Við ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum!

Við Íslendingar ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum! Það er bara eðli okkar Íslendinga. Við gefumst ekki upp. Það er reyndar betra að ríkisstjórnin vinni með almenningi og fyrirtækjum í endurreisninni en leggi ekki stein í götu hennar.

Það gerir endurreisnina erfiðari ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að við missum hæft fólk úr landi. En ef svo fer þá verður bara að hafa það.

Auðvitað á það að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að halda dugmiklu og hæfileikaríku fólki á öllum sviðum í landinu. Við megum heldur ekki gleyma að þótt okkur hafi illilega skriplað á skötunni í fjármálalífinu og útrásinni þá eigum við fullt af öflugu og vel þjálfuðu fólki á því sviði. Sem á fjölmörgum öðrum sviðum. Fólki sem við þurfum einnig að halda og nýta í framtíðaruppbyggingunni.

Auðvitað verður að gera upp fortíðina og ná lögum yfir þá sem brotið hafa lög.

En við megum ekki festast í fortíðarpytti. Ef við horfum alltaf aftur í stað þess að horfa framávið þá endar það með því að við rekumst harkalega á. 

Það er framtíðin sem skiptir máli.

Horfum þangað með það að markmiði að  vinna okkur út úr vandanum og byggja aftur upp öflugt samfélag. Við höfum allt til þess - ef við bara trúum því og viljum.


mbl.is Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Hallur, eigum við að samþykkja Icesave til að hjálpa okkur að ná þessari framtíðarsýn?  Sérðu aðra lausn?

Einar Solheim, 31.7.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt er að hafna núverandi Icesave samkomulagi, en Alþingi ber þá að lýsa því strax yfir, að Alþingi samþykki í prinsippinu, að Ísland beri að veita þessar innistæðutryggingar, og einnig að óskað sé nýrra samningaviðræðna undir.

Ef Alþingi, er ekki að hafna samningaviðræðum, né prinsippinu um innistæðutryggingar, ætti Breta og Hollendingar ekki að bregðast, últra hart við.

Búast má þó við töfum á ESB, aðildarsamningum ef samningar dragast mjög úr hófi. Á hinn bóginn, ættu samningar ekki heldur að taka það langan tíma, að þeim ætti ekki að vera lokið áður en Framkvæmdastjórnin klárar sitt "review" af Íslandi.

Það gæti þó verið, að lánin frá AGS og Norðurlöndunum, fáist ekki. Það, verður þá að hafa það. Ef til vill, getum við einfaldlega verið án þeirra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hallur - gætir þú gagnrýnt mína síðustu færslu um efnahagsmál?

Þætti vænt, að fá þitt álit, um hvort ég hafi í einhverjum meginatriðum rangt fyrir mér:

Hvernig förum við að því að borga erlendu skuldirnar?

<Það ætti að vera virkur hlekkur þarna>

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Einar Solheim

Ég vil fá svör frá Halli, þó svo að þín svör séu líka ágæt Einar Björn :)

Hallur, eigum við að samþykkja Icesave til að hjálpa okkur að ná þessari framtíðarsýn?  Sérðu aðra lausn?

Einar Solheim, 31.7.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar.

Ég er bara búinn að fá nóg af vælinu og sjálfsmeðaumkvuninni.

Hvort sem við samþykkjum þessa iceSave samninga eða ekki - þá eigum við að stefna fram á við með það að markmiði að við ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum. Það er kjarni málsins.

Hvað varðar IceSave þá er það deginum ljósar að það er að minnsta kosti rétt að setja ákveðna fyrirvara við samþykkt á IceSave samkomulagið.

Önnur lausn er að fella IceSave samningana og vinna okkur út úr vandanum án þess.  

Það er einmitt viðhorfið "sérðu einhverja aðra lausn" sem er vandamálið!

Spurningin felur í sér fyrirfram uppgjöf.

Á sama hátt er viðhorfið "við getum aldrei unnið okkur út úr IceSave skuldunum" sambærilegt vandamál.

Það viðhorf felur einnig í sér fyrirfram uppgjöf.

Það er þessi fyrirfram uppgjöf sem er vandamálið.

Við eigum þess í stað - óháð IceSave og öðrum vandamálum - að hafa viðhorfið Við ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum!

Einar Björn.

Ég er á hraðferð -  en lít á þetta seinnipartinn!

Hallur Magnússon, 31.7.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Haraldur Hansson

"Það er bara eðli okkar Íslendinga. Við gefumst ekki upp."

Hefurðu kynnt þér stefnu Samfylkingarinnar. Hún beinlínis gengur út á það að gefast upp.

Annars líkar mér vel hið jákvæða viðhorf og sá bjartsýnistónn sem er að finna í færslu þinni og athugasemd. Áfram Ísland!

Haraldur Hansson, 31.7.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki til neitt séreðli sem er íslenskt. Við erum bara eins og annað fólk.Það reynir yfirleitt að klóra í bakkann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður auðveldara að klóra í bakkann, ef ekki eru gerð misstök, sem gera vandamálið enn stærra en það þarf að vera.

Á hinn bóginn, held ég raunverulega að nauðasamningar séu nauðsynlegir,,,þetta er ekki barlómur, heldur ískalt stöðumat.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2009 kl. 01:39

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vá hvað ég er EKKI reið við vini okkar "norðurlönd" og AGS...heldur þá sem hafa kosið xB og xD í 18 ár!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband