Þolir ríkisstjórnin fellda ESB ályktun?

Þótt það sé meirihluti á Alþingi fyrir því að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þá ríkir greinilega mikil tortryggni í garð Samfylkingarinnar hjá ýmsum þingmönnum sem eru tvístígandi í afstöðu sinni gagnvart þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.

Þá hafa yfirlýstir Evrópusinnar utan þings lýst áhyggjum með að samninganefnd við Evrópusambandið muni ekki standa nægilega föstum fótum í samningagerðinni og koma heim með samning sem ekki er ásættanlegur fyrir íslensku þjóðina.

Slíkur samningur verði felldur og aðild að ESB úr sögunni um langa framtíð.

Það er ákveðin hætta á að slíkt geti gerst í því sérstaka ástandi sem ríkis í efnahagsmálum og stjórnmálum á Íslandi um þessar mundir.

Því er ekki endilega víst að þótt það sé meirihluti fyrir því á þingi að ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - þar sem til dæmis Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt á flokksþingi sínu að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar verði ekki samþykkt.

Mun ríkisstjórnin þola það?

Hvert yrði áramhaldið?

Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?

Yrði ESB aðildarumsókn þá úr sögunni næstu árin?

Er það skynsamlegt?

... en þetta kemur í ljós núna í hádeginu.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband