Gufusnakkið komið í efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins

Maður verður alltaf dálítið súr þegar hugmyndir sem við félagarnir í gufuklúbbnum höfum talað um í margar vikur eða mánuði í gufunni dúkka upp annars staðar - áður en við komum þeim á framfæri sjálfir.

En auðvitað eigum við bara að vera ánægðir - það hlýtur að vera vit í því sem við höfum verið að ræða ef öflugir stjórnmálaflokkar eru okkur sammála!

Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú fram tillögu sem við höfum verið að velta fyrir okkur í gufunni frá því í nóvember. Það er að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur við inngreiðslu í lífeyrissjóði en ekki við útgreiðslu eins og nú er.

Slíkt skapar ríkissjóði tugmilljarða tekjur nú þegar við þurfum svo sárlega á þeim að halda.

Sjálfstæðisflokkurinn orðar þetta svona:

"Þá verði skoðað í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að gera kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna til að afla ríkissjóði frekari tekna. Þannig verði inngreiðslur í lífeyrissjóð skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð gæti aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða króna viðbótartekna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega."

Þótt hugmyndin sé góð þá eru ákveðnir meinbugir á henni. Í fyrsta lagi minnkar ávöxtun lífeyrissjóðanna sem nemur ávöxtun á fjárhæð skattsins af inngreiðslunni og í annan stað þá nýtist ekki skattafrádráttur fólks við útgreiðslu lífeyrisins.

Það fyrra er erfitt að leysa. Það síðara er einfaldara að leysa.

Góð tillaga í stöðunni eins og hún er í dag.

Reyndar væri besta að innheimta skattgreiðslur af því sem þegar er í sjóðunum strax!


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Gleymdi alveg persónuafslættinum út af þessu ... góður punktur.

Björn Leví Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband