Velferðarráð slítur samningaviðræðum við Heilsuverndarstöðina!

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum í dag að slíta samningaviðræður við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Norðlingaholti. Þetta var fyrsti fundur minn í Velferðaráði, en á fundinum var ég kjörinn varaformaður ráðsins, en formaður er Jórunn Frímannsdóttir.

Tillagan sem lögð var fram og samþykkt samhljóða var eftirfarandi: 

"Í ljósi yfirlýsingar frá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun er lagt til að viðræðum Velferðarsviðs við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi verði hætt. Sviðsstjóra Velferðarsviðs verði falið að skoða málið frá grunni, þ.m.t. að ræða á ný við þá fjóra aðila sem sóttust eftir samstarfi og koma með tillögu til velferðarráðs í kjölfar þess."

Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu ráðsins sem að mínu mati var óhjákvæmileg í ljósi stöðunnar, en Heilsuverndarstöðin gat ekki staðið við opnun fyrirhugaðs áfangaheimilis.

Þar er Jórunn Frímannsdóttir mér sammála, en eftir henni er haft í fjölmiðlum að henni sé leitt að samningaviðræðurnar við Heilsuverndarstöðina hafi ekki gengið upp. Miklar væntingar hafi verið bundnar við áfangaheimilið og hugmyndafræði fyrirtækisins. 

Hins vegar sé Jórunn vongóð um það skynsamleg tillaga komi frá sviðinu um framhaldið og segir:

"Mikilvægast er að við náum að þjónusta þennan hóp sem þarf nauðsynlega á búsetuúrræði að halda."

Ég veit að allir fulltrúar í Velferðarráði eru sammála Jórunni um þetta enda tillaga okkar samþykkt samhljóða.

Mér þótti vænt um að við náðum öll saman í málinu í dag og vona að það gefi tóninn um gott samstarf meirihluta og minnihluta innan Velferðaráðs - þótt óhjákvæmilega verði átök um einstök mál.

Mér lýst vel á Velferðaráð - enda um toppfólk að ræða.

Ráðið er skipað Jórunni Frímannsdóttur og Sif Sigfrúsdóttur frá Sjálfstæðisflokki, Björk Vilhelmsdóttur og Marsibil Sæmundardóttur frá Samfylkingu og óháðum, Þorleifi Gunnlaugssyni VG, Jóhönnu Hreiðarsdóttur og mér frá Framsókn. Þá er Gunnar Hólm áheyrnarfulltrúi fyrir F lista.


mbl.is Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu farinn að ritskoða Hallur ?

Óskar Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei Óskar!

Ég held ég verði langnæstsíðasti maðurinn á Íslandi til þess!

Af hverju spyrðu?

Hallur Magnússon, 28.8.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég setti inn athugasemd hér.. sem hvarf.  þetta kom mér á óvart þess vegna spurði ég. en þetta gerist annað slagið á blogginu.

Óskar Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Hallur Magnússon.

Nú get ég ekki orða bundist. Ég hlustaði á þig á útvarpi Sögu, og það get ég sagt þér að ég er aldeilis yfir mig svekkt með ykkur öll verð ég að segja.

Mér er spurn.......Af hverju ó ósköpunum er yfirleitt talað um það í alvöru að láta Fjölskylduhjálpina borga leigu????

Það er sko ekki vandinn að hlaupa upp til handa og fóta, þegar óskað er eftir peningum(miklum) í einhverskonar gæluverkefni.

En.....það er ekki sama hver biður um og óskar eftir.

Að þið skuluð ekki sjá sóma ykkar í að sjá þessari starfsemi fyrir húsnæði.ENDURGJALDSLAUST!!!

Hvað mynduð þið gera ef það fólk sem leitar til fjölskylduhjálparinnar fer að taka upp á því að mæta á palla Ráðhússins??

Ég væri sko til að mæta með því. Og alveg örugglega fleiri.

Allt í kring um þetta mál er ykkur til svo mikkillar skammar, að það nær engu tali.

Kveðja...Ingunn

Ingunn Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband