Pakk sem vinnur gegn málstaðnum

Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, þegar hún efast um að þeir sem mótmæltu fyrir utan Hótel Borg væru fulltrúar íslensku þjóðarinnar.

Það er líka rétt hjá henni að það eigi að gera skýran greinarmun á þessum mótmælum og friðsamlegum fjöldamótmælum á Austurvelli undanfarnar vikur.

Þetta er pakk sem vinnur gegn góðum málstað - og margir fekki hugaðir en að þeir þora ekki að koma fram á heiðarlegan hátt - heldur hylja andlit sitt í skrílslátunum.


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Veit ekki hvort þú ert að segja þetta í kaldhæðni eða af alvöru - en ég er bara alveg sammála þér.

Ég er hluti af íslensku þjóðinni - en þeir sem eru farnir að skemma eigur og mæta til að fá adrenalínkikk í hamagangi og með skrílshátt - eru ekki að mótmæla fyrir mína hönd ... gruna að það séu margir á sama máli hvað þetta varðar - svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur lög að mæla þegar hún segir að þetta sé ekki þjóðin í heild eða endurspegli hana alla!

Takk fyrir mig ..

Tiger, 31.12.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vonandi ertu að grínast Hallur

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ég sá að þú gerðir athugasemd við stafsetningu Rúnars Sveinbjarnarsonar (ábirgð=ábyrgð). Það hjákátlega við athugasemd þína er náttúrulega að þú klykkir sjálfur út í lokin með afleitri stafsetningarvillu  (að öðru leiti= að öðru leyti).  Mér datt ósjálfrátt í hug dæmisagan gamla um steinkastið og glerhúsið.

Óttar Felix Hauksson, 31.12.2008 kl. 15:13

4 identicon

Kæri Hallur, hvað stafsettningu varðar þá kastar þú sannarlega steini úr glerhúsi.

Annars er það að athugasemd þín á síðu Rúnars Sveinbjarnarsonar var löðrandi í hroka og yfirlæti. Skammastu þín.

Halldór (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, Framsóknarflokkurinn þykist geta kallað annað fólk pakk!

María Kristjánsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:42

6 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Hárrrétt hjá þér Hallur. Fólk sem stendur fyrir ofbeldi og jafnvel líkamsmeiðingum á sárasaklausu fólki á sér engar málsbætur og með ólíkindum að þeir sem vilja að eitthvað mark sé á þeim tekið styðji slíkt athæfi.

Jóhann Ólafsson, 31.12.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

málstaði framsóknar og sjálfstektar geri ég ráð fyrir Kreppukarl.. 

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Evert S

Þeir virðast ekki einu sinni vita hvaða málstað þeir eru að berjast fyrir, enda er þessi hópur hryðjuverkamanna ekki að berjast fyrir neinu öðru en að fá að fremja hryðjuverk, menn haga sér bara svona í algerum vilimanna samfélögum, ég tel mig ekki búa í slíku samfélagi en því miður eru alltaf nokkrir villimenn í öllum samfélögum sem telja að ef þeir hrópa mótmæli hafi þeir rétt til  að ráðast á eigur annara og skemma þær og valda öðru fólki líkamlegu tjóni, eins og sést vél á starfsfólki hótel Borgar og stöðvar 2. svei ykkur villimenn

Evert S, 31.12.2008 kl. 16:08

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Slepptu hrokanum Hallur, þú hefur ekki efni á honum.

Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:11

10 identicon

Á endanum munum við þakka þessu fólki fyrir þær fórnir sem það færir okkur hinum.

Þú Hallur ert greinilega sama pakkið og formenn stjórnarflokkana sem fótum treður lýðræðið

Þórhallur F Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:11

11 identicon

Jæja Hallur. Þú ert samur við þig. Það fer nú engum vel að kalla fólk ónefnum. Það segir meira um málstaðinn og stefnuna sem þú vilt verja.

Sigurður Atlason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:02

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alveg hárrétt að menn eiga ekki að kalla fólk ónefnum! Það gerir nú bara skítapakk!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 20:47

13 identicon

Ég er sko hjartanlega sammála því að ekki eigi að mótmæla með skemmdarverkum og ofbeldi EN…. forystulið stjórnmálaflokkanna ekki síst þeirra sem sitja í þessari aumu ríkisstjórn bera EKKI VIRÐINGU FYRIR FÓLKINU Í LANDINU það auma lið ætti að segja af sér hið snarasta og axla ábyrgð sína. Ég vísa ábyrgð af þessum mótmælum beint til þessarar ríkisstjórnar.

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:20

14 Smámynd: Heidi Strand

Ég var þarna og sá ekkert pakk, ekki einu sinni úr Framsóknarflokknum.

Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 08:54

15 identicon

Þú hefur kannski fengið nýrri og betri upplýsingar um aðdraganda og örsök þeirra atburða sem þarna áttu sér stað sbr. það að lögreglan hefði byrjað að beita piparúða að fyrra bragði sem hefði orsakað upphlaupið.

Hvar og hver er nú pakkið Hallur? 

ps: Þú vilt kannski fræða okkur um sögu og örlög Giftar þar sem ekkert pakk var að finna í stjórn.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:33

16 Smámynd: Magnús H Traustason

Vonandi er þetta bara grín. Að kalla þá pakk sem berjast gegn þeim sem lögðu Íslenskt þjóðfélag í rúst eru mikil öfugmæli. Ég var ekki þarna, en stend alveg fullkomlega á bak við mótmæli fólksinns í landinu. Við höfum öll þann rétt að láta í okkur heyra og eins og málum er háttað í landinu virðist ekki vera hlustað á hin "friðsamlegu" mótmæli sem farið hafa fram að undanförnu. Og til að upplýsa þá sem ekki vita þá eru mótmælendur sem hylja andlit sín að vernda sig og sína fjölskyldu gegn því að komast í kastljós fjölmiðla rétt eins og víkingasveitarmenn lögreglunnar gera. Svo ef mótmælendur hafa ekki þann rétt þá ættu þessir lögreglumenn einnig að sýna andlit sín. Þá á ég við sérsveitarmennina með lambhúshetturnar sem vilja ekki láta bera kensl á sig fjölskyldu sinnar vegna, og vegna starfa sinna. Sömu rök eru alveg fullgild hjá fólki sem mótmælir og vill ekki að mótmælin tengist þeirra persónu. Þeir sem ekki telja ástæðu til að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu eru væntanlega sáttir og ættu kanski bara að efna til stuðningsfunda við aðgerðarleysið. Ég meina það. Er ekki allt í lagi með ykkur. Erum við Íslendingar haldin svo miklum þrælsótta að við að við þorum ekki að standa með þeim sem vilja aðgerir strax. Hér er allt að fara í bál og brand og stjórnvöld sitja enn 3 mánuðum eftir hrunið og ekki einn einasti maður hefur sætt ábyrgð. Hvaða fyrirtæki mundi líða svona vinnubrögð. Hvaða heimili í landinu fengi staðis undir svipuðu aðgerðarleysi. Ég er alveg undrandi á því hvernig við íslendingar erum. Kanski er það vegna þess að stærstur hluti þjóðarinnar eru afkomendur þræla og hafa borið með sér þrælsóttan kinslóð fram af kinslóð og hnegja sig ávalt fyrir "yfirvaldinu" og lúta höfði í lotningu. þá er ekki von á góðu.

Magnús H Traustason, 1.1.2009 kl. 12:40

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv þessum myndum þá er "pakkið" í einkennisbúningum..

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063266 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 12:45

18 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ertu ekki að dæma sjálfan þig með þvi að dæma nokkur hundruð manns "pakk" ?

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.1.2009 kl. 13:44

19 identicon

Þegar fólk er farið að skemma og eða beita ofbeldi þá er það pakk eins þeir sem hylja sín andlit. Svona vil ég ekki sjá en fólk sem mótmælir friðsamlega eða notar bara pennann á rétt á sér.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:53

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þegar fólk er farið að skemma og eða beita ofbeldi þá er það pakk eins þeir sem hylja sín andlit.

Ertu þá að meina sérsveitina ? hún hylur sín andlit þegar hún er í aðgerðum.. eiga þeir einkarétt á því ?

Svo er til fullt af fólki sem bloggar óskráð og er því að hylja sín andlit.. og getur í raun skrifað hvaða nafn sem er undir greinina sína..

skrá sig og svo rífa kjaft ;) 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 13:57

21 identicon

Gleðilegt nýtt ár og elskið friðinn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:31

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pakkið og málstaðurinn. Um hvaða málstað er rætt?

En eftir öll þessi ár síðan ég heyrði í hænsnunum rennur það upp fyrir mér að hænurnar sögðu ekki; gagg, gagg, gagg. Þær sögðu auðvitað; pakk, pakk, pakk!

Árni Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 18:22

23 Smámynd: Hallur Magnússon

Óttar.

Stafsetningavilla og stafsetningavill!

Vildi sagt hafa "að hinu leitinu" - sem varð að "að öðru leiti" - sem átti - eins og þú bendir á að vera "að hinu leyti."

"að hinu leitinu" merkir "að hinum sjónarhólnum" eða sjónarleitinu.  Það sem ég skrifaði er ekki rangt - það er það hefur fullkomna eðlilega merkingu í íslensku.

Hins vegar á hið hefðbundna orðatiltæki "að hinu leytinu" við "að hinu tillitinu" það er "leyti" merkir það sama og tilllit - eða þá tímabil. (Um þetta leyti dags)

Orðasambandið að hinu leitinu - sem ég nota oft - tekur mið af leiti - sem er hæð. Afar íslenskt.

En það er bara þannig að fólk sem felur andlit sitt, beitir ofbeldi, vinnur skemmdarvert (minni á að það er lögregluþjónn kinnbeinsbrotinn eftir þetta pakk - og myndadökumaðurinn slasaður) - það er pakk.

Punktur og basta!

Þið getið reynt að verja þetta ofbeldi. En þá eruð þið komin í andstöðu við það sem þið þykist tala fyrir.

Hallur Magnússon, 1.1.2009 kl. 19:50

24 identicon

Það eru ótal einstaklingar og heimili á heljarþröm og í rúst eftir ónefnt pakk sem þú kannski veist hvað  heitir en hefur hingað til látið það ógert að kalla það pakk. Svo felur það sig á bakvið hugtök eins og bankaleynd og ýmis lög og reglugerðarákvæði.  Gæti kannski skemmti bísnissinn hjá þér eða hvað að kalla það pakk.

Svo ættir þú að vera ansi fróðari þessa stundina um atburðarás alla þar sem að fram hefur komið að lögreglan beitti gasi á mótmælendur að fyrra bragði.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:23

25 Smámynd: Hallur Magnússon

Eggert.

Lögreglan beitti piparúða eftir að sá hluti mótmælenda sem ég kalla pakk - hafði slasað starfsmann Stöðvar 2 - valdið verulegu tjóni á tækjabúnaði Stöðvar 2 - og að líkindum kinnbeinsbrotið lögreglumann. Tvennum sögum fer um það hvort kinnbeinsbrotið var fyrir eða eftir piparúðann - en það skiptir ekki máli - það að mótmælandi hendi múrstin í höfuð lögreglumanns - það er óafsakanlegt.

Það er fullkomlega eðlilegt að það sé mótmælt. Menn eiga hins vegar að gera það eins og fólk.

María td. Þú hefur hingað til ekki veigrað þér við að mótmæla. En hefur þú kosið að hylja andlit þitt?  Nei.

Hefur þér dottið í hug að slasa fólk - og kasta múrstinum í höfuð lögreglumanna sem eru að sinna skyldu sinn? Nei.

Í guðanna bænum farið ekki að mæla ofbeldi og limlestingum bót!

Hallur Magnússon, 1.1.2009 kl. 22:36

26 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég hef nú ekki alltaf stutt þig Hallur en er alveg sammála þér núna.

Mótmælendur eiga að geta boðið upp á betri kosti, nýjar lausnir, snjalla leiðtoga, betra siðferði og jákvæðni og kraft til uppbyggingar.

Ég get ekki séð að þessir svokölluðu friðsömu mótmælendur bjóði upp á neitt nema skemmdarverk, heft tjáningafrelsis og ofbeldi.

Ég styð ekki stjórnina(eins og sést á blogginu mínu) en get með engu móti stutt þessa mótmælendur.

Það sem ég óttast er að ofbeldið sem þeir nota gegn valdhöfum muni einnig verða notað gegn öðrum, saklausum og máttminni, og þeim sem hafa aðrar skoðanir.

Lögreglan gerði mistök að girða ekki svæðið af strax, en þegar ruðst er inn á hótel þá hætta mótmælin að vera friðsamleg.  Ég held að allir geri sér grein fyrir því.

Lúðvík Júlíusson, 1.1.2009 kl. 23:07

27 identicon

Pakk eða skítapakk.  Það að ráðast grímuklæddur og eyðileggja eigur annara og skaða aðra er hægt að kalla það nokkuð annað?

Þetta verður ekkert auðvelt að komast út úr þessu fyrir okkur Íslendinga og því miður má búast við aukinni ólgu.
Núna er ríkið rekið á krít og á þessu og næstu árum. Því miður verðum við að venjast því að tekjur ríkisins verða einungis 2/3 af því sem áður hefur verið og auk þess koma margir nýjir liðir inn í ríkisútgjöldin eins og vaxtakostnaður af erlendum lánum auk þess verður gríðarlegur kostnaður við að endurskipuleggja fjármálastofnanir og fyrirtæki landsins. Þetta mun bera í för með sér gríðarlegan niðurskurð á ríkisútgjöldum og verður nær engum hlíft en væntanlega mun heilbrigðis og menntakerfið finna minna fyrir þessu en aðrir. Þeir komast ekki frá því að endurskipuleggja sig. Menntakerfið mun þurfa að taka við fleirri nemendum fyrir minni fjárveitingar. Það þarf að taKa framhaldsmenntun til endurskoðunar. Það verður væntanlega stórminnkuð þörf á fólki með viðskipta, hagfræði menntun og stefna beri að beina nemendum í aðrar áttir. Sameina kraftanna og leggja niður minni stofnanir til að spara stjórnunar- og ferðakostnað og koma á hagræðingu.
Hið "nýja og fátæka" Ísland mun ekki geta komið á ríkisstyrktri atvinnubótavinnu. Ríkið mun ekki hafa neitt svigrúm til þess enda þarf það að vera afráðið við lánadrottna okkar.  Enginn vill lána okkur og IMF er skuldbuninn til að lána okkur og þurfa að gera það á uppeldislegan hátt.  Það er hagfræði hinnar hagsýnu húsmóðir. Jafnvægi í ríkisútgjöldum og greiða niður erlendar skuldir sem verður okkar hlutskipti næstu 2 áratugi.

Núna stefnir allt á alheimskreppu þetta mun draga úr ferðalögum. Álverð og þar af leiðandi orkuverð mun dragast saman það verður erfitt að fá aðila til að fjárfesta í þeim geira það tækifæri er runnið okkur úr greipum.

Mikilvægt er að koma krónunni raunverulega á flot enda er € á 290 Íkr en ekki á 170 Íkr eins og á tombólumarkaðnum á Íslandi. Gengi íslensku krónunnar er ekki lengur skráð í neinum bönkum á Norðurlöndum alla vega ekki í Noregi. Í Evrópska seðlabankanum og UBS stærsta banka Sviss er gengi krónunnar gagnvart € 290 Íkr.

Því miður höfum við einungis krónunna og enginn sleppir okkur inn í sinn gjaldmiðil enda kemur enginn nálagt íslensku efnahagslífi nema með langri spítu, nefklemmu og með hlífðargleraugum.   Þótt við ákvæðum að fara í Evrópubanadlagið í dag liðu mörg ár áður en við myndum fylla skilyrði myntbandalagsins og Evruaðildar.
Ef við ákvæðum að færa okkur einhliða yfir í $ eða € þá yrðum við að fjármagna það á lánsfé og það yrði þess vegna að verða samþykkt af okkar lánadrottnum. Eins myndi það leiða til að 500 miljarðar af erlendu fé myndi flæða út úr landinu og myndi geta tekið bróðurpartinn burtu. .... Hmmmm.

Að mínu viti Þarf að afnema kvótakerfi og koma á kvótasölu en ekki glórulaust stroka út skuldir fiskveiðifyrirtækja. Kvótasala Þar sem tekjurnar koma inn í ríkissjóð en renna ekki í vasa einstaklinga í kvótabraski er grundvallaratriðið.

Því miður er þessi staðreynd um stöðu okkar ennþá ekki runnin upp fyrir fólki. Margir halda að ástandið núna er tímabundið en væntanlega er það hið varanlega ástand núna næstu árum. Það er betra er að taka skellinn núna en að fresta því með að pissa í skóinn sinn og taka erlent lánsfé. Því miður virðast þessi gjaldeyrishöft og falsaða gengi krónunnar hindra enduruppbyggingu og rýrir okkur trausti og kemur til með að leiða til þess að sprotafyrirtæki sem þurfi erlenda fjárfestingu flýja land. Er þar skemmst að minnast á CCP sem þarf væntanlega að flytja sína starfsemi erlendis vegna þessa.
Núna þarf raunverulega starfsemi en ekki einhverja ríkisrekna atvinnubótavinnu á rándýru erlendu lánsfé. Því miður höfum við Íslendingar ekkert sérstaklega mikið af vel menntuðu fólki miðað við önnur OECD lönd en við erum með geysilega mikið af viðskiptamenntuðu og lögfræðimenntuðu fólki. Það verður því miður að mínu viti aldrei stunduð nein fjármálastarfsemi frá Íslandi. Við erum brennimerkt vanskila og óreiðuþjóð.    Því miður verðum við að takast á við þetta en ekki lána okkur burtu frá þessu.

Grímuklæddir skemmdarvargar eiga náttúrulega að borga það tjón sem þeir geta valdið.  Takið af ykkur grímurnar og komið fram með einhverjar hugmyndir.  Það eru birtar fregnir af þessum atburðum í erlendum fjölmiðlum og það er ekki lengur talið tryggt að fara til Íslands.  Það er ennþá hægt að skíta í eigið hreiður......

Gunn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:43

28 identicon

Já aldrei myndi mér detta í hug að kalla spillingarliðið í framsókn skítapakk.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:26

29 Smámynd: Magnús H Traustason

En ég held að Eva Hauksdóttir hefði betur mótmælt með grímu. Kanski eru þetta bara makleg málagjöld fyrir hana? Hún hjálpaði syni sínum efit "piparúðan" á gamlársdag. En þeir sem kölluðu mótmælendur þar pakk þegja um það sem þeir gera í skjóli myrkurs sl. nótt. Ég segi nú bara Guði sé lof að eftir því er tekið að íslendingar eru ekki allir haldnir innmúruðum þrælsótta.

Magnús H Traustason, 2.1.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband