Brýnt að leysa IceSave deiluna

Það er býnt að leysa IceSave deiluna. Það er deginum ljósara. Stjórnvöld hljóta að vera í sambandi við Breta og Hollendinga vegna deilurnar og leita leiða til að gera lagfæringar á fyrirliggjandi samningi. Meinbugirnir hafa komið upp á yfirborðið. Þá þarf að laga svo Alþingi geti gengið frá málinu.

Félagi Össur stendur í stórræðum þessa dagana. Landaði umsókn um aðildarviðræður gegnum fund utanríkisráðherra Evrópusambandins á mettíma. Hittir hvern lykilráðherra ríkja Evrópusambandsins á fætur öðrum nú síðast Evrópumálaráðherra Frakklands.

Það er mikilvægt nú þegar verið er að undirbúa aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Mér finnst félagi Össur hafa staðið sig vel frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hann er í essinu sínu.

Össur má hins vegar ekki gleyma að rækta Evrópugarðinn sinn hér heima. Það skipir öllu máli að það verði haldið vel á Evrópumálunum og tryggt að allir stjórnmálaflokkar komi að málinu og að almenningur verði vel upplýstur.

Stjórnsýslan mun á haustmánuðum þurfa að svara fjölmörgum erfiðum spurningum varðandi Ísland vegna aðildarumsóknarinnar.  Aðildarviðræðurnar verða flóknar og erfiðar. Þær munu snerta alla þætti stjórnsýslunnar og samfélkagsins. Í þeim viðræðum þarf fókusinn á Evrópumálin að vera afar skýr.

Ég efast ekki um að Össur hafi þann skýra fókus.  En utanríkismál snúa ekki einungis að Evrópu. það er mikilvægt að sinna þeim á alþjóðavísu.

Ég vil því minna enn á ný á hugmyndir mínar um sérstakan Evrópumálaráðherra. Svipaðan og Evrópumálaráðherra Frakklands.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hafa ber í huga, að nýlendukúgarar munu EKKI hætta að kúga fé út úr þeim sem gefa eftir og leggjast í gras.

Ekkert frekar en aðrir kúgarar eða bullur á skólalóð láta af einelti og kúgun þeirra sem veikir eru fyrir.

Eina sem svna lið skilur er andstaða og fingurinn í loftið.

Við verðum ekki betur sett í ánauað Breta og Hollendinga og svo fl eftir að búið er að kúga okkur inn í ESB.

Lestu fréttakýringu um hvað Spánverjar eru að hugsa sér gott til glóðar, nú í aðdraganda umsk-óknarferils.

Kratar hafa ætíð verið þjóðfjandsamlegir, því ber ekki að treysta neinu sem þaðan kemur í einu eða öðru formi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.7.2009 kl. 15:38

Bjarni Kjartansson, 29.7.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við fengum það í kvöldfréttunum hvað tafir á samningsundirskrift mun kosta þjóðina. Það er ábyrgðarhluti af þingi sem hefur ekki burði til að fella ríkisstjórnina að leggja þessa auka kostun á hið óhjákvæmilega að þessir Icesafe samningar verða að lokum samþykktir án fyrirvara.

Athyglisvert er samt að hin formlega stjórnarandstaða hefur farið í sumarfrí og látið eftir stjórnarandstæðingum inna VG um vinnuna fyrir sitt leyti. Borgaraflokkurinn hefur einnig orðið nytsamur sakleysingi fyrir sjálfstæðismenn í þessu máli sem telja sig hafa sem mestan hag af skemmdarstarfi sem þeir fengu ekki klárað á meðan þeir höfðu til þess óskorað vald.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það á að FELLA Icesave-samninginn, um leið og Bretum og Hollendingum verði gert það ljóst, að þeir verði að sækja sinn ímyndaða – réttara sagt: sinn fabríkeraða (uppspunna) "rétt" hér fyrir dómstólunum. Það framsóknarmenn skuluð ekki brenna ykkur á því að ljá neinni málamiðlum (hrossakaupum við fjendur okkar) atkvæði ykkar á Alþingi, enda verður ábyrgðin á þessum svikasamningum auglýst og margendurtekin næstu tvo áratugina í íslenzku stjórnmálalífi. Haldið ykkur hreinum af verkum hins illa óþjóðalýðs sem vill troða þessu landráðaplaggi upp á saklausan almenning!

Jón Valur Jensson, 29.7.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Draumórar um hina góðu og skilningsríku Evrópu eru óþarfir. Af tali evrópskra ráðamanna má álykta að horft er girndarauga til íslenskra auðlinda, auk þess sem samþykkt Icesave mun verða ófrávíkjanlegur aðgöngumiði í hinn alltumlykjandi faðm ESB. Fullveldi smáríkis er létt á vogarskálum Evrópu, enginn vafi.

Gústaf Níelsson, 29.7.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband