Sigmundur Davíð hafði rétt fyrir sér - því miður!

„núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu"

Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Oliver Wyman sem ríkisstjórnin gerði allt til þess að fela fyrir kosningar.

Sigmundur Davíð hafði því rétt fyrir sér - því miður.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. reyndu að fegra stöðuna og véfengdu Sigmund. Þau ættu að biðja hann afsökunar.

Þau munu ekki gera það.


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallur.

Jóhanna og Steingrímur eru gamaldags stjórnmálamenn gærdagsins. Þau eru fulltrúar smáskammta plástursaðferða þar sem upplýsingum er haldið til haga í pólitískum tilgangi. Á þeirra bæ er aðeins skoðað og athugað og sett í nefnd. Ekkert ber á djarfhuga, áræðni og framsækni. Tilburðir þeirra til að ná saman í evrópumálum minnir á þegar Sölvi Helgason reiknaði barn í stúlkuna og úr henni aftur. Töluðu þau ekkert saman í 90 daga stjórninni áður en þau gengu til kosninga. Kannski höfðu þau sama hátt á og hjónin þar sem karlinn komst að raun um að kerlingin var dönsk þegar sjónvarpið bilaði.  

Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:58

2 identicon

"Skyld'ða vera skárr'í Zimbabwe?"

- Það gefur auga leið að þetta er röng fullyrðing hjá Wyman.

Hjörtur Smárason (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:59

3 identicon

Hafði Sigmundur Davíð rétt fyrir sér? "Að mestu er að ræða lán til rekstrarfyrirtækja..." þ.e. þessi slæmu lán. Þetta eru ekki lán til heimila. Tuttugu prósent niðurfærsla lána dugar varla þeim fyrirtækjum sem illa standa, og tuttugu prósenta niðurfærsla lána til heimila hefur ekkert að gera með slæm lán til rekstrarfyrirtækja.

Sé ekki að "lausn" Sigmundar Davíðs eigi við hér. Menn mega ekki blindast alveg af framsóknarmennskunni.

Anna (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:10

4 Smámynd: Agnar Bragi

Ad blindast af framsoknarmennsku hljomar fyrir mer eins og ad blindast af skynsemi :)

En svo ad Anna roi sig adeins nidur vegna godrar utkomu Framsoknar i kosningunum thar sem storu tidindin eru audvitad thau ad flokkurinn haetti loks i vorn og er nu kominn i blussandi sokn.. tha aetti hun nu ad gefa ser 5 minutur i ad lesa efnahagstillogur Framsoknar adur en hun geisist fram med gifuryrdi. Thaer ma lesa her: http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf

Tillogur i 18 lidum, ein tillagan talar um algera naudsyn thess ad leidretta skuldir heimila og fyrirtaekja, og talad um 20% a theim tima. Hins vegar er thad mjog skyrt ad su adgerd sem gengur yfir linuna gagnist ekki ollum og thvi verdur lika ad fara i frekari adgerdir til ad bjarga lifvaenlegum fyrirtaekjum sem turfa frekari adstod.

Lausn rikisstjornarinnar er hins vegar ad fresta vandanum, hjalpa folki of litid og of seint, eda eins og kallad hefur verid ad lengja i hengingarolinni... sja umfjollun Lou Pindar Aldisardottur: http://www.youtube.com/watch?v=oPQEvAsiXuw

En stora frettin her er natturulega leynd rikisstjornarinnar a skyrslunni fram yfir kosningar og hvernig Johanna og Steingrimur J. reyndu ad sverta Sigmund David fyrir ad reyna ad koma thessum bradnaudsynlegu upplysingum til folksins fyrir kosningar... thetta eru forkastanleg og olydraedisleg vinnubrogd ! 

Kaer kvedja Hallur :)

Agnar Bragi, 29.4.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hallur. Jóhanna og Steingrímur sögðu aðeins að þau hefðu ekki enn séð skýrluna. Það hefur ekkert komið fram um það enn að það sé ekki rétt. Þau skulda honum því enga afsökun.

Agnar Bragi. Ég las þessar efnahagstillögur Framsóknarflokksins og mér sýnist að megnið af þessu sé eitthvað, sem íslensk stjórnvöld eru að vinna að og tekur einfaldlega meiri tíma en framsóknarmenn vilja vera láta. Þetta eru flókin ferli en ég ætla samt ekki að fullyrða að ekki sé hægt að hraða einhverjum af þessum aðgerðum enda hef ég ekki næga þekkingu á því máli til að fullyrða neitt um það.

Það, sem er sérstakt við þessar tillögur Framsóknarflokksins eru örfá atriði og fer ég hér yfir skoðanir mínar á þeim atriðum.

Ég er sammála því að það væri til bóta að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs til að koma fasteignamarkaðnum af stað. Ég tel hins vegar að lítið gagn geti verið í því ef lánshlutfallið er lækkað um leið vegna þess að raunverð á íbúðahúsnæði hefur lækkað mikið og þess vegna hefur skráð nettó eign íbúðaeigenda lækkað mikið. Ég held því að þvert á móti sé ástæða til að hækka lánshlutfallið jafnvel þó því fylgi meiri útlánaáhætta. Það að koma fasteignamarkaðnum á hreyfingu getur lækkað útlánatap vegna fólks, sem er í greiðsluvandræðum og getur komist af með minna húsnæði en það er en getur ekki selt vegna frosins húsnæðismarkaðar en gæti hvort eð er ekki keypt minni íbúð vegna bæði lágrar eiginfjárstöðu.

Hvað varðar hugmyndina um að auka peningamagn í umferð, sem er ekkert annað en peningaprentun, þá kyndir það undir verðbólgu og skapar þrýsting á krónuna niður á við. Slík lausn er því að pissa í skóinn.

Hvað varðar þá hugmynd framsóknarmanna, sem hefur vakið hvað mesta athygli enda auglýst mest af þeim, um 20% skuldaniðurfellingu þá hef ég mikið tjáð mig um hana bæði á minni eigin blogsíðu og einnig, sem athugasemd við aðra grein hjá Halli. Þetta er að mínu mati arfavitlaus leið enda um að ræðg gríðarlega kostnaðarsama og óskilvirka leið til að taka á vanda þjóarbúsins og mun hún því ekki gera neitt annað en að dýpka og lengja í kreppunni. Þessi leið mun kosta ríkissjóð nokkur hundruð milljarða króna og breytir í því efni engu hversu oft framsóknarmenn reyna að telja fólki trú um að svo sé ekki.

Ef mat Oliwers Wyman og annara á því hversu mikið þarf að slá af skuldabréfasafni gömlu bankanna til að mæta útlánatöpum vegna þeirra, sem ekki eru að fullu borgunarmenn fyrir sínum skuldum eru rétt, þá fer allur afslátturinn í það og því er ekkert svigrúm eftir til að gefa aslátt til annarra en þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Þess vegna munu afslættir til þeirra, sem eru metnir borgunarmenn fyrir sínum skuldum alltaf lenda á nýju bönkunum og þar með skattgreiðendum. Það er því rangt, sem framsóknarmenn hafa haldið fram að þetta lendi allt á kröfuhöfum gömlu bankanna.

Ég fór yfir þetta með dæmi á blogsíðu minni og er hægt að sjá það hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862310/#comments

Einnig fór ég lið fyrir lið yfir þær blekkingar og rangfærslur, sem fram komu um þetta mál á heimasíðu Framsóknarflokksins. Hægt er að sjá það hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/863214/#comments

Enn hefur engin komið fram með nein rök, sem hrekja það, sem ég skrifaði þarna.

Sigurður M Grétarsson, 29.4.2009 kl. 11:27

6 identicon

Verst að framsóknarmenn komu ekki auga á fáranleika 90% húsnæðislánanna, vsk- og almenna skattalækkun í blússandi þennslu og fleiri mistök sem tekur ekki að nefna. Allt í lagi að minnast spillingu flokksmanna í kringum Gift fjárfestingafélagið.... 

Ef Framsókn væri ekki búnið að koma þjóðinni á kaldann klakann og hefði vott af trúverðugleika hefði e.t.v. verið hlusta á Sigmund Davíð þegar hann benti á að Framsóknarflokkurinn skildi eftir sig sviðnari jörð en áður var talið.

Einar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:46

7 identicon

Blessaður Hallur:)

Ég get alveg viðurkennt það fyrir þér hér og nú að mikið djöfull leist mér vel á formanninn ykkar, núverandi, hann Sigmund Davíð sl. haust er hann var boðaður í viðtöl hjá ljósvakamiðlum Íslands. Þá þorði hann að tjá sig um hvernig mætti/ætti að reyna að rétta þjóðarskútuna af. Svo hendir hann sér fyrir borð í hið ólgandi ölduhaf, pólitíkina, en þar með sleppti hann björgunarhringnum sínum og margra annarra því hann var maður með viti sem gat tjáð sig um ástandið í landinu án þess að vera kjöldreginn!

Kannski er búið að kjöldraga hann í dag?

Kv. Hanna  

Hanna (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband