Iðnaðarráðherra óttast ekki aðkomu Magma Energy!

Samfylkingarkonan Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra óttast greinilega ekki aðkomu Magma Energy að HS Orku og telur hagsmuni almennings ekki í hættu þótt einkafyrirtæki eignist hluta í orkuframleiðslufyrirtækjum. Þetta kom afar skýrt fram í viðtali á RÚV á dögunum:

Hagsmunir almennings ekki í hættu

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra telur hagsmuni almennings ekki í hættu þótt einkafyrirtæki eignist hluta í orkuframleiðslufyrirtækjum.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra:
Alls ekki vegna þess að auðlindirnar eru tryggðar í eignarhaldi opinberra aðila, dreifiveituþátturinn eða sérveitustarfsemin er líka tryggð í meirihlutaeigu opin, er tryggð í meirihlutaeigu opinberra aðila og þetta er bara, þetta er áhættusami þátturinn, það er að segja rannsóknir og framleiðsla á orkunni sjálfri og síðan borga þessir aðilar rentu fyrir nýtinguna.
Og þetta er eitthvað sem að, fyrirkomulag sem að ég held að sé heppilegt og ástæðan er auðvitað sú, ég tala ekki um núna á næstunni að það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að orkuframleiðsla geti farið af stað og það vantar fjármagn eins og er.
Þannig að ef að fjármagn er að koma inn í orkugeirann til þess að fara af stað með framkvæmdir þá er það jákvætt án þess að ég sem slík geti sko, hafi einhvern sérstakan, einhverja sérstaka skoðun á þessu fyrirtæki umfram annað eða þessum samningi umfram annan að þá tel ég jákvætt ef að nýtt fjármagn er að koma inn í orkugeirann.
Vonandi fara þau að tala saman um þessu mál í Samfylkingunni og komi sér saman um stefnuna. Sérstaklega iðnaðarráðherrann og hinn öflugi leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband