Stjórnlagaþing, persónukjör og auðlindirnar í þjóðareigu

Eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum í mörg ár fyrir persónukjöri, fleiri þjóðaratkvæðagreiðslum, það að auðlindir þjóðarinnar séu skilgreindar í þjóðareigu í stjórnarskrá, skipan dómara sé breytt, fyrir aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds og á undanförnum mánuðum talað fyrir stjórnlagaþingi til að koma framangreindu í framkvæmd á Íslandi, þá trúi ég varla mínum augum og eyrum!

Allt þetta virðist vera að detta á.

Sakna reyndar baráttumáls míns um að landið verði eitt kjördæmi - eins og setti fram í prófkjörsbaráttu minni árið 1995 og ekki var vinsælt meðal Framsóknarmanna á þeim tíma!

Það eru spennandi tímar! 

Þetta segir mér að það er stundum ástæða til þess að gefast ekki upp - heldur halda áfram að berjast fyrir málum og færa rök fyrir þeim!

Þess vegna er ég nú óðfús að taka beinan þátt í stjórnmálum að nýju - eftir að hafa frekar verið til hlés meðan ég var embættismaður við að byggja upp samþætta velferðarþjónustu á sviði félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisþjónustu í reynslusveitarfélaginu Hornafirði 1995-1998 og sem embættismaður við þróun húsnæðismála í Íbúðalánasjóði, Félagsmálaráðuneyti og Norska húsbankanum á árunum 1999-2007 - þótt ég léti skoðun mína alltaf í ljós á miðstjórnarfundum og flokksþingum allan þann tíma.

Nú stefni ég bara á þing til þess að fylgja þessum málum - og öðrum góðum málum - og vona að ég fái stuðning til þess.

 


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fiskimið Íslands eiga að vera í eigu ríkisins sem getur síðan ráðstafað þeim til eins eða tveggja ára í senn á opnum uppboðsmarkaði. Þetta má setja í stjórnarskrá. Þjóðareign býður upp á þrætur, ríkið hefur kennitölu og það er í eigu þjóðarinnar, óþarfi að reyna að snúa út úr þessu.

Þeir sem bjóða hæsta verðið fá kvótan leigðan, en eiga ekki að staðgreiða heldur gera upp eftir því sem aflinn berst á land. Þetta tryggir að sjómenn þurfa ekki að fara í bankann. þeir sem ekki gera upp eftir sölu á fiskmarkaði fá ekki aðgang að markaði næstu ár á eftir.

Aðeins þeir sem eru skráðir eigendur að bát komast að uppboði, og kvóti bundin við þann bát. Þetta gæti tryggt að kvótinn skiptist milli fleiri útgerða. framsal bannað, bara hægt að skila kvóta og ber að gera hann upp á meðalverði vertíðar. Ef kvóti sem er skilað er leigður út aftur má gera upp mismuninn.

Síðan er spurning hvort ekki megi skoða bann við öðrum veiðafærum en krók einhverjar mílur frá landi.

Og auðvitað eiga náttúruauðlindir að vera í eigu ríkisins samkvæmt stjórnarskrá, sem síðan leigir þær tímabúndið út á opnum markaði.

Og að lokum, landið eitt kjördæmi, enga 5% reglu, eingöngu persónukjör, opið bókahald frambjóðanda (allir sem auglýsa eða kynna sína stefnu opinberlega eiga að telja upp styrktaraðila sína í hvert skipti), reglur um jafna aðkomu frambjóðenda að fjölmiðlum, og ENGA ríkisstyrki til stjórnmálaflokka, þessir styrkir eru aðför að lýðræðinu hjá okkur.

Kannski framsókn sjái ljósið, hver veit.

Toni (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Toni.

Ég skil rök þín um þjóðareign og kennitölu ríkisins.

En þrátt fyrir það á að setja í stjórnarskrá að auðlindir landsins og hafsins séu þjóðareign.  Hins vegar er afnotarétur annað. Það sem þú lýsir sem leigður kvóti er snýr að afnotaréttinum - ekki eigninni. Enda tekur þú undir með mér hvað það varðar.

Hallur Magnússon, 5.2.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband