Aðildarviðræður að ESB stangast EKKI á við stjórnarskrá!

Sú furðulega lögskýring að samþykkt þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu stangist á við stjórnarskrá dúkkaði upp í þinginu í dag.

Þvílík firra.

Enda löngu búið að hrekja slíkan málflutning í umræðunni undanfarna mánuði.

Hins vegar er ljóst að Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá.

Það er bara allt annað mál.


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tillaga stjórnarinnar gengur út á að sækja um að ganga í Evrópubandalagið.

Þetta er í raun landráðatillaga : að leggja landið undir evrópskt stórveldi.

Og þykist þú þekkja lögin betur en lögfræðingurinn Vigdís Hauksdóttir alþm.?

Jón Valur Jensson, 15.7.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, góðan daginn Kristinn!

Réttaráhrif af aðild verða ekki fyrr en við aðild. Í aðildarsáttmála verður því gerður fyrirvari um þjóðaratkvæði og breytingar á stjórnarskrá. Þetta er alsiða í öðrum þjóðréttarsamningum sem ekki kalla á stjórnarskrárbreytingar heldur samþykki Alþingsi.

Gott dæmi um það er samningurinn um IceSave - sem gerðru er með áskilnaði um samþykkt Alþingis. Fyrr verður hann ekki virtur.

Það er leitun á reyndum lögfræðingi sem heldur því fram að aðildarviðræður og umsókn um aðild séu ólögmætar.

Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur.

Viltu ekki færa betri rök fyrir þessu. Fjallað er um landráð í x. kafla laga nr.19/194o

linkurinn er: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Hallur Magnússon

PS. ásláttarvillur í kaflanum um réttaráhrifin.

Kaflinn leiðréttur hér:

Réttaráhrif af aðild verða ekki fyrr en við aðild. Í aðildarsáttmála verður því gerður fyrirvari um þjóðaratkvæði og breytingar á stjórnarskrá. Þetta er alsiða í öðrum þjóðréttarsamningum sem ekki kalla á stjórnarskrárbreytingar heldur samþykki Alþingis.

Gott dæmi um það er samningurinn um IceSave - sem gerður er með áskilnaði um samþykkt Alþingis. Fyrr verður hann ekki virkur.

Það er leitun á reyndum lögfræðingi sem heldur því fram að aðildarviðræður og umsókn um aðild séu ólögmætar

Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:55

5 identicon

Sæll Hallur.

Þú meinar væntanlega "leitun reyndum lögfræðingi"?

"leitun á reyndum lögfræðingi" gæti í verzta falli leitt til þess að þú þyrftir kannski á einum slíkum að halda (sérstaklega ef þú fyndir nú eitthvað á honum eða henni)  

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Þetta var kannske bara duld!

En án gríns - takk fyrir þetta!

Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Athyglisvert Hallur. Þú nefnir ekki hver eða hverjir hafi boðið upp á þessa lögskyringar-firru. Upplýstu okkur endilega!

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Svo má deila um það hvort þetta séu nauðung eða svik... 

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur hafði þegar framið landráð – þau sem hann baðst afsökunar á í þingræðu sl. fimmtudagsmorgun. þ.e. brot gegn 91. gr. alm. hgl. Með sinni afsökunarbeiðni játaði hann á sig sök í stað þess að neita og þræta fyrir.

Ef danski kóngurinn hefði árið 1800 sótt um að láta ríki sitt ganga í brezka ríkið, hefði hann verið að fremja landráð.

Meðan okkar eigin stjórnarskrá kveður á um, að löggjöf skuli vera innlend og staðfestast af forseta landsins, þá eru það landráð að sækja um, að landið verði partur af erlendu stórveldi, sem setja myndi þessu landi nær öll lög, sem hér myndu gilda, og það lög sem ekki þyrftu neina staðfestingu Alþingis né forsetans – og það lög sem nema myndu úr gildi okkar eigin lög, gömul sem nýleg, ef þau innlendu lög rækjust með einhverjum hætti á Evrópubandalagslögin. Sjá sannanir HÉR!

Að gefa erlendum lögum forgang í landi okkar eru þjóðarsvik og – a.m.k. meðan stjórnarskrá hefur ekki verið breytt með þjóðarsamþykki – landráð.

Hlustaðu á Vigdísi. Hún þekkir lögin, ekki þú, Hallur.

Jón Valur Jensson, 15.7.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heyr fyrir því, sem Kristinn segir!

Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 00:50

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hárrétt Hallur,

Það er reyndar alveg makalaust hvað margar furðulegar lögskýringar eru á ferð þessa daganna.

Nú er bara að spenna beltin og greipar bíða eftir næsta Davíðssálmi  

Sævar Finnbogason, 16.7.2009 kl. 03:01

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hálmstráin eru Evrópubandalagssinna eins og þessara hér ofar. EB er erlent stórveldi, eins og ég sagði, sbr. orð æðstu manna þess: Jacques Delors kallaði það Großmacht, Barroso sér það sem empire, og “í samþykkt [Evrópu]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: “Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki” (”federal state”). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) – Umsóknin sjálf er svik við anda laga okkar, já, æðstu laga okkar. Hún er jafn-óþjóðrækin eins og ef franskur hermaður hefði sótt um að ganga í þýzka herinn árið 1915 eða 1944.

Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 07:56

13 identicon

Óttalegt bull er þetta í þér Jón Valur. Ég get ekki séð betur en að Jón Frímann er sá eini sem hefur hitt naglan hérna á höfuðið. ESB er ekki stórveldi heldur samband sjálfstæðra ríkja. Ísland þarf að lúta lögum sambandsins á mörgum sviðum sökum EES samingsins....og ég veit ekki betur að það var undir stjórn Davíðs Oddsonar að sá samningur var samþykktur.

Mér sýnist nú ákæruliðirnir þá safnast upp á móti Davíð og co.

 Hins vegar, þá bý ég í ESB landi, Bretlandi, og finnst svosem í lagi að Ísland fari í viðræður, en hins vegar, þá finnst mér verðmiðinn (Icesave) of hár til ganga í sambandið, og mun því að öllu óbreyttu kjósa NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að mér finnst illa hafa verið haldið á Icesave og svo þessu evrópusambandsmáli.

Eldur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 08:55

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sú furðulega lögskýring að samþykkt þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu stangist á við stjórnarskrá dúkkaði upp í þinginu í dag.

Þvílík firra! 


Enda löngu búið að hrekja slíkan málflutning í umræðunni undanfarna mánuði.

Hins vegar er ljóst að Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá!  

Það er bara allt annað mál!!!!! ?????? 

Er ekki í lagi með þig Hallur? Er það "furðulegt" að það þurfi stjórnarskábreytingu til að samþykkja stærstu svik við Ísland?

Óskar Arnórsson, 16.7.2009 kl. 11:46

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er í góðu lagi með mig gæskurinn.

Það sem ég segi hér stendur og hefur ekki verið hrakið. Enda erfitt.

Ég hef ekki sagt það væri furðulegt að breyta stjórnarskrá ef þjóðin ákveður að ganga í ESB. Þvert á móti - þá hef ég sagt að það væri nauðsynlegt.

En það er engin ástæða til að breyta stjórnarskrá fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggur fyrir - og aðeins ef þjóðin ákveður að ganga inn.

Frábið mér svikabirgsl. Það er ekki um nein svik að ræða ef þjóðin ákveður að ganga í ESB. Ekkert frekar en það eru ekki um nein svik að ræða ef þjóðin hafnar því að ganga í ESB.

Hallur Magnússon, 16.7.2009 kl. 12:41

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Frímann og eldur, það skiptir ekki máli hvort ESB er ríki eða ekki, heldur er það erlent yfirvald, sem passar við skilgreiningu landráðalaganna.

"að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess"

Þarna er ekki minnst á "erlent ríki" sérstaklega.

Reyndar er sannfæring mín sú að það sé aðeins tímaspursmál hvernær þetta samband verður formlega orðið að hinu Evrópska Stórríki, en það er önnur saga.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 16:22

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja kallinn!

"Er ekki í lagi með þig?" er íslenskt götumál og er frasi Hilmar!   

Hvernig í ósköpunum getur þú lesið út úr tveimur línum að ég væri að væna þig persónulega um svik við Ísland? Þó þú hafir leiðrétt það sjálfur í næstu setningu þá vil ég taka það fram að ég er EKKI að brigsla þér persónulega um eitt eða neitt. 

Ég var að krítisera skoðanir þínar Hilmar! Ekkert annað. Við skulum vona bara að þjóðin hafni ESB. Ég hefði kanski átt að skrifa "ég vona bara að þjóðin...."!

"Enda löngu búið að hrekja slíkan málflutning í umræðunni undanfarna mánuði"

Þarna ferð þú einfaldlega með rangt mál Hilmar!  Það er ekkert búið að hrekja eitt eða neitt. Lögfræðileg álit hafa ekkert með inngöngu í ESB að gera. 

Ég frábið mig að vera kallaður "gæskurinn"!   

Það geri ég af því að ég hef enga hugmynd um hvað það þýðir! Hljómar mjög ljótt.  

"Umsóknin sjálf er svik við anda laga okkar, já, æðstu laga okkar. Hún er jafn-óþjóðrækin eins og ef franskur hermaður hefði sótt um að ganga í þýzka herinn árið 1915 eða 1944" segir JVJ! 

Ég beygji mig í duftið yfir þessum orðum enn ekki honum persónulega. Ertu nokkuð að skilja mína skoðun Hilmar?

Ég er komin með 30 ára reynslu af landi núverandi ESB, sem íbúi þar, sem reyndar var ekki ESB land þegar ég flutti þangað. (Svíþjóð)

Ég hef verið ESB sinni, bara í öðru landi. Enda skildi maður ekki ESB fyrr enn "verkin voru látin tala"! Þá breyttist ég í andstæðing ESB og það er ég enn.

Göran Person og Carl Bild lugu Svíja inn í þessa ófreskju sem ESB er. Hefur þú sjálfur eða einhver hugleitt hvað það kostar Ísland að vera með í ESB?

Bara ársgjaldið?  

Óskar Arnórsson, 16.7.2009 kl. 17:29

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hallur, þú ert sjálfsánægður með frammistöðu þína, en ég er bara of þreyttur.

Á meðan fjölgar lögfræðingunum, sem eru sammála Vigdísi frænku minni.

PS. Hvenær á svo að ganga í Samfylkinguna? Hefurðu kannski verið að celebrera með henni síðan í dag?

Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband