Guðni Ágústsson næmari í efnahagsmálunum en Geir Haarde

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hafði miklu næmari skilning á stöðu efnahagsmála en hagfræðingurinn Geir Haarde - (já, þótt það sjáist ekki í störfum Geirs þá er hann hagfræðingur!).

Þetta kemur fram í úttekt Rúv um efnahagsumræðuna á árinu, Umræðan um efnahagsmál var tvískipt 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði um miðjan janúar að óveðurský væru á lofti.

Geir Haarde, forsætisráðherra, aftók að íslensku bankarnir væru of stórir fyrir hagkerfið.

Er ekki rétt að Geir fylgi Guðna í langa fríið frá stjórnmálunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið framsóknarmemm eruð flón að losa ykkur við Guðna.  það mun framtíðin sanna.

jonsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Óveðurskýin voru á lofti í mörg ár á meðan Guðni var í stjórn.... sá hann ekkert þá?

Kannski er rétt að Guðni sé næmari í efnahagsmálum en Geir, en hann er ekki betri og alls ekki maður sem getur leitt okkur út úr þessum vanda.

Geir fer vonandi að taka sér frí líka.... það verður ótrúlega forvitnilegt að skoða svipmyndir ársins á gamlárskvöld... ætli Geir og Ingibjörg hætti ekki bara 1. jan.

Þér treysti ég betur en Guðna.

Lúðvík Júlíusson, 29.12.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hallur Magnússon;  Þú skrifar m.a.: "(já, þótt það sjáist ekki í störfum Geirs þá er hann hagfræðingur!)." 

Það fer ekki eftir menntun manns á skólabekkjum hversu hæfir  þeir eru.  Hvort heldur þú að gildi meira í dag í atvinnuleit: 1. Stúdentspróf eða 2. Bílpróf ?  (Þá er ég ekki að tala um stöðu hjá hinu opinbera).

Góð amma er miklu betri uppalandi en hámenntaður (stundum ofmenntaður) uppeldisfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands.  Svona er nú lífið Hallur minn. 

Góð mamma er betri kokkur en háskólamenntaður næringafræðingur með meistaragráðu, þótt sá væri mamma einhvers, því þær mengast af þvættingnum í skólabókunum.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband