Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra

Þær breytingar sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær eru athyglisverðar og gefa möguleika á spennandi þróun í heilbrigðismálum.  Ég hef ekki skoðað þær ofan í kjölin og mögulega hefði mátt standa öðruvísi að kynningur þeirra - veit það samt ekki. En allavega þá verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
mbl.is Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.
Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.
Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst.
Það skal tekið fram að þessar breytingar tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. Nú er þessi stofnun sérlega notaleg og þægileg í alla staði, aðstaða vistmanna fyrir og eftir breytingar er eins og svart og hvítt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Og það merkilegasta er að hann er samt ekki að skerða þjónustuna né skera niður bara að hagræða. Eru þetta ekki skilaboð til þjónustufyrirtækja eins og t.d Íslandspósts þeir geta hæglega lokað öðruhverju pósthúsi án þess að skerða þjónustuna. Svo er ætlast til að fólk renni þessu niður án þess að fá svo mikið sem einn vatnssopa með.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er klúður út í gegn. Þeir sem minnst mega sín fara verst út úr þessu, Þið framsóknarmenn eruð auðvitað sammála þessu,

Haraldur Bjarnason, 8.1.2009 kl. 06:48

4 identicon

Hallur!

 Viljið þið ekki nýtt blóð í flokkinn.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 07:45

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Haraldur!

Getur þú skýrt fyrir mér af hverju þeir sem minnst mega sín fari verst út úr þessu?

Hallur Magnússon, 8.1.2009 kl. 07:45

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður Már!

Þótt ég geti stundum verið smá hrokafullur - þá er ég ekki það áhrifamikill að það sé unnt að taka það sem ég segi sem stefnu Framsóknarflokksins!  Býst við að þar séu skoðanir skiptar um þessar skipulagsbreytingar.

En jú, við viljum gjarnan nýtt blóð - enda hefur heldur betur bæst nýtt´blóð í flokkinn að undnaförnu!

Hallur Magnússon, 8.1.2009 kl. 07:58

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Með því að gera lengra fyrir fólk að sækja heilbrigðisþjónustu kostar það mun lengri fjarveru frá vinnustað að sækja sér lækninga. Það eru ekki allir í þessu samfélagi sem hafa efni á því og þannig er hægt að koma í veg fyrir að fólk leiti sér lækninga. Stóri sparnaðurinn fellst væntanlega í því að fólk nýti sér þjónustuna minna og lifi skemur á lífeyri.

Héðinn Björnsson, 8.1.2009 kl. 09:47

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

P.S. Sástu fréttina um nauðungarfluttninga aldraðra sjúklinga á Akureyri?

Héðinn Björnsson, 8.1.2009 kl. 09:53

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Héðinn

Stór hluti breytinganna virðist vera stjórnýslulegs eðilis - þó ég dragi ekki úr þeim samdrætti sem er í gangi - een hann hefði orðið óháð breytingum á stjórnsýlsu heilbrigðisstofnananna.  Heilsugæslustöðvarnar eru á sínum stað með þeirri grunnþjónustu sem þær veita.  Það breytist ekki.

Það skýtur kannske skökku við við ég sé að verja gerðir heilbrigðisráðherra - en ég held að það séu sóknarfæri í skipulagsbreytingunni sem slíkri.

Hallur Magnússon, 8.1.2009 kl. 10:50

10 Smámynd: Óþekki embættismaðurinn

Já þetta eru athygliverðar breytingar hjá heilbrigðisráðherra.

Spurningin er hins vegar hvernig honum gangi að koma þessu á.  Nú verður hann að berjast á öllum vígstöðvum í senn.  Ef til vill hefði verið betra að taka þetta í fleiri skrefum en ögn smærri.  Reyndar tel ég að sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er almennt á heilbrigðisstofnunum væri betur komin á hendi sveitarfélaga, með öllum sömu rökum og áttu við á sínum tíma um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna, þannig að það hefði verið nær t.d. að semja við sveitarfélög í Borgarfirði, Snæfellsnesi, Bolungarvík, Ísafirði, Ströndum Húnavatnssýslum, Skagafirði, Siglufirði og Þingeyjarsýslum að yfirtaka rekstur stofnana með þjónustusamningum í stað þess að færa stjórn þessara stofnana á Akranes, Ísafjörð og Akureyri.  Varla á, svo dæmi sé tekið af handahólfi, að manna læknisþjónustu á Patreksfirði frá Ísafirði ? 

Óþekki embættismaðurinn, 8.1.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband