Fellum IceSave snarleg og tökumst á við Hollendinga í aðildarviðræðum að ESB

Við eigum að fella IceSave samningana snarlega - enda eru þeir baneitraðir eins og flestum ætti að vera ljóst. Við verðum að standa í fæturna nú þegar við erum á leið í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ef við látum undan hótunum Hollendinga vegna IceSave - þá getum við gleymt að ná ásættanlegum samningum við Evrópusambandið.

Málstaður Hollendinga er vondur. Þeir munu ekki geta haldið hótunum sínum til streitu.

Það er miklu vænlegra að ganga að nýju til samninga um skuldbindingar okkar með reisn í aðdraganda aðildarviðræðna - heldur en að hefja slíkar viðræður svínbeygð með vondann samning í höndunum.

Annars er umfang aðildaviðræðnanna þannig að það væri rétt að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Rétti maðurinn í það embætti væri Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson.

Meira um það í pistlinum: Sérstakan ráðherra Evrópumála!

 


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Childish....to say the least....

fair play (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ertu svo viss um það "fair" play?

Reyndar barnalegt að þora ekki að skrifa undir nafni

Hallur Magnússon, 22.7.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Haraldur Hansson

En þú gleymir einu Hallur. ESB og IceSave eru algjörlega óskyld mál. Þau eru ekkert tengd. Steingrímur segir það og Össur segir það líka, svo það hlýtur að vera satt.

En EF við trúum því augljósa, en ekki Össuri, þá voru stóru mistökin að samþykkja ESB umsókn án þess að klára IceSave fyrst.

Haraldur Hansson, 22.7.2009 kl. 12:10

4 identicon

Það er stórhættulegt að blanda þesum tveimur málum saman í aðildarviðræðunum.

Útúr því kæmi ekkert annað en óskapnaður þar sem okkur væri talin trú um að við ættum enga aðra kosti en ganga inní ESB.

Ég sé þetta landráðhyski koma heim veifandi svona landráðasamningi og "allt fyrir ekkert" rugl eins og hér um árið.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:14

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hallur, það er sjálfhætt í þessum óundirbúna ESB leiðangri um hættulegar Icesave slóðir ef Hollendingar beita neitunarvaldi gegn aðild Íslands. ,,ESB-ævintýrið" sem þið framsóknarmenn berist eina mesta ábyrgð á (sbr. NEI Sivjar og Guðmundur við tillögu um að þjóðin fengi að hafa fyrsta og síðasta orðið í ESB) virðist því á enda áður en það hófst. 

Þannig er nú það Hallur.

Jón Baldur Lorange, 22.7.2009 kl. 16:02

6 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:35

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Við eigum að nota þessa Icesave samninga sem leverage á ESB í aðildarviðræðunum, en ekki þeir á okkur. Við erum búinn að snúa þessu máli algerlega á haus. ESB ríki vilja að við greiðum þessar skuldbindingar(og ég er sammála) en þessir vextir og að Bretar og Hollendingar fái helminginn af eignum bankans er langt frá því að vera sanngjarnt. Þessi niðurstaða kemur út úr tvíhliða viðræðum Íslendinga við Hollendinga og Breta en ekki viðræðum íslendinga og ESB. Ég yrði alveg stórundrandi ef að norðurlandaþjóðirnar og fleiri, til dæmis pólland og frakkland, taki ekki upp hanskann fyrir okkur varðandi skilmála samninganna. Nú er líka búið að ganga frá öllum málum hvað varðar Þjóðverja svo þeir ættu ekki að vera úrillir.

Hvort það eigi að fella samninginn eða ekki er ég ekki svo viss um, myndi bara setja hann í frystinn þangað til að kemur að aðildarviðræðum. 

Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 02:43

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

By the way Hallur, ég er sammála þér um Jón Sigurðsson. Hann gæti verið réttur maður í starfið.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 03:41

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Vil benda ykkur á góðan pistil Friðriks Jónssonar friðargæsluliða í Kabúl:

http://fridrik.eyjan.is/2009/07/icesave-3-valkostir.html

Hallur Magnússon, 23.7.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband