Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og veðrými!

Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og gott veðrými. Einnig til húsfélaga sem þurfa að fara í eðlilegt viðhald.

Það er nóg að eignir brenni upp í heimatilbúnu verðbólgubáli - sem að hluta til brann vegna þess að "´sérfræðingarnir" vildu ekki leiðrétta mælingu á húsnæðislið frá árinu 2004 - þegar yfir gekk eignaverðbólga sem tikkaði sem neysluverðbólga í vísitölunni - svo við bætum ekki við að eignir brenni upp vegna skorts á viðhaldi!

Aðferðin er einföld.

Lækka lágmarkslán Íbúðalánasjóðs vegna endurbóta og fresta öllum afborgunum af nýjum endurbótalánum um 3 ár.

Slík aðgerð veitir hundruðum manna í byggingariðnaðinum vinnu - í stað þess að þeir fari á atvinnuleysisbætur með tilheyrandi útgjöldum ríkisins án þess að fá neitt til baka aftur - og viðheldur ákveðinni veltu í byggingavöruverslunum.

Allir græða!


mbl.is Staðnaður byggingariðnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Hallur allir græða er varhugavert orð þessa daganna. Heyrði of mikið af þvi i lanagoðærinu þegar þið voruð með sjöllunum.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammála Hörður!

Fattaði það um leið og ég ýtti á enter.

Allir hagnast eða allir eru væntanlega betur settir - hefði verið betra orðalag.

En að því slepptu - þá held ég að þetta sé jákvætt og geti skipt máli

Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 22:47

3 identicon

Hverjir áttu þátt í þeirri eignabólu?. Voru það ekki vinir þínir í Framsóknarflokknum sem boðuðu 90% lán fyrir alla húskaupendur í kosningunum 2004, þegar Halldór Ásgrímsson átti undir högg að sækja? Ég hef séð þessa tillögu þína koma fram áður, þessa tillögu má kalla atvinnubótavinnu. Öðruvísi mér áður brá, þegar ég las grein í glanstímaritum frá Halldóri Ásgríms og ámóta félögum í Framsókn boða að íslandi yrði framtíðar land fjármálaviðskipta heimsins.

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Páll Höskuldsson!

Eignarbólan 2004-2006 hafði ekkert með kosningaloforð Framsóknarflokksins um 90% lán til þeirra 2/3 íbúðakaupenda sem þá höfðu ekki þegar aðgang að 90% lánum gegnum viðbótarlánin.

En menn sáu að með fyrirsjánlegri lækkun vaxta vegna breytinga á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs -samhliða mikilli kaupmáttaraukningu vegna góðrar efnahagsstjórnunar frá árinu 1995 -  þá væri kominn grundvöllur fyrir ákveðna verðleiðréttingu á fasteignamarkaði. Leiðréttingu sem ekkert hafði með neysluverð að gera.

Þá grunaði enginn vafasama innkomu bankanna!

Verð að leiðrétta þig aðeins með "90% lán fyrir alla húskaupendur"  því Framsóknarflokkurinn stefndi að 90% láni af verði hóflegrar íbúðar - og það takmark átti að nást vorið 2007 þegar drægi úr þenslu vegna framkvæmda á Austurlandi - ef efnahagslegar aðstæður leyfðu! Hugsunin var ma. að mýkja niðursveifluna eftir þær framkvæmdir og um leið að veita venjulegu fólki eðlilega lánafyrirgreiðslu til að eignast hóflega íbúð. Þetta var mjög skýrt!

Stóra "Eignarbólan" varð hins vegar vegna óheftrar og óskynsamlegrar innkomu bankanna á fasteignatryggð lán á vöxtum sem voru einungis helmingur vaxta sambærilegra fastgeignatryggðra lána bankanna á þeim tíma! Og fjármögnuð í besta falli með stuttum gjaldeyrislánum - sem breytt var í endurlán í íslenskum, verðtryggðum krónum til allt að 40 ára.

Þetta er nú staðreyndin - hvað sem hver segir.

Hitt atriðið - atvinnubótavinnan!

Mér er sama hvað þú kallar þetta - en ef húseigendur geta fengið eðlilega lánafyrirgreiðslu til að fara í nauðsynlegt viðhal þegar vinnuliður vegn aviðhalds  - sem yfirleitt er stærsti kosnaðarliðurinn í slíku viðhaldi - er kallaður atvinnubótavinna - þá er það ósárt af minni hálfu.

Það sem skiptir máli er allir - líka þeir sem njóta "atvinnubótavinnu" eru betur settir.

Ekki gleyma því að Keynes var Framsóknarmaður!

Eins og Roosvelt og Obama!

Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sé að þú hefur tröllatrú á háu fasteignaverði ennþá Hallur.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús!

Ekki endilega háu fasteignaverði næstu misserin! En að til lengri tíma þá geti hluti húsnæðis staðið undir aukinni veðsetningu!

Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til þess í veitingu lána af þessu tagi.

Ekki gleyma því að til lengri tíma þá hækkar kaupmáttur yfirleitt meira en greiðslubyrði við húsnæði - þótt við upplifum niðursveiflur í húsnæði á tímabilum.

Hallur Magnússon, 27.11.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Hallur Magnússon

... og með aðgerðum sem þessum gefst fleiri vinnandi höndum kostur á að halda húsnæði sínu

Hallur Magnússon, 27.11.2008 kl. 00:12

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kæmi sér vel fyrir mig.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband