þann flokk ættu jafnréttissinnarnir að kjósa.  Það er bara ekki nóg að vera kall og kalla sig feminista. Það breytir ekki samfélaginu í jafnréttisátt!

Áfram Framsókn í jafnréttismálum - ekkert stopp!


Framsókn fyrir mömmur og pabba!

Það er engin tilviljun að það er best að vera mamma á Íslandi. Þetta er árangur Framsóknar fyrir mömmur!

Þótt það megi benda á eitt og annað sem mætti gera enn betur í heilbrigðis- og félagsmálunum, þá hefur 12 ára seta Framsóknarmanna í þessum lykilráðherraembættum velferðar tryggt þessa stöðu. Viðsnúningur úr atvinnuleysi og efnhagslegri lægð á tímum Viðeyjarskottu var snúið í Framsókn árið 1995.  Við höfum verið að uppskera ávexti þeirrar Framsóknar síðan - eins og meðal annars má sjá úr þessu.

Þá er ónefnd Framsókn í fæðingarorlofsmálum - en allir vita að það er líka langbest að vera pabbi á Íslandi - þar sem feður fá alvöru tækifæri að vera með börnum sínum fyrstu mánuðina.

Og Framsóknin heldur þar áfram - ef kjósendur ranka við sér á síðustu metrunum og veita Framsókn áfram brautargengi!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn vantar aðeins herslumuninn!

Framsóknarflokkinn vantar aðeins herslumuninn til að tryggja Jóni Sigurðssyni formanni flokksins þingsæti í Kjalnesingakjördæmi - Reykjavík norður.  Fylgi flokksins var nánast ekkert í skoðanakönnunum þegar formaðurinn tók 1. sætið á framboðslistanum, en er nú komið í 7%.

Það sama er að segja í Suðvesturkjördæmi þar sem Siv Friðleifsdóttur vantar einungis herslumuninn til að tryggja sér þingsæti.

Kjósendur í þessum kjördæmum ættu að hugsa sig tvisvar um og velta fyrir sér mannkosti þessara frábæri frambjóðenda áður en þeir ákveða að kjósa aðra framboðslista - jafnvel lista sem ekki eiga séns á að koma manni að. Ég veit að innan annarra flokka má finna sambærilegt mannkostafólk, en það er alveg ljóst að þar er ekki að finna fólk sem stendur þeim Jóni og Siv framar.


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband