Almenningur vill kosningar í vor!

Almenningur vill kosningar í vor, enda hefur þjóðin gersamlega misst trú á ríkisstjórnina og núverand forystu stjórnmálaflokkanna. Það er athyglisvert að sjá að Samfylkingarmenn skila sér í skoðanakönnuninni - ekki síst í ljósi þess að mikil ólga er innan Samfylkingarinnar og skýr krafa um kosningar.

Það fór ekki alveg saman fréttaflutningur fjölmiðla af ánægju með ræðu Ingibjargar Sólrúnar - og það sem nokkrir Samfylkingarmenn sögðu mér um stemmninguna. Reyndar eru það Samfylkingarmenn sem vilja kosningar í vor. Þeir standa harðir að baki Ingibjargar - en það ólgar í þeim. Þeir eru - eins og þjóðinn - búnir að fá nóg af ríkisstjórninni og samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Framsóknarflokkurinn mælist lágt og aðeins lægri en í síðustu könnun - sem kemur ekki á óvart eftir ólguna á miðstjórnarfundi og brotthvarf formannsins - stuðningsmenn flokksins vilja bíða og sjá hvað verður. Enda eru ekki nema 49,9% aðspurðra sem treysta sér til að nefna einstakan stjórnmálaflokk í skoðanakönnuninni.

Ný Framsókn á því mikil sóknarfæri í kjölfar kynslóðaskiptana sem nú fara fram í flokknum - væntanlega með nýju fólki sem ekki er brennt af fortíðinni líkt og flestir núverandi  forystumenn stjórnmálaflollanna.

Staða Geirs Haarde veikist sífellt - ekki síst þar sem ítrekað slettist á hvítan fermingarkirtilinn sem hann hefur reynt að skarta framundir það síðasta.  "Maðurinn er algjört fífl" og myndabandið frá í janúar þegar Geir missti sig illa við fréttamann - ofan á þá tilfinningu þjóðarinnar að Geir sé bara ekki að segja satt á síendurteknum blaðamannafundum um nánast ekki neitt - er hægt en örugglega að ganga frá Geir sem stjórnmálamanni. Spái því að Geir verði ekki við stjórnvölinn fyrir næstu kosningar - nema þær verði í vor!

Geir gæti mikið lært af farsælu samstarfi og vinnulagi Hönnu Birnu og Óskars í Reykjavíkurborg.

Það er hefð fyrir því að VG mælist hátt í skoðanakönnunum og ekkert um það að segja!

Það að Frjálslyndir mælist ekki hærra en raun ber - í því ástandi sem nú er og í ljósi þess að flokkurinn hefur aldreið verið í ríkisstjórn - sýnir að flokkurinn er í dauðateygjunum. Ný stjórnmálasamtök sem að líkindum munu koma fram - og þá er ég ekki að tala um vitleysissamtök vörubílstjóra og Bónudfánaflaggara - munu væntanlega veita Frjálslyndaflokknum náðarhöggið.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En það er lítill þrýstingur Hallur minn á að fá Framsóknarflokkinn í vor. Það er krafa um vinstri stjórn undir forystu Samfylkingar. Það vildi ég sjá eftir síðustu kosningar en Geir tókst að leggja kapalinn snilldarlega með því að halda ykkur volgum og þreifa á meðan á öðrum möguleikum.

Síðan spillti hvatvísi Steingríms J sem réðst kröftuglega á Framsókn strax á kosninganótt sem spillti þeim möguleika. Ég vil sjá tveggja flokka stjórn VG og Samfylkingar taka við landinu og borginni. Evrópumálin væru þar helst misvísandi, en auðvelt væri að semja um að bera virðingu fyrir lýðræðislegri ósk um aðildarviðræður og samningur sendur í þjóðaratkvæði.

Verð að taka undir með Bjarna Harðarsyni að þið virðist ætla að stefna inn á grundir Samfylkingar í áherslum og því trúi ég að hugsanlega eigi Þjóðarflokkur Bjarna og Guðna eftir að taka mestan hluta af því fylgi sem eftir er hjá Béinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnlaugur.

Í augnablikinu er lítill þrýstingur á að fá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn og svo hefur það verið frá því fyrir síðustu kosningar. Það kann að vera ástand sem helst - en sóknartækifærri Nýrrar Framsóknar í kjölfar kynslóðaskipta eru mikil. En hugsanæega verða þau ekki nýtt - þótt ég hafi trú á því að flokkurinn fá 10% - 20% í næstu kosningum - allt eftir frammistöðu.

Þú ofmetur styrk þeirra innan Framsóknarflokksins sem ekki vilja aðildarviðræður að ESB - ef það er það sem þú ert að vísa til.

En hvernig sem allt er þá er nauðsynlegt að halda kosningar í vor. Ríkisstjórn - hvernig sem hún mun verða skipuð - verður að fá endurnýjað umboð þjóðarinnar til að hafa eðlilegan styrk í uppbyggingarstarfið framundan - og stjórnmálaflokkarnir verða að fá tækifæri að leggja fram stefnu sín um það hvernig slíkri uppbyggingu skuli háttað.

Ríkisstjórnin og stjórnmálamennirnir hafa ekki raunverulegt umboð hjá þjóðinni núna - þótt það sé lagalega klárt - þar sem kjörtímabilið er 4 ár. 

Hallur Magnússon, 23.11.2008 kl. 12:12

3 identicon

Samkvæmt skoðanakönnuninni er Samf og Sjálfst með meirihluta. Hvað vill fólk frekar? Framsókn að hrinja og eini flokkurinn sem er utan stjórnar er VG. Heldur fólk virkilega að ástandið batni með Samf + VG? Nýr flokkur með Guðna og Bjarna H yrði það ekki skemmtilegt innlegg? 

palli (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

ég held líka að það sem þetta allt saman síni okkur er að það verður að fara í aðgerðir til að gera lýðræðið virkara. Ný kosningalög sem leyfa kjósendum að raða frambjóðendum á lista í kosningum. það þýðir aukið aðhald fyrir flokkana og neyðir kjósendur til að halda athygli

Sævar Finnbogason, 23.11.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Sammála Sævari, það þyrfti að gera alþingiskosningar jafnframt að prófkjöri eða stórauka vægi persónumerkinga á atkvæðaseðlinum.

Slík breyting næst örugglega ekki í gegn fyrir næstu kosningar. En svo margir eru að tala um þetta að stjórnmálamenn verða að hlusta á þessa kröfu ef þeir ætla að ganga í takt við þjóðina.

Hallur - ég er sammála þér um Geir. Hann er að klúðra því sem heitir almannatengsl. Hann þyrfti sárlega á námskeið í slíku, ekki seinna en í gær! Og meðal námsefnis þarf að vera sérstök áhersla á mannasiði og kurteisi við vinnuveitendur sína (kjósendur). Hann talar niður til fólks en ekki við fólk. Ef hann heldur því áfram, þá hlýtur hann að enda eins og nafni hans Hallgrímsson 1983 - sá var formaður Sjálfstæðisflokksins en lenti í 7. sæti í prófkjöri fyrir þingframboð í Reykjavík. Svo óánægðir voru flokksmenn með hann.

Ég er líka sammála því að Framsóknarflokkurinn eigi ný tækifæri, en það skiptir miklu hvernig til tekst í að raða í forystuna. Ef við fáum formann sem vekur traust almennings langt út fyrir raðir flokksmanna, þá munar mikið um það. Eins skiptir máli hverjir veljast í efstu sæti framboðslistanna hjá okkur fyrir næstu kosningar.

Ég tel að flokkurinn þurfi að leggja áherslu á þrennt: Heiðarleika, tala skýru máli og að forystan geti fylkt fólki að baki sér og sætt fólk.

Heiðarleiki er eitthvað sem almenningur æpir á að þurfi að koma inn í íslensk stjórnmál. Getum við tekið þann slag? - Þá meina ég ekki bara í fallegum orðum, heldur í framkvæmd, meðal annars í því hvers konar fólk við veljum í forystu og efst á framboðslista í næstu þingkosningum.

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband