Sama Al Esa til Íslands - annað mannvonska íslenskra stjórnvalda

Páll Pétursson fyrrum félagsmálaráðherra hleypti á sínum tíma af stokkunum metnaðarfullu flóttamannaverkefni í samvinnu við Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. Á grunni þess verkefnis hafa fjölmargir flóttamenn fengið hæli og góðan stuðning til þess að hefja nýtt og farsælt líf á Íslandi.

Íslendingar hafa fengið hrós víða um heim fyrir það hvernig við höfum tekið á móti flóttamönnum á grundvelli mannúðlegrar og metnaðarfullrar stefnumótunar Páls.

Ég var svo heppinn að fá sem yfirmaður Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands á Hornafirði að taka þátt í að taka á móti öðrum flóttamannahópi stríðshrjáðs fólks frá fyrrum Júgóslavíu.

Félagsmálaráðherrar sem komið hafa eftir Páli hafa haldið uppi merkjum Íslands í vandaðri flóttamannahjálp - nú síðast með því að taka á móti palestínskum flóttamönnum frá Írak. Þeir dvelja á Akranesi.

Nú virðist sú staða komin upp að Sama Al Esa - 18 ára dóttir flóttakonu sem við tókum á móti í fyrra - fær ekki að koma til Íslands nú þegar palestínsku flóttamennirnir eru að fara að standa á eigin fótum eftir stuðning íslenskra stjórnvalda.

Sama sem missti son sinn í fæðingu nýlega hafði vonast til þess að sameinast móður sinni og systkynum hér á Íslandi eftir erfiða fæðingu þar sem frumburður hennar lifði ekki af.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Sama fái ekki landvistarleyfi á Íslandi - en ef marka má fréttir þá vilja íslensjk stjórnvöld ekki taka við henni. Vona að það sé misskilningur í málinu.´

Það er ólíðandi - og reyndar hrein mannvonska - ef íslensk stjórnvöld taka ekki á móti þessari palestínsku stúlku og leyfi henni ekki að sameinast fjölskyldu sinni á Íslandi.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þetta nú bara vera léleg fréttamennska eins og í 90% tilvika hjá íslenskum fréttamiðli (án þess að fara frekar út í það) og ætti að taka aftur upp hjá lærðum fréttamanni.

thor (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Hallur.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég verð að hallast á þá skoðun að fyrst móðirin er hér á landi þá ætti að vera hægt að sameina fjölskylduna með komu dótturinnar og hennar eiginmans.

Annað er í mínum huga brot á mannréttindum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.7.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Thor.

Ætla ekki að ræða fréttamennskuna - en það er ómannúðlegt að sameina ekki fjölskyldur við aðstæður sem þessar.

Hallur Magnússon, 23.7.2009 kl. 22:30

5 identicon

Hún er núna gift, þar með er hún hluti af hans fjölskyldu, þetta er ekki eins og hérna.

AE (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 02:33

6 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Nafnlausar athugasemdir eru ekki svara verðar.  Hvílíkur aumingjaskapur að þora ekki að leggja nafn sitt við skoðanir sínar.  Á ekki að banna þennan viðbjóð?

Arnmundur Kristinn Jónasson, 24.7.2009 kl. 05:41

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er samt svolítið til í því sem AE sagði.. ef hún er gift þá tilheyrir hún ekki lengur fjöslkyldu móðurinnar.. ef hún svo kemur hingað á grundvelli fjölskyldusameiningar.. þá á maður hennar rétt á því líka og öll hans fjölskylda..

En engu að síður, þá á að hjálpa henni.

Óskar Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Come on er ég sá eini hér sem þorir að koma undir nafni sem er á móti því að dóttir hennar fái landvistarleyfi ?

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:26

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vá þú ert hetja alexander.. og fullur mannsvonsku

Óskar Þorkelsson, 29.7.2009 kl. 12:37

10 identicon

Kveðja  til  þín  og  allra  naívista  frá  þrem  fyrrverandi  múslímakonum.

 

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2009/8/2/hofnunaislameftirthrjarfyrrverandimuslimakonur-i-thattur/

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband