Vilja menn enn einkavæða Íbúðalánasjóð?

Vilja menn enn einkavæða Íbúðalánasjóð?

Ætla menn enn að takmarka útlán hans vegna óbeinnar ríkisábyrgðar?

Ég bara spyr!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega!

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Lán að ekki tókst að rústa Íbúðalánasjóði, það hefðu verið manngaerðar hörmungar, nóg er samt að gert hjá einkavinavæðingageiranum. 

Mun þetta hægja eitthvað á frekari hugmyndir um einkavæðingarumræðunni??? 

Hvað segir stuttbuxnagengið hjá Sjálfstæðisflokknum???  

Eru þeir skriðnir inn í holur??

Benedikt V. Warén, 29.9.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Bumba

Segðu Hallur, segðu.

Bumba, 29.9.2008 kl. 11:48

4 identicon

Auðvitað á að einkavæða íbúðalánasjóð.

Fjármálakreppan á rætur sínar að rekja til tveggja risa á íbúðalánamarkaðnum í USA sem voru með ríkisábyrgð og lánuðu hverjum sem er hvað sem er. Ábyrgð ríkisins nemur hátt í 800 milljörðum vegna lána frá Íbúðalánasjóð og það er algjörlega óafsakanlegt að vera að reka slíkt apparat og lána á fullu á meðan seðlabankinn stendur á bremsunni og er að reyna að draga úr verðbóglu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:57

5 identicon

Þó fjármálakreppan sé með nokkrar rætur erlendis frá þá er ljóst að innlendu ræturnar slitnuðu. Ástæðan er einföld: Alþjóðleg hagfræðisregla gildir ekki um svo lítið markaðskerfi. Pilsfatakapitalismi heitir þetta víst.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svo eru menn að tala niður til bókstafstrúarmanna í Islam.  Frjálshyggjan er greinilega jafn nær hjartanu hjá íhaldinu og Islam hjá þeim í mið austurlöndum og engin rök duga til að leiða þá út úr sinni villu.  Bókstafstrúin háir báðum hópum. 

Hvernig er frjálsu einkabankarnir að fara núna með þá sem tóku langtímalán á góðum vöxtum til íbúðarkaupa.  Vextir eru þessa dagana að hækka um 20% hjá þeim.

Verði Íbúðalánasjóður settur í hendur stuttbuxnadrengja, má búast við því, að landsbyggðin verði að  rjúkandi ruslahrúgu á nokkrum mánuðum.   Það yrðu innlendar hamfarir af mannavöldum.

Benedikt V. Warén, 29.9.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Vilhjálmur Andri - varlega, varlega í varðandi 800 milljarðana í útlán hjá ILS.

Ef ég hef skilið hlutina rétt - þá er ótrúlega stór hlutur af þessari upphæð, lán til bankanna - til endurlána!  

Ef ég fer með rangt mál þá vinsamlegast leiðréttið mig.

 Það er örstutt síðan ég las þær fréttir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði ítrekað þær athugasemdir að ÍLS þyrfti að hverfa af markaði, þar sem hann skekkti samkeppnisstöðu.

Fræðimenn allvíða eru þeirrar skoðunar að markaðsöflin ein og sér, dugi ekki sem hagstjórnartæki. 

Það var líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem aðstoðaði Argentínumenn við að kollkeyra efnahag landsins þar.

Mér skilst að Argentínumenn hafi fæðst með sams konar gen og Íslendingar, þ.e. einstakir í sinni röð, fjármálasnillingar - argentíska efnahagsundrið!!!!

Íbúðalánasjóður á aldrei að fara undir lögmál markaðar - því það var, er og verður eitt af grunnþörfum mannsins að eiga sér húsaskjól. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:55

8 identicon

Skrýtið hvernig frjálshyggju pésarnir eru enn þá í afneitun. Frjálshyggjan er dauð eins og kommúnisminn.

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:13

9 identicon

Alma þegar ríkið bakktryggir lán hvort sem það er til einstaklinga eða fyrirtækja er verið að ýta undir óábyrga útlánastefnu. Ég meina af hverju að gera kröfur til þeirra sem ég lána ef ríkið reddar þessu? Þú segir nákvæmlega það sama og jafnaðarmenn í bandaríkjunum sögðu fyrir nokkrum árum þ.e. „því það var, er og verður eitt af grunnþörfum mannsins að eiga sér húsaskjól.“ Þessi mætu orð urðu til þess að samþykkt var frumvarp sem gengur undir nafninu Community ReInvestment Act og neyddi meðal annars banka til að lána til fátækra bandaríkjamanna og minnihlutahópa. Það átti að tryggja það að allir gætu átt eigið húsnæði. Þetta leiddi af sér minni kröfur í útlánum sem kallaði á ríkisábyrgð hjá Fenni May og Feddie Mach. Markaðurinn reyndi eðlilega að dreifa áhættunni en þegar áhættan er jafn mikil og lánin jafn víðtæk er erfitt að dreifa áhættunni og því fór sem fór. Það voru velviljaðir jafnaðarmenn sem vildu bara að allir fengju hús yfir höfuðið sem komu öllu á stað, takk fyrir það.

Hvað varðar Argentínu þá gáfu þeir út ávísanir á ávísanir á verðmæti þ.e. tengdu gjaldmiðilinn sinn við dollara. Ef ég man rétt þá var er það ríki í hverju landi sem gefur út gjaldmiðil og heldur utan um peningamálastefnu. Enn eitt dæmið um ríkisafskipti og svo vilja menn halda í Íbúðalánasjóð ríkisins.

Hugsaðu þetta rökrétt þú lánar ekki róna á Hlemmi milljón krónur til að borga húsaleigunua sína næsta árið því það leiða til þess líkur að hann greiði þér ekki til baka. Það sem ríkið gerði í USA var að neyðta banka til að lána hverjum sem er pening, hversu skynsamlegt er það?

Benedikt í alvöru eru þetta einu rökin sem þú getur komið með? Ef eitthvað er þetta hrun jafnaðarstefnunar. Hafðu það líka í huga að vasar skattgreiðenda bera ekki ótakmarkað gull.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:55

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vilhjálmur.  Það er engin ástæða að fara í djúpar umræður við heittrúaða.  Það er bara að berja hausnum við steininn.  Þú kýst líka að líta fram hjá grundvallaratriðinu í því sem ég skrifaði, svo það kemur aftur hér feitletrað:

Hvernig eru frjálsu einkabankarnir að fara núna með þá sem tóku langtímalán á góðum vöxtum til íbúðarkaupa.  Vextir eru þessa dagana að hækka um 20% hjá þeim.

Þannig hefur Íbúðarlánasjóður aldrei komið aftan að sínum viðskiptavinum.  Það er einmitt þannig eins og þú nefnir, vasar lántakenda (skattgreiðenda) eru ekki fullir af gulli.

Þú ert líka lunkinn við að bera saman epli og appelsínur.  Allir sem taka lán á Íslandi þurfa að fara í greiðslumat, svo samlíkingin við rónana eru einungis tilraun frjálshyggjunnar að þyrla upp ryki og drepa málum á dreyf. 

Hvernig er það, að vera svona rótgróinn frjálshyggjupostuli og sjá svo átrúnaðargoðin í því verki að bjarga hlutunum úr einkavæðingunni yfir í ríkisrekstur (Geir og Grani (Davíð)).

Benedikt V. Warén, 29.9.2008 kl. 14:21

11 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Alma: Þeir sem skekktu mest stöðuna á markaðinum var seðlabanki Bandaríkjanna sem hélt stýrivöxtum í mörg ár langt undir raunvirði og prentuðu alla þá peninga sem bankarnir gátu lánað með tilheyrandi verðbólgu og óhjákvæmilegu efnahagshruni. Þar með talið á Íslandi.

Húsnæðisbólan með sitt óhjákvæmilega hrun hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef viðskiptabankarnir hefðu ekki haft aðgang að ódýru lánsfé að utan til að lána grunlausum landanum.

Já, Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er bákn undir stjórn fjármálaaflanni í Bandaríkjunum og hugsar auðvitað um þeirra hagsmuni á kostnað annarra.

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 16:12

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Vilhjálmur: Þessir tveir risar enduðu með haug af slæmum skuldaviðurkenningum. En þeir eru endinn á stærra ferli. Þessar skuldaviðurkenningar hefðu aldrei orðið til efseðlabanki Bandaríkjanna hefði ekki prentað svona mikið af ódýru lánsfé.

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 16:12

13 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Valssól: Nýfrjálshyggjan er dauð, já. Því þeir vildu seðlabanka sem gæti prentað peninga úr engu.

En Frjálshyggjan og Austurríska hagfræði vildu vera laus við slíkan seðlabanka og spáðu fyrir um að efnahagsbólur og efnahagshrun væru óhjákvæmilegar afleiðingar "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Því freistingin er þeim of mikil.

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 16:13

14 identicon

Þeir menn sem koma inn í rökræðu með fyrirfram ákveðnu skoðun um að þeir sem andmæli þeim séu ómarktækir vegna skoðana sinna eða trúarbragða eru hinir raunverulegu heittrúarmenn. Benedikt þú ert að feta í nákvæmlega sömu spor og þú hefur sakað mig um að vera í. Reyndu nú að haga þér eins og maður og ekki hlaupa undan rökræðu með ómálefnalegum fullyrðingum.

Til að byrja með þá er ég ekki að bera saman ólíka hluti eins og þú vilt meina. Ástandið í USA sem er afleiðing ríkisafskipta inn á lánamarkaðinn hefur haft gífurleg áhrif á Íslandi sem og víðar og var ég að leggja áherslu á ríkisafskiptin ekki skyldleika við íslenskt lánakerfi. Það má þó benda á að  lánastefnan hér var, með Framsóknarflokkinn í fararbroddi með loforð um 90 prósent lán,  keyrð upp og bankar fóru eðlilega í samkeppni á íbúðalánamarkaði. Það er ekki eðlilegt að einn aðilinn skuli hafa haft ríkisábyrgð en hinir ekki. Eðlilegast væri að enginn þeirra væri með slíka ábyrgð.

Lán hafa ekki hækkað 20 prósent hjá einkabönkum umfram Íbúðalánasjóð, ég er sjálfur með lán í einkabanka og ætti að vita það. Hins vegar hafa lán hækkað enda stýrivextir komnir upp úr öllu valdi til að reyna í veikri von að ná niður verðbólgu.Við getum alveg tekið umræðu um peningamálastefnuna og hugsanlega hvar menn hafa gert mistök í henni.

Þú hatast greinilega út í Frjálshyggju það leynir sér ekki ég hlýt því að spyrja ertu á móti: grundvallaréttindu? Frjálsum markaði? Að einstaklingar beri ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum sem þeir taka? Finnst þér óeðlilegt að þurfa að greiða sjálfur fyrir strætóferðina þína eða kaffibollan þinn? Finnst þér eðlilegt að ég geriði fyrir tannlæknakostnað þeirra sem nenna ekki tannbursta sig?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:37

15 identicon

Ég skil nú ekki þetta tal um nýFrjálshyggju og að hún sé frábrugðin frjálshyggju vegna skoðanna manna á peningamálastefnu.

Annars kemst Björn nokkur Bjarnason ágætlega að orði þegar hann segir í einum pistli sínum: "

Frjálshyggjufélagið byggir stefnu sína á gömlum gildum frjálshyggjunnar. Á ensku nefnist stefna félagsins Classical Liberalism og vísar það heiti til gömlu frjálshyggjumannanna sem lögðu grunninn að hugmyndafræðinni á öllum sviðum. Frjálshyggjan gengur út á frelsi og réttlæti. Frelsi til athafna og eigna. Frelsi til trúar o.s.frv.

Allt tal um nýfrjálshyggju félagsmanna er því marklaust. Slík stefna er ekki til. Annað hvort er fólk sammála frjálshyggjunni eða ekki. Fólk sem tekur aðeins undir algjört frelsi hvítra en hafnar frelsi svartra er t.d. ekki að fara eftir frjálshyggju.

Hins vegar er þetta orðskrípi til þess ætlað að koma einhverju óorði á frjálshyggjuna og fylgismenn þeirrar stefnu hér á landi. Tilraunin er vindhögg því orðið hefur enga merkingu."

Nú er ástand á fjármálamörkuðum erfitt sökum mikilla ríkisinngripa á hinn frjálsa markað undanfarin ár og nota "félagshyggjumenn" sér ástandið og reyna að klína þessu á frjálshyggju í annað hvort örvæntingu vegna bresta í eigin stefnu eða vanþekkingar og kunnáttu á því sem átt hefur sér stað.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:04

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vilhjálmur.  Með skrifum þínum hér, hefur þú sannað það sem kom fram hér hjá mér að ofan.  Það er að æra óstöðugan að reyna að koma örum skoðunum að en þínum.  Hafðu það svo sem allra best og ég vona svo sannarlega að 20% vaxtaaukinn falli ekki á þínar skuldir.

Benedikt V. Warén, 29.9.2008 kl. 17:29

17 identicon

Benedikt er allt í einu glæpur að hafa skoðanir? Ertu virkilega svo lítill maður í þér að þú getur ekki svarað mönnum málefnalega? Ég kalla það ekki að æra óstöðugan að svara þér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:58

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Frjálshyggjan sem vilhjálmur boðar er dauð,það eru til margar gerðir af frjálshyggju eins og félagsfrjálshyggja og palolibertinismi sem styður gífurlega hömlur á straum innflytjenda og frelsi einstaklings

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.9.2008 kl. 18:39

19 identicon

Getur einhver sagt mér af hverju Frjálshyggja á að vera dauð? Er þetta kannski þessi dæmigerði pirringu manna sem enn hafa ekki getað á nokkurn hátt hrakið hugmyndafræði frjálshyggjunar?

Þetta er að verða eins og gott leikrit hjá mönnum en hvað sem öllu líður þá skora ég á menn að rökræða eitthvað af þessum fullyrðingum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:30

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki'hann ég – er svar mitt við spurningu þinni, Hallur.

Jón Valur Jensson, 29.9.2008 kl. 22:50

21 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sumir halda að Frjálshyggjan sé dauð því þeir rugla henni saman við ný-frjálshyggjuna sem sætti sig við seðlabanka sem prentar ríkisgjaldmiðilinn (sá eini sem má nota til að borga skuldir og skatta) úr engu.

Þetta vill Frjálshyggjan og Austurríska hagfræðin ekki því seðlabankar þenja bólur með ódýrum lánum úr prentuðum peningum með óhjákvæmilegum  kreppum í kjölfarið þegar þær springa.

Hér er hljóðfæll úr röð Austurrísku hagfræðinnar sem útskýrir þetta á manna máli:

Inflation and the Business Cycle  (Verðbólga og Hagsveiflan)

Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 12:14

22 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Vilhjálmur: Færslan mín hér að ofan er til þín

Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 12:15

23 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Alexander: Já það eru til margar tegundir af Frjálshyggju.

Frjáshyggjan sem "The Founding Fathers" Bandaríkjanna aðhyltust meinaði engum að setjast að í landinu, festi í stjórnarskránni frelsi einstaklingsins og var á móti seðlabanka sem prentar peninga úr engu.

Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband