Athyglisverð tillaga Talsmanns neytenda um neyðarlög um íbúðalán

Talsmaður neytenda leggur fram mjög athyglisverða tillögu um neyðarlög á íbúðarlán. Ekki er síður áhugaverð tillaga um "gerðardóm" um niðurfærslu skulda.

Ríkisstjórnin ætti að geta nýtt sér þetta framlag Talsmanns neytenda í aðgerðum næstu vikna - því þar sem tillagan kemur fram nú strax í kjölfar kosninga - þá hefur engin talað hana út af borðinu í kosningahitanum fyrir kosningar.

Gæti leyst erfið mál!


mbl.is Vill neyðarlög um íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er stór munur á þessari tillögu og 20% tillögu framsóknarmanna fyrir kosningar. Þarna er ekki verið að leggja til flatan niðurskurð heldur að "tjóni vegna forsendubrests" sé skipt með sanngjörnum hætti milli lánveitanda og ántaka. Forsendubrestur snýr að því hvernig raunveruleikinn hefur orðið samanborið við það hvernig menn töldu að hann yrði þegar lán var tekið. Niðurstaðan af þessum gerðardómi eða hópmálsókn eins og þarna er talað um hlýtur að taka tillit til þess hvernig annars vegar íbúðaverð og hins vegar vísitölur eða gengisbyndingar lána hafa þróast síðan íbúðalán var tekið.

Ég skrifaði einmitt um þetta á blogsíðu minni um daginn. Það má sjá það hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862545/#comments

Við getum tekið einfalt tilbúið dæmi, sem sýnir þetta á mun einfaldari hátt.

Á tímapunkti 1 er tiltekin íbúð 10 milljóna kr. virði og neysluvísitala til verðtryggingar 300.

Á tímapunkti 2 er þessi íbúð orðin 20 milljóna kr. virði og neysluvísitalan ogðin 330.

Á tímapunkti 3 (núna) hefur verðmæti þessarar íbúðar lækkað í 15 milljónir og neysluvísitalan orðin 390

Maður, sem keypti íbúð að þessari gerð á tímapunkti 1 stendur í þeirri stöðu að síðan hann keypti hefur verðmæti íbúðar hans hækkað um 50% meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 30%. Ef hann hefði tekið 100% lán fyrir íbúðinni og ekkert greitt niður að láni sínu allan tímann heldur aðeins greitt vexti og verðbætur af vöxtum þá á hann samt 2 milljónir nettó í íbðúð sinni. Hann á því væntanlega 2 milljónir + það, sem hann hefur greitt niður af láni sínu.

Maður, sem keypti íbúð af þessari gerð á tímapunkti 2 er í þeirri stöðu að frá því hann keypti sína íbúð hefur íbúðaverð lækkað um 25% á sama tíma og neysluvísitala hefur hækkað um 18,2%. Ef hann hefur tekið 100% lán og ekkert greitt það niður þá stæði það í 2.636.364 kr. eða 10.636.364 kr. umfram íbúðaverðið. Hann er því í neikvæðri stöðu um þessar 10,6 milljónir mínus það, sem hann hefur greitt niður af láninu.

Ég spyr.

Er það réttlátt að báðir þessir menn fái sömu niðurfellingu skulda á grunvelli forsendubrests?

Er yfir höfuð einhver grundvöllur fyrir því að fyrri aðilin fái niðurfellingu skuldar vegna forsendubrests?

Ég er sannfærður um að gerðardómur eða dómstóll muni svara báðum þessum spurningum neitandi.

Sigurður M Grétarsson, 29.4.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég vil taka það fram að þó ég hafi talað mikið gegn flatri niðurfellingu þá hef ég einnig talað fyrri niðurfellingu til þeirra, sem keptu sína fyrstu íbúð, stækkuðu verulega við sig eða keyptu en náðu ekki að selja í íbúðaverðbólunni. Ég vil því að seinni aðilinn í dæminu hér fyrir ofan fái niðurfellingu á skuld sinni að hluta til. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til þess að fyrri aðilinn fái neina niðurfellingu.

Ég tel hins vegar að flöt niðurfelling sé óskilvirk og engan vegin sanngjörn leið enda "tjón" manna hvað þetta varðar mjög mismikið. Sjálfur er ég í stöðu fyrri aðilans og tel því enga ástæðu til að skuldir mínar séu lækkaðar.

Tillaga framsóknarmanna um 20% flata niðurfellingu var ekki slegin út af borðinu vegna þess að hún var tillaga frá stjórnmálaflokki fyrir kosningar heldur vegna þess að hún er út í hött. Hún er óhemju dýr og óskilvirk leið til að taka á vanda heimila vegna kreppunnar og getur þar að auki ekki talist sanngjörn.

Sigurður M Grétarsson, 29.4.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Alveg sama hvað okkur kann að finnast um þær leiðir sem fram komu fyrir kosningar að þá þurfum við núna að finna leið til að sætta ólík sjónarmið og hagsmuni þannig að við getum komist að niðurstöðu í þessu máli. Gerðardómshugmyndin er góð til þess brúks.

Héðinn Björnsson, 29.4.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þau dæmi sem Sigurður bendir á eru verkefni sem þarf að leysa (sýnist vera villa í fyrra færslunni þar sem ætti að vera 23.636.364). En ég held samt að 20% leiðinni hafi verið gefið langt nef vegna þess að hún kom frá stjórnmálaflokki. Það væri nær að finna útfærslur.

Sama gildir um leið Talsmanns neytenda, þar eru líka álitamál sem þarf að leysa. Ekki hafna leiðinni, sem virkar fyrir mikinn meirihluta, heldur útfæra undantekningarnar. Þær geta bæði átt við um þá sem átt hafa kost á endurfjármögnun eftir hrun og þá sem tóku út sparnað í haust til að greiða niður höfuðstól. Réttlætið má ekki sigla framhjá þeim.

Haraldur Hansson, 30.4.2009 kl. 13:30

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Takk Haraldur fyrir að benda á innsláttarskekkjuna mína. Þetta er rétt  hjá þér það eiga að standa 23.363.364 en ekki 2.636.364 kr. varðandi eftirstöðvar lánsins hjá seinni aðilanum.

Hugmynd Framsóknarflokksins um flata niðurfellingu var ekki hafnað vegna þess að hún kom frá stjórnmálaflokki heldur eind og talsmaður neytenda orðaði það í Kastljósi í gær þá er hún "of almenn". Dæmið, sem ég sýndi hér að ofan og einnig í bloggfærslunni minni, sem ég vísað í sýnir hvernig það getur ekki á nokkurn hátt talist sanngjörn leið til biðbótar við það að vera mjög kostnaðarsöm og óskilvirk leið til að bæta stöð heimila í greiðsluvandræðum.

Hugmynd talsmanns neytenda byggir reyndar ekki á pólitískri hugmynd um niðurfellingu skulda. Hún byggir í raun á lögfræðiáliti um forsendubrest, sem lagalega séð getur fríað lántaka undan hluta greiðslna sinna. Í Kastljósi talaði hann einmitt um að niðurfelling verði þá væntanlega mismunandi eftir því hvenær lán var tekið og í tilfelli myntkörfulána færi það líka eftir því í hvaða myntum lánið væri því hækkanir á verði erlendra mynta hefur orðið mismunandi.

Þetta er í takt við það, sem ég hef talað um allan tíman. Ég hef hins vegar ekki verið að tala um það út frá lögfræðisjónarmiði enda er ég ekki lögfræðingur og hef því ekki þekkingu á því. Ég hef talað um það út frá sanngirnissjónarmiði og líka út frá skilvirkni aðgerðanna varðandi bætur fyrir það "tjón" sem menn hefðu orðið fyrir enda það mjög mismunandi og fer það einmitt að mestu eftir því hvenær menn keyptu sína íbúð og tóku sín lán.

Ég geri mér þó engar grillur með það að niðurstaðan yrði sú sama og ég hef verið að tala fyrir en þó sýnist mér að talsmaður neytenda hafi verið að gera ráð fyrir niðurstöðu eitthvað í þá átt. Ég tel að horfa þurfi á hækkun húsnæðisverðs og hækkun lána frá kaup- og lántökudegi í samhengi og meta "tjónið" út frá mismuni í þeim breytum en ekki út frá krónutöluhækkun á lánum.

Sigurður M Grétarsson, 30.4.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Sigurður, allar hugmyndir sem settar hafa verið fram í þessum efnum eru af sömu rót, sem er forsendubrestur.

Það er sama hvað leið verður valin, alltaf munu menn rekast á galla. Þeir eiga ekki að stöðva framkvæmd, heldur skal leysa málin, finna lausnir.

Hallur, eigandi síðunnar, sett fram prýðilega hugmyndir (vel fyrir jól minnir mig) og það gerði lík Lilja Mósesdóttir áður en hún fór í prófkjör, Gylfi Magnússon áður en hann varð ráðherra og Marinó G. Njálsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Allt þetta fólk lagði vinnu í hugmyndir sínar vegna áhuga á málinu og vilja til að verða að liði. Að auki hafa frambjóðendur og flokkar komið með hugmyndir. Nú hefur Talsmaður neytenda bæst í hópinn.

Viðbrögðin við sumum tillögum hafa alveg klárlega litast af því hver hefur sett þær fram. Það er sorglegt - og þess vegna skrifaði ég þetta blogg. Málið er of alvarlegt fyrir þannig hanaslag.

Ef allar hugmyndir eru skoðaðar, óháð flokkslitum, kemur eitthvað út úr því sem sátt næst um. Það á að vera forgangsatriði. Hver vika er dýr.

Haraldur Hansson, 30.4.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband