Skilanefnd á Davíð og Seðlabankann?

Það skyldi þó ekki enda svo að við neyðumst til að setja skilanefnda á Seðlabankann? Reyndar er löngu ljóst að það þarf að endurnýja bankastjóraliðið þar - og stjórn Seðlabankans!

Hef áður stungið upp á Samfylkingar Jóni Sigurðssyni sem seðlabankastjóra - enda afar vandaður maður. 

Það gengir því miður ekki. Jón er í stjórn Seðlabankans - og sagði ekki af sér eins og Sigríður Ingibjörg. Hann ber því ábyrgð á ruglinu í Seðlabankanum.

Jón er líka stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann ber því ábyrgð á mistökum Fjármálaeftirlitsins.

Illa farið með góðan mann!


mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auk þess er Jón útsendari IMF og Evrókratanna sem vilja notfæra sér þetta ástand til að þvinga okkur inn í Nýja-Sovét í Brussel... fuss. Og auðvitað er hann meðsekur Davíð um hvernig komið er þó þeir tali kannski ekki mikið saman (enda er það hluti af mistökunum sem þeir hafa gert). Við værum sennilega betur sett með meðalgreinda bavíana við stjórn peningamála, ég efast um að þeim tækist að glopra jafn miklu út úr höndunum á sér eins og hér hefur farið forgörðum á aðeins örfáum dögum.

Skilanefnd á SÍ!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 08:39

2 identicon

Án þess að ég ætli að halla á nokkurn mann innan Seðlabankans þá vildi ég fá nýtt blóð þar inn óháð pólitík. Að sjálfsögðu eigum við að byrja á því að skoða sakaskrána það virðist hafa gleymst þegar Landsbankinn var seldur hér um árið. Tökum vel menntað fólk inn í Seðlabankann og eins ætti að endurnýja í fjármálaeftirlitinu

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef tvisvar sótt um vinnu hjá FME og farið í viðtal, en í bæði skiptin verið synjað um starf, nú síðast í sumar. Sé bloggið mitt skoðað þá sést að ég hefði getað varað fólk þar innanhúss við því sem er að gerast fyrir löngu síðan, en ætli það sé e.t.v. ástæðan fyrir að mér var hafnað? Það virðist jú vera stefna hjá þeim að þaga yfir "viðkvæmum upplýsingum" af þessu tagi. Ætli umsóknin mín liggi kannski undir sama stólnum og skýrslan fræga eftir Willem Buiter?

Peningamálum hér væri betur stjórnað af hópi meðalgreindra bavíana en af þessu hyski sem nú þykist ráða.

Það er sífellt að koma betur og betur í ljós að svo virðist sem það hafi einmitt verið markmið stjórnenda að valda sem mestu tjóni, a.m.k. er það eina verkefnið sem virðist ætla að heppnast. Spurning hvað þeir bera í býtum fyrir sjálfa sig, ætli þeir séu ekki bara að semja við IMF núna um skilmálana fyrir eigin landflótta. Getur verið að þeir séu einfaldlega að semja um pláss fyrir sjálfa sig á einhverri suðurhafseyju sötrandi kokteila, gegn því að skilja okkur þrælana eftir hér í myrkinu og kuldanum undir járnhæl IMF svo börnin okar og barnabörn geti stritað upp í skuldirnar...? Það væri nú alveg í samræmi við framkomuna hjá þessum spilltu og vanhæfu stjórnmálamönnum, nærtækasta dæmið um slíkt eru auðvitað eftirlaunalög Davíðs og félaga.

Það verður að gera byltingu, og það sem fyrst.

Austuvöllur á laugardaginn kl. 15:00

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 09:00

4 identicon

Ég ætla að stinga upp á prófessor Þráni Eggertssyni í starfið. Hann er sérfræðingur í hagfræði tengd þjóðmálum og virtur kennari í BNA jafnframt því að kenna af og til í HÍ. Hann er eftir því sem ég best veit alveg óháður þessu rugli sem er í gangi og svo er hann í nokkra mánaða leyfi fá kennslustörfum. Hann er líka ekki langt frá því að komast á aldur þannig að hann er lífsreyndur og með góð sambönd austan hafs sem vestan og það er líka gott að skipta aftur út eftir fá ár því þetta er erfitt job og "ferskir vindar blása best".

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:02

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hef áður sagt það og endurtek: Skítt með þjóðina, sláum skjalborg um Davíð Oddsson.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.10.2008 kl. 09:21

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hallur þú ert með þá meinsemd ennþá í hausnum að uppgjafapólitíkusar eigi heima í stjórn seðlabankans.. Ég vil banna fyrrverandi ráðherra og alþingismenn í svona lykilstöður til að koma í veg fyrir framtíðar spillingarmál.. sem koma pottþétt ef svona menn komast í valdastöður.

Fagmenn í seðlabankann.. og mér er slétt sama um að þeir menn komi að utan. 

Óskar Þorkelsson, 21.10.2008 kl. 09:35

7 identicon

Auðvitað á stjórn Seðlabanka að fara frá. Það er reyndar með ólíkindum að þessir herrar skuli enn sitja þar á valdastól.

Í raun hrein móðgun við almenning.

Fylgjum eftir mótmælunum á Austurvelli. Sendum pósta á stjórnarflokkana og krefjumst afsagnar þeirra.

hilmar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:47

8 identicon

Hmmmm.... Jón Sigurðsson er yfir FME sem einnig hefur brugðist.  Þeir hafa eftirlittskyldu með bönkunum.  Menn rugla gjarnan saman Seðlabankanum og FME í umræðunni.

Nýjir kústar fægja best.  Best að ráða hellst erlendan ópólitískan fagmann sem seðlabankastjóra.  Það þarf að fægja einnig í mörgum öðrum hornum en í Seðlabankanum.  Hlutur fjölmiðla er einnig stór.  Annað hvort hafa þeir ekki kveikt á perunni og verið svona lélegir, eða þeir hafa setið í vösunum á fjámálaöflunum. Þetta fjölmiðlafólk á eigninlega skilið að missa vinnuna í stórum stíl.  Að þora ekki eða þegja er þeirra sök.

Klárlega eiga þessir fjármálagosar stærsta sök, búnnir að veðsetja þjóðina og stjórnmálamenn sem af heimsku, vankunnáttu eða hreinlega af spillingu létu þetta fara svona.  Sannleiksnefnd er mikilvæg hér.

Gunn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:14

9 Smámynd: haraldurhar

Hallur þú gleymir Helga Guðmundssyni, í stól form. stjórnar Seðlabankans, sá sem lét vera sitt síðasta verk í stól stjórnarformanns, að hækka laun Seðlabankastjóra.  Auk þess er hann talinn vera afar greindur og ráðagóður stjórnandi, en þótti víst frekar lakur lögreglumaður.

haraldurhar, 22.10.2008 kl. 00:04

10 identicon

Ekki spurning nýja Seðlabankastjórn, og þó fyrr hefði verið.  Mætum á Austurvöll næsta laugardag kl. 3, sýnum að við kunnum að mótmæla.

Sólveig Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband