Óvönduð vinnubrögð hjá fréttastofu RÚV

Það kom mér ekki sérstaklega á óvart að sjá rangfærslur í fyrirsögn fréttastofu RÚV á vef ríkisútvarpsins í dag eftir að hafa hlýtt á samtal Jórunnar Frímannsdóttur formanns Velferðaráðs og Guðrúnar Frímannsdóttur fréttamanns í dag. Guðrún hafði tekið viðtal við Jórunni vegna vinnu Velferðaráðs við undirbúning fjárhagsáætlunar - en fyrr um daginn hafði Guðrún tekið viðtal við Þorleif Gunnlaugsson fulltrúa VG í velferðaráði.

Í símtalinu sem ég var vitni að kom í ljós að Guðrún hafði í drögum að inngangi viðtalsins fullyrt að niðurskurður yrði á fjárframlögum til Velferðarráðs á árinu 2009. Ekki veit ég hvaðan hún hafði þær upplýsingar en vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar er trúnaðarmál - bæði hjá emættismönnum Velferðaráðs og fulltrúum í Velferðaráði - og vinnu við fjárhagsáætlun fjarri því lokið.

Jórunn þurfti ítrekað að leiðrétta þessa þráhyggju Guðrúnar sem ekki vildi gefa sig fyrr en í fulla hnefana - þrátt fyrir að hvergi hefði komið fram í viðtali við Jórunni að um niðurskurð á fjárframlögum til Velferðasviðs væri að ræða.

Það skiptu engu máli þótt Jórunn ítrekaði aftur og aftur að væntanlega yrði um aukningu á fjármagni til Velferðaráðs að ræða miðað við fjárhagsáætlun 2008 - en vegna ástandsins yrði að leita allra leiða í sparnaði á ýmsum sviðum Velferðaráðs svo unnt væri að nýta fjármagnið sem til sviðsins rennur betur og markvissara svo unnt sé að tryggja grunnþjónustu Velferðasviðs við íbúa borgarinnar sem væntanlega þyrftu meiri stuðning á næstu mánuðum en hingað til vegna erfiðs efnahagsástands.

Guðrún gaf sig reyndar í fréttinn í sjálfri heyrði ég í fréttum og lagði Jórunni ekki orð í munn eins og hún hafði lagt upp með í upphafi - en fyrirsögnin þegar fréttin kom á vef RÚV var sú sama og Guðrún ætlaði í fyrstu að nota í fréttinni:

"Niðurskurður hjá Velferðarráði Reykjavíkur"

Ekki veit ég hvort Guðrún lagði þennan titil til eða hvort það var vefstjóri RÚV vefjarins. En í viðtalinu við Jórunni kemur hvergi fram að það sé fyrirhugaður niðurskurður hjá Velferðaráði Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband