Þráhyggja og veruleikafirring!

Það er merkileg þráhyggja og veruleikafirring formanna þriggja stjórnmálaflokka að halda því fram að ekki sé tímabært að ræða hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þjóðin er þeim ekki sammála.

Krónan er ónýt og nú er einmitt tækifærið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Það jafnvel nánast strax.  Eftir því sem ég kemst næst uppfylla fæst lönd Evróðusambandsins skilyrði fyrir inngöngu í myntbandalag Evrópu. Við slíkar aðstæður er tækifæri fyrir Ísland að komast hratt og öruggleg inn í Evrópusambandið og myntbandalagið.

Eigum við að stinga upp á að íslensk króna verði lögð niður og Evran tekin upp miðað við gengisvísitölu 137?


mbl.is Ekki tímabært að ræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Hallur; ert þú þjóðin? Enga heimsku.

Guðmundur Björn, 27.10.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðmundur Björn!

Nei ég er hluti þjóðarinnar. Hluti þeirra 70% sem haf ítrekað í skoðanakönnunum talið rétt að ræða skuli mögulegar aðildarviðræður að ESB.

Þrímenningarnir eru að hunsa vilja þessa mikils meirihluta þjóðarinnar.

Hallur Magnússon, 27.10.2008 kl. 21:06

3 identicon

Það er rétt að hefja strax uppúr áramótum vinnu við aðildarumsókn. Fyrir Október 2008 var sagt við höfum það miklu betra en ESB löndin og því þarf ekki að sækja um.  Núan höfum við það skítt og aftur er sagt nú er ekki rétti tíminn.  Það er því orðið fullreynt með blessaða tímasetninguna og best að drífa ferlið af stað. 

kv Sveinn (einn af þjóðinni)

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg sammála því að viðræður eru ekki tímabærar núna.. en kl 08.00 í fyrramálið væri fínt ;)

Geir er þurs.  

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Er þetta ekki ein skoðunarkönnun og það á að RÆÐA mögulegar aðildaviðræður.  Hverju breytir það?  Er það ekki bara Fréttablaðið sem kemur með þessar dramatísku kannanir á óvissutímum?

Guðmundur Björn, 27.10.2008 kl. 22:51

6 identicon

Þetta fylgi við ESB er nú ekkert nýtt af nálinni. Það er reyndar alltaf að aukast. Verðum við bara ekki að segja að fleiri og fleiri séu að sjá ljósið :) Kann því miður ekki að setja inn tengil hérna þannig að þið verðið bara að copy/paste (þú Guðmundur meina ég aðallega).

http://www.baldurmcqueen.com/index.php?option=com_content&view=article&id=770:aarviur-af-hverju-ekki&catid=38:2008&Itemid=35

Séra Jón (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband