Barbabrella í boði Samfylkingar og VG

Við erum að upplifa Barbabrellu í boði Samfylkingar og VG. Aðferðarfræðin er nú að segja að það sé allt orðið betra - þótt allt sé enn á mikilli niðurleið - samanber miklar hópuppsagnir nú um mánaðarmótin.

Aðferðafræðin verður að halda því fram að ríkisstjórnin sé að ná tökum á vandamálunum - þótt ráðleysið sé allsráðandi.

Samfylkingin og VG munu hamra á því að hlutirnir séu að skána - og reyna að sópa vandamálunum undir teppið fyrir kosningar. Einhverjir fjölmiðlar munu fylgja eftir og skella málningu yfir ryðið í von um að hún flagni ekki af fyrr en eftir kosningar.

Vonandi sér þjóðin gegnum blekkingarvefinn!


mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt orð hjá þér "Barbabrellur & blekkingarvefir", þarna er "Samspillingin" í essinu sínu, ef það er eitthvað sem þeir gera vel, þá er það "að blekkja & snúa út úr" - þeir gáfu okkur "Fagra Ísland" og nú gefa þeir okkur "Vinna & velferð" - maður verður að DÁST að frábærum húmor þeirra, og ég bíð spenntur eftir næstu Borgarnes ræðu frá Sollu stirðu!  En að fólk skuli trúa þessum lýðsskrumurum, það er með ólíkindum....    Þjóðar ógæfa hversu lélega stjórnmálamenn & flokka við eigum.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Allt í boði ykkar framsóknarmanna!

Aldrei að gleyma því og núna eruð þið aftur á leið í stjórnarandstöðu.

Samfylkingin og VG hafa hvorki áhuga, vilja eða þörf á að vinna með ykkur!

Við höfum - enn - ekki fylgi til að gera það!

Síðan kemur seinna í ljós með hverjum við höfum áhuga og vilja og þörf til að vinna með 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Gott kvöld Guðbjörn,

Fyrst þú er svona ánægður með frammistöðu ríkisstjórnarinnar þá vinsamlega teldu upp þær almennu aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur gert fyrir okkur fólið í landinu.  Þá er ég ekki að tala um lokun súlustaða og fjölgun listamanna á listamannalaunum heldur aðgerðir sem koma okkur ollum til góða.  Ég hef ekki enn séð þær en þetta gæti hafa farið fram hjá mér.

Það sem ég á við eru til dæmis aðgerðir um leiðréttingu á því lána orki sem hrunið hefur yfir þjóðina, atvinnutækifæri fyrir þá nærri 18,000 íslendinga og annan eins fjölda námsmanna sem fljótlega koma út á vinnumarkaðinn. 

Það er ekki nóg að tala um hlutina því nú er tími til að framkvæma ekki satt  Guðbjörn minn áður en að broskarlarnir þínir setja upp fýlusvip.

Hilmar Heiðar Eiríksson, 2.4.2009 kl. 21:45

4 identicon

Hallur.

Ekki ætlar þú aftur að falla í sömu grifjuna, og framsóknarflokkinn með þér ?

Þú notar aðferðarfræði sem gengur aldrei upp hjá þér !

Ráðherran sem er að tala þarna í fréttinni er þarna í boði framsóknar !

Jú, framsóknarflokkurinn tryggir stjórninni líf !

JR (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Hallur Magnússon

JR.

Rétt hjá þér - þau eru í boði Framsóknar - en hafa ekki staðið við þau skilyrði sem sett voru. Of seint að taka á því svona rétt fyrir kosningar.

Rétta leiðin er að kjósa Framsókn - til að tryggja jarðtengingu í vinstri stjórn. Íhaldið þarf frí.

Hallur Magnússon, 3.4.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn á að bera fram vantraust á ríkisstjórnina strax.Það er nóg komið af niðurlægingu.

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband