Ísland eitt kjördæmi - persónukjör!

Ísland eitt kjördæmi. Það hefur verið bjargföst trú mín afar lengi. Það var eitt af fjórum helstu baráttumálum þegar ég fór í prófkjör fyrir Framsókn í Reykjavík árið 1995. Það hlaut ekki hljómgrunn meðal framsóknarmanna þá - en margir hafa skipt um skoðun. Sérstaklega á landsbyggðinni eftir að nýjasta kjördæmaskipanin var tekin upp.

Þá á að gefa kjósendum kost á að raða fólki á framboðslistum við kosningar þar sem Ísland er eitt kjördæmi. Flokkarnir ákvarði röð frambjóðenda á framboðslista. Sú röð gildi ef ekki er endurraðað - en vægi endurröðunar sé algert - ekki hlutfallslegt.

Er reiðubúinn að skoða aðrar útfærslur á persónukjöri innan Íslands sem eins kjördæmis.

Hins vegar er þetta eitt þeirra mála sem stjórnlagaþing fólksins hefði átt að ákvarða. Er afar dapur yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki treyst fólkinu í landinu til að ákvarðar framtíðarstjórnskipan með því að niðurstaða stjórnlagaþings yrði látin í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu - en þó Skárra En Ekkert að fá ráðgefandi stjórnlagaþing.


mbl.is Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Ef það er eitthvað sem Framsóknarflokkurinn stendur ekki fyrir, þá er það jafnt atkvæðavægi, enda ekki skrýtið þó þú hafir ekki fengið hljómgrunn fyrir því innan hans. Sem þýðir að Framsóknarflokkurinn er ekki fyrir þig. Þetta er ekkert flókið að segja sig úr honum, gerðu það bara!

smg, 30.7.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... það er lengi von á einum!

Það er mikill hljómgrunnur fyrir Íslandi eitt kjördæmi innan Framsóknarflokksins!

Hallur Magnússon, 30.7.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband