... enda Samfylkingin búin að týna áttavitanum!

„Ég er ekkert viss um að það sé langt í land,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Greinilegt að hún hefur ekki hugmynd um hvar hún er og hvert hún ætlar. Enda búin að týna áttavitanum. Virðist ekki lengur vita har Evrópa er.

Enda gömul sannindi og ný að á sjó eru allar stefnur rangar ef þú veist ekki hvar þú ert.

Það sjá allir sem vilja sjá að svokallaðar efnahagstillögur Samfylkingar eru ekki að ganga upp. Líka Steingrímur J. Skil því af hverju hann vill reyna að losna úr skipsrúminu. Langar í traustara fley - þar sem stefnan er raunhæf - og menn vita hvar þeir eru!

En spái því að Jóhanna langi svo til Evrópu - þótt hún viti ekki hvar hún er - að hún gefi 1. stýrimanni - Steingrími J. eftir stjórnvölinn. Svo fremi sem hann lofi að sigla til Evrópu. Sem hann mun gera fyrir kaskteiti skipstjórans!

 


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistlahöfund langar greinilega að gagnrýna Jóhönnu fyrir eitthvað og fann ekki betra en að snúa út úr orðum og koma með órökstuddar dylgjur. Ekkert nýtt frá Sjálfstæðismönnum en þeir þurfa aðeins að fara að herða sig ef þeir vilja að fólk taki mark á þeim í dag. Hvernig væri líka bara að hafa sig hæga á meðan aðrir taka til eftir óráðsíuna og ruglið í staðin fyrir að skammast á kantinum og benda á fleiri hluti sem þeir klúðruðu og aðrir eru ekki að  þrífa nógu vel? Smá auðmýkt gagnvart stöðunni sem blasir við Íslendingum væri ekki úr vegi en það er spurning hvort menn á þessum bæ viti hvað það þýðir.

Gyða Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll Hallur,

Flokkur sem er opinn í báða enda  þarf engan áttavita.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.4.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Svona svona....hún á bara heimsatlas á ensku og því erfitt fyrir hana að finna Europe.

Guðmundur Björn, 27.4.2009 kl. 22:47

4 identicon

Ekki er áttaviti Framsóknar betri! En framsókn hefur bara vit á því að sýna hann ekki almenningi. Segjast vera tilbúnir í Evrópu förina með bátinn bundinn við bryggju og munu aldrei leysa landfestar því báturinn er ósjófær en bíða þess í stað að Evrópa komi til þeirra!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:54

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Ágæti Hallur,  Ekki  skaltu  hafa áhyggjur af því að hún Jóhanna villist. Hún er ratvís um refilstigu  stórnmálanna.Ég hef heldur ekki áhyggjur að því að þið Framsóknarmenn villist. Flokkur sem veit ekki hvert hann er að  fara getur ekki villst.

Eiður Svanberg Guðnason, 28.4.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband