Ekki algalið hjá Steingrími J.

Það er ekki algalið hjá Steingrími J. að leita eftir aðstoð Norðmanna. Ef það getur komið í veg fyrir að við leitum til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þá er það fyrirhafnarinnar virði.

Hins vegar óttst ég að aðstoð Norðmanna myndi duga skammt - en ástæða að reyna!

Ætli hinn hálfnorski Geir Haarde hafi prófað þetta?


mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Síðan hvenær fékk Steingrímur umboð til að sækja um lán.... 

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Það er ekki starfhæf ríkisstjórn á landinu.  Því miður.

Oddur Ólafsson, 20.10.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Steingrímur fer að verða síðasti "original" framsóknarmaðurinn.  Hver þarf umboð til að taka lán nú á tímum?  Eru einhverjir að spyrja að því þessa dagana hverjir hafi leifi til að sökkva íslenskum skattgreiðendum í skuldir?  Nei nú verðum við að sleppa þessháttar aukaatriðum og standa saman.

Magnús Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sko Hallur.. hagnaður norðmanna eftir að þeir hafa borgað allt sem þeim dettur í hug í ríkisfjármálum og sveitastjórnamálum er 1000 milljarðar norskra króna.. sem er umþað bil það sem féll á ísland fyrir 2 vikum síðan. 

Ef norðmönnum stæði til boða að kaupa upp alla íslensku bankana með manni og mús, innanlands og erlendis þá væri þeim það kærkomið og léttvinnt. Enn sem komið er hefur Geir harði ekki yrt á norðmennina svo teljandi sé.. bara kurteisishjal sem fær mann til að velta fyrir sér fyrir hvern Geir er að vinna í raun.

Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hann er að kanna þetta fyrir Davíð Oddsson , því þeir eru langt komnir með að mynda næstu ríkistjórn . Davíð hættir sem seðlabankastjóri og tekur við Forsætisráðuneytinu af Geir þreytta og Geir þreytti fer í seðlabankann . Vinstri Grænir verða því fjórði hækjuflokkurinn  fyrir íhaldið , til að halda þeim við völd . Og Ögmundur tekur við fjármálaráðuneytinu af Árna , og Árni verður næsti forstjóri landsvirkjunar. Það er löngu búið að ákveða þetta .

Vigfús Davíðsson, 20.10.2008 kl. 12:04

6 identicon

Norski seðlabankinn er varkár og það var í síðustu viku Gjerdrem seðlabankastjóri og fjármálaráðherra Noregs sem voru spurðir um lán til handa Íslendingum. Það var augljóst af svörum norska seðlabankastjórans að þeir myndu vera hluti af áætlun IMF fyrir Ísland.

Annars erum við eins og eiturlyfjasjúklingurinn eða áfengissjúklingurinn. Að gefa eiturlyf/áfengi er ekki lækningin við þurfum að fara í meðferð og meðferðin er jafnvægi á ríkissrekstur og viðskiptahalla. Byrja að lifa eftir efnum.

Við fáum væntanlega stórfelld fráhvarfseinkenni.

Annars held ég Óskar að það vilji ekki nokkur maður þessa "íslensku" banka enda eru þeir fullir af veðsettu lofti. Minna virði en skítaklessa og fleirri miljarða skuld. Hehe...... eins og kaupa Range Rover á fullum erlendum lánum, bara mikið mikið hærri.

Gunn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband