Gamma hydroxybutyrate auglýsing í Mogganum?

Ég tel mig vera þokkalega upplýstan. En ég lærði heilmikið nýtt í tveggja síðna "auglýsingu" Morgunblaðsins um fíkniefnið Gamma hydroxybutyrate.

Ekki það að ég hyggist feta nýjar slóðir í notkun fíkniefna. Er að hugsa um að láta rauðvínsglasið - og í tilfellum konjakkglasið duga!

En afar í afar "vandaðri" og ítarleg umfjöllun Morgunblaðisins um Gamma hydroxybutyrate sem á íslensku kallast smjörsýra er meðal annars talið upp hvar er unnt að nálgast þetta fíkniefni - sem meðal annars hefur verið notað sem nauðgunarlyf.

Hver er tilgangurinn?   Er það rétt að beina íslenskri æsku inn á þá braut að nota Gamma hydroxybutyrate? Fíkniefnið er ódýrt, aðgengilegt, löglegt og hræðilega ávanabindandi!

"Fráhvörfin eftir margra vikna eða mánaða neyslu voru hrikaleg. Ég hafði ekki sofið dúr í sjö daga þegar ég var fluttur á sjúkrahús og þar var ég hreinlega svæfður eins og ég væri að fara í skurðaðgerð og látinn sofa í tvo sólarhringa með næringu í æð. Ég var algjörlega búinn að vera. Ofskynjanirnar eru líka skelfilegar. Þessi fráhvörf voru brútal,ég hef aldrei kynnst öðru eins" segir neytandi Gamma hydroxybutyrate í Mogganum.

Um fyrstu skipti neyslunnar segir smjörsýruneytandinn:

"Mér leið eins og ég hefði fengið mér 2-3 bjóra, varð allur léettari og átti auðveldara með að umgangast fólk"

Huggulegt ekki satt?

Ég er kannske orðinn svona fordómafullt og forpokað gamalmenni - en mér finnst þessi umfjöllun hafa mátt missa sín.

En væntnanlega eru einhverjir ósammála mér.

Vil að lokum hæla gamallri vinkonu minni Ragnhilid Sverrisdóttur fyrir afar afar vel og fagmannlega unna grein um Gamma hydroxybutyrate - eins og hennar er von og vísa!  En ég hefði talið dýrmætum kröftum hennar betur varið í að fjalla um annað - og látið sannleikann um Gamma hydroxybutyrate liggja áfram í kyrrþey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nauðsynlegt að ræða þessi mál á vitrænan máta, ekki bara blása upp grýlu.

Það er viðbúið að nú þegar lögreglan er að útrýma einu veikasta fíkniefninu, kannabis, að nú opnist markaður fyrir glæpamenn að bjóða upp á annað og ódýrara/skaðlegra efni.
Þannig virkar markaðurinn þegar honum er stjórnað af glæpamönnum og hlægilegum lögum

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Enn eitt dæmið um að gamla orðtækið  ,,oft má satt kyrrt liggja" er enn þá í fullu gildi.

Þórir Kjartansson, 13.9.2009 kl. 18:04

3 identicon

Hefur alltaf farið í taugarnar á mér fréttaskýringar af fíkniefnabrotum þar sem verðmæti hugsanlegrar sölu upptæks efnis er gefið upp.

Það er ekki það sama að fjalla um afleiðingar efnis gefa viðvaranir og svo hitt hvernig hægt er að nálgast það og hvernig hægt er að nota það á aðra en sjálfan sig og græða á því.

Já sumt má alveg liggja óhreyft.

Margrét (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:36

4 identicon

Já endilega að halta kjafti yfir svona.. svo krakkarnir hafi ekki minnstu hugmynd um hvað er verið að bjóða þeim.
Þöggun er best.. hear no evil, see no evil.. .out of sight out of mind.

You are doing it wrong.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með doccsa

Óskar Þorkelsson, 13.9.2009 kl. 22:16

6 identicon

Það er mótsögn í þessu hjá þér Hallur. Þú segist sjálfur vera þokkalega upplýstur en ert mótfallin því að aðrir fái upplysingar um þennan óþverra sem hér um ræðir!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei, það er ekki mótsögn.

Ég tel mig þokkalega upplýstan - en vissi ekki allt það sem kom fram í greininni. Þar var meðal ananrs samviskusamlega talið upp HVAR efnið er - sem sagt leiðbeininga til unglinga um það hvar þau geta náð sér í smjörsýru.

Skynsamlegt?

Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 23:20

8 Smámynd:

Oft má satt kjurrt liggja og oft er ágætt að viðhafa dálitla forræðishyggju í umfjöllun um hin ýmsu málefni - þ.m.t. fíkniefni.

, 14.9.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það er auðvitað ekki hlutverk fjölmiðla að láta sannleikann liggja í kyrrþey, gamli félagi!

Staðreyndin er sú, að þeir sem vilja komast í vímu eru mun hugmyndaríkari en þeir sem um slíkt fjalla. Mér þykir sjálfsagt að upplýsa almenning um hvernig ungt fólk nálgast þá vímu, svo fólk geti haft varann á sér. Eða vill fólk ekki vita, hvers vegna unglingurinn er farinn að sanka að sér leysiefnum/hreinsiefnum eða kaupir klúta til að þrífa naglalakk? Trúir þú því, að með þessari grein sé verið að upplýsa um eitthvað, sem ákveðinn hópur vissi ekki fyrir, þ.e. sá hópur sem sækist í vímuna? Því fer auðvitað fjarri, en með upplýstri umræðu er þó von til að hægt sé að setja undir þennan leka. Þöggun getur aldrei orðið til þess.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.9.2009 kl. 09:56

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir innleggið Ragnhildur!

Það eru einmitt þessi tvö sjónarmið sem takast á. Er ástæða til þess að draga fram nákvæmlega hvar er hægt að ná sér í smjörsýru eða ekki!

En hvað sem því líður - þá held ég allir geti verið sammála um að greinin var afar vönduð og vel skrifuð - eins og þín er von og vísa!

Hallur Magnússon, 14.9.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband