Seðlabankinn tekur upp pólitíska möntru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Það kom í ljós á morgun það sem ég óttaðist að Seðlabanki Íslands er ekki sjálfstæður og hefur ekki hag íslenskra fyrirtækja og heimila að leiðarljósi heldur er bankinn viljalaust verkfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem rekur pólitíska stefnu sína eins og möntru án tillits til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig.

Það er vert að rifja upp möntru Alþjóðasjóðsins sem ég rifjaði upp í pistli mínum Seðlabankinn og pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í gær - en pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi er hávaxtastefna sem engu skilar nú frekar en hjá Seðlabankanum áður - hávaxtastefna sem er að ganga endanlega frá íslensku atvinnulífi og íslenskum fjölskyldum dauðum.

Núverandi forysta Seðlabankans fær falleinkunn - eins og forysta gamla Seðlabankans.

Sem betur fer verður bráðum skipt um í brúnni - þar sem ég vænti að Jóhanna hafi í huga jafnréttisstefnu ríkisstórnarinnar og ráði konu í aðstoðarseðlabankastjóraembættið - þar sem einsýnt virðist að aðalbankastjórinn verði karl.

Það eru hæfar konur sem sóttu um!


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Hallur minni á blogg mitt í gær þar sem ég benti á að augljóst væri að lækkunin myndi aðeins verða 1%, þannig halda allir andlitinu, allir geta verið ósáttur en samt stoltir - þessi leikrit sem set eru upp í tengslum við Seðlbankann eru frekar vandræðaleg....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.6.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband