Hve lengi gefur Jón millistéttamaður ríkisstjórninni séns?

Kjósendur gefa ríkisstjórninni séns - en hve lengi mun það vara. Það er gott að ríkisstjórnin fái svigrúm til að takast á við efnahagsmálin og standa við orð sín um að styðja við heimilin og atvinnulífið í landinu. En ríkisstjórnin verður að nýta þetta svigrúm betur en hingað til.

Hef áður sagt að gott veður í maí og stórkostlegur árangur Jóhönnu Guðrúnar hafi gefið ríkisstjórninn aukið svigrúm - og niðurstaða skoðanakönnunar Capacents virðist staðfesta það.

Nú situr Jón millistéttarmaður sorgmæddur á sólpallinum sínum og horfir á fellihýsið sitt sem hann greiddi með milljón í peningum og milljón í gengistryggðu lán sem nú stendur  2 1/2 milljónum.

Jón millistéttarmaður hefur misst yfirvinnugreiðslurnar sínar og hefur þurft að taka á sig launalækkun vegna efnahagsástandsins og dugleysis ríkisstjórnarinn.

Jón millistéttarstéttarmaður er að velta því fyrir sér hvernig hann eigi að segja börnunum sínum að hann eigi ekki fyrir bensíni til að draga skuldum hlaðið fellihýsið út á land í sumarfríinu vegna stóraukinnar skuldabyrði og ríkishækkunar bensínverðs!

Jón millistéttarmaður ákveður þá að skella sér í ríkið og kaupa sér rauðvínsflösku til að dreypa á með eiginkonunni meðan þau undirbúa hvernig þau eiga að segja börnunum frá því að ekkert verði af fellihýsaferðum í sumar - þegar hann áttar sig á því að hann hefur ekki lengur efni á rauðvínsflöskunni vegna ríkishækkunar á áfengisverði!

Jón millistéttarmaður man þá að ríkisstjórnin var ekki bara að hækka verð á bensíni og búsinu - heldur samhliða að hækka greiðslubyrðina af lánunum sínum!

Jón millistéttarmaður - sem hafði lýst stuðningi við ríkisstjórnina í könnun Capacent Gallup - ákveður að ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað af viti á næstu vikmum - þá muni  hann aldrei - aldrei styðja ríkisstjórnarflokkana aftur!

Semsagt - það er eins gott að ríkisstjórnin nýti sér það svigrúm semhún enn hefur - það mun ekki vara lengi að óbreyttu!


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mjög lengi Hallur... því handan hornsins bíða flokkar sem komu okkur þangað sem við nú erum... Kannski fá stjórnarflokkarnir enn lengri séns því formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru hrikalega slappir og ótrúverðugir.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.6.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ingi og Stefán!

Þið klikkið ekki

En án gríns ... þá verður stjórnin að gera miklu betur ef hún ætlar að eiga  séns hjá Jóni millistéttarmanni og lunganum úr þjóðinni.

Vonandi stendur hún sig í því´!

Hallur Magnússon, 1.6.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Já Hallur.  Það mun sneiðast um stuðninginn við ríkisstjórnina ef engar lausnir birtast sem gagnast skuldsettri millistétt og ungu fjölskyldunum sem fjárfestu í námi og umgjörð um fjölskyldulífið - "í góðri trú" . . . og á grundvelli þeirra tekna sem menn höfðu og töldu tryggar.    Enginn einstaklingur eða fjölskylda átti að reikna með kerfisfalli og hruni - og engin einasta fjölskylda á Íslandi verðskuldar að sitja uppi með afleiðingar af verðtryggingunni sem "persónulegt vandamál" . . . .

Stjórnvöld bera ábyrgð á hruninu og verðtryggingarskrímslinu - - þessarri Vítisvél Andskotans - sem best lýsir sér í þeim handstýrðu hækkunum á lánum almennings sem álögurnar á áfengi og olíuvörur framkallar.   Stjórnvöldum ber að takst á við vísitöluhækkanir og gengishrunið - með almenningi og heimilum landsmanna - - en ekki "á móti" fólkinu eins og síðasta hækkanarugl gerir.

Hvers vegna hækka menn ekki tekjuskatt og sérstaklega fjármagnstekjuskatt - til einhvers jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum?  Slíkt hækkar þó ekki lán og greiðslubyrði.

Benedikt Sigurðarson, 1.6.2009 kl. 20:56

4 identicon

Hverjir eiga að taka við það er ekkert í boði nema fjórflokkurinn þ.a.s það skiftir ekki miklu máli fyrir almenning hverjir af þeim komast í ríkisstjórn?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:21

5 identicon

Millistéttar Jón man enn þá hvaða tveir flokkar komu okkur í þessa stöðu með sölu bankanna og fleiri spillingarvefum.

Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er ótrúlegt að Jón millistéttarmaður ætli endalaust að kenna þeim um sem lögðu veginn en ekki að sjá að það voru þeir sem óku hann sem keyrðu á verðlauna hrútinn hans. Löggæslan hefði mátt vera betri ratar pælingar og áfengistékk en það breytir því ekki að það er ekki sá sem leggur hraðbrautina sem veldur skaðanum heldur sé sem keyrir hana á óábyrgan hátt. Held að fylgi stjórnarinnar segi margt um þjóðina sjálfa hún hefur þá það sem hún vill og ætti ekki að vera að kvarta. :) nema kannski að í raun séu 60% af þjóðinni fjármagnseigendur við skulum ekki gleyma því að eftir því sem sagt er þá fóru 900 miljarðar í að bjarga innistæðum. Eigendur þeirra eru sennilega bara nokkuð ánægðir en ekki við sem þurfum að borga til að þeir fái sparnaði sinn meðan okkar sem bundin er í húsnæði brennur upp.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.6.2009 kl. 23:45

7 identicon

Gleymdu því ekki að Jón millistéttamaður býr í Reykjavík og þar urðu til fyrstu svik við barnafjölskyldur á Íslandi - þar er ráðist í hækkanir og það gegn þeim sem minnst mega sín. Svo ekki sé talað um annan sparnað og skerðingu á þjónustu, t.d. á stuðningskennslu. Ég veit ekki betur nema þú sért fremstur í flokki í þessum aðgerðum.

Þú og þínir ættuð að skammast ykkar fyrir svona hroka í garð annarra. 

Sverrir Óskarsson.

Sverrir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 08:57

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, ég er einmitt í borgarmálunum í Reykjavík - þar sem brugðist hefur verið við efnahagskrísunni með verulegum sparnaði á sama tíma og grunnþjónustan er varin - og störfin varin!

... og án þess að hækka skatta.

Reyndar gott betur - því nú hefur borgin gengið frá fjármögnun á framkvæmdum við td. skóla - sem gefa að líkindum um 650 störf.

Ef þú ert að vísa til lægri niðurgreiðslu á aukastund á leikskóla - aukastund umfram 8 tíma grunnþjónustuna - þá stóð valið milli þess að stytta mögulegan hámarks dvalartíma - sem er reyndar þjónusta umfram grunnþjónustu, hækka leikskólagjöld fyrir 8 tíma grunnþjónustuna sem bitnað heði á öllum barnafjölskyldum í borginni - eða að draga úr niðurgreiðslu á aukastundinni. 

Það var ekki sársaukalaust að minnka niðurgreiðslu á aukastund umfram grunnþjónustuna - en sú leið var farin.

Á sama tíma er ríkisstjórnin að hækka álögur og stórhækka skuldabyrði og heildarskuldir heimilanna.  Líka barnafjölskyldna.

Svo einfalt er málið.

Hallur Magnússon, 2.6.2009 kl. 10:21

9 identicon

Ég styð þessa stjórn. Veit að hún er það besta í stöðunni. Ég væri ekki í rónni ef hrunflokkarnir tveir kæmust til valda. Ég hef ekki talað við eina manneskju sem er á móti þessari ríkisstjórn. Fólk er ekki fífl og áttar sig á að það sem þau eru að gera er hrein og klár rústabjörgun eftir græðgisvæðingu D og B flokkana. Það munu allir finna fyrir erfiðari tímum á Íslandi, það gera sér allir ljóst.

Ína (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband