Guðni kominn á villigötur í Evrópumálum?

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins er aftur kominn á villugötur í Evrópumálum ef marka má ummæli hans í annars góðri ræðu í Borgarnesi - ræðu sem markar upphaf mikilvægrar fundarherferðar formannsins í að koma rödd Framsóknarflokkins á framfæri við þjóðina.

Í ræðu sinni sagði Guðni að innganga í ESB á þessum tímapunkti og hugsanleg upptaka Evru læknaði ekki núverandi ástand.

Það er rétt að þær aðgerðir eru ekki töfralausn og læknar ekki eitt og sér núverandi ástand. En það gæti orðið hluti af sammtímalækningunni og lykilatriði í langtímalækningunni. 

Þetta er hins vegar ekki stóra málið, heldur staðhæfing Guðna  “Það ferli allt saman tekur 6-8 ár og er því engin töfralausn í núverandi stöðu.”

Sú staðhæfing er bara alls ekki rétt hjá Guðna! Það ferli getur tekið miklu skemmri tíma!

Guðni hefur ekki efni á því að drepa Evrópumálunum á dreif á þennan hátt!

Stór hluti Framsóknarmanna vill kanna hvort ásættanleg niðurstaða næst í viðræðum við Evrópusambandið. Þessi hluti Framsóknarflokksins mun ekki sætta sig við málflutning Guðna á þessum nótum.

Guðni hefði átt að leggja hlustir við rökfastar greinar forvera síns Jóns Sigurðssonar um Evrópulám sem hafa birst hafa að undanförnu áður en hann setur fram slíkar staðhæfingar.

Nema Guðni hafi mismælt sig með tímalengdina!

Það er ástæða til þess að hefja viðræður við Evrópusambandið strax svo unnt sé að taka sem fyrst afstöðu til þess hvort ásættanleg niðurstaða fæst svo þjóðin geti tekið afstöðu til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki!

Það er sorglegt að Guðni skuli hafa misstigið sig svona í þessari mikilvægu ræðu, því ræðan var að öðru leiti afar góð!

Guðni hvatti til almennrar þjóðarsáttar um úrræði í efnahagsmálum. Hann sagði meðal annars:

“Það er nauðsynlegt að ríkisstjórn, aðilar atvinnulífsins, bankar og aðrir komi að samstilltum aðgerðum til að forða hinum stóra skelli sem fylgt getur aðgerðarleysisstjórnun eins og ríkisstjórnin notar.”

 Það er mikilll sannleikur í þessum orðum Guðna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég á erfitt með að skilja þá miklu fjölmiðlaathygli sem þessi hringferð sæðingamannsins fyrrverandi fær. Guðni messar yfir fámennum söfnuði sínum meðan flestir aðrir eru löngu búnir að skipta um rás.

Ef það væri nú þannig með Guðna að hann mismæli sig eða misstigi í ræðuhöldum einstaka sinnum en talaði þess á milli af visku og innsýn, þá væri vel hægt að fyrirgefa honum. Því er hins vegar ekki fyrir að fara og því fer sem fer.

Sigurður Hrellir, 26.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég vissi það Hallur og benti á það í bloggi að best væri fyrir Guðna og þessa fáu framsóknarmenn sem eftir eru að hann héldi sig bara heima á Selfossi.  

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 00:58

3 identicon

Sammála skoðunum þínum varðandi ESB. Falla algjörlega að skoðunum meirihluta þjóðarinnar. Ertu nokkuð á leið í pólitíkina?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Gísli!

Ég held mig bara á hliðarlínunni með karamellupokan og reyni að leiðbeina leikmönnunum eftir bestu getu!

Var reyndar beðinn um að taka að mér varaformennsku í Velferðarráði í ljósi fyrri reynslu minnar. En eins og þú kannske veist eru málaflokkar velferðarráðs ekki þeir auðveldustu - og vinsælustu - og þátttaka í þeim ekki vænlegt start í pólitík :)

En ég er með reynslu í öllum málaflokkunum sem eru í velferðaráði - svo eftir nokkra umhugsun samþykkti ég að taka að mér það starf út kjörtímabilið.  Spennandi - en afar erfitt og tímafrekt starf!

Fyrst ég er farinn að tala um þetta - þá er kannske ekki úr vegi að láta fylgja smá kynningarbút sem saminn var í tilefni þess að ég tók að mér þetta djobb!

Hallur lauk BA gráðu í sagnfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands, er rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst og stundaði meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptadeild HÍ og Handelshøjskolen í  Kaupmannahöfn.

Hallur hefur mikla reynslu á sviði viðfangsefna Velferðaráðs.  Hann starfaði sem félagsmálastjóri á  Hornafirði og var sem slíkur framkvæmdastjóri Fræðslu - og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands.  Meðal verkefna var hans rekstur heilbrigðismála, öldrunarþjónustu og alhliða félagsþjónustu.

Áður en Hallur hóf störf á Hornafirði starfaði hann um skeið á áætlana- og hagdeild Ríkisspítala.

Þess má geta að hann kom að móttöku flóttamanna til Hornafjarðar árið 1997 og var verkefnisstjóri á vegum Félagsmálaráðuneytisins vegna móttöku flóttamanna árið 1998.

Þá starfaði Hallur sem sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði um langt árabil og einnig um tíma hjá norska Húsbankanum

Hallur rekur nú eigið ráðgjafafyrirtæki, Spesíu ehf.

Hallur var varaborgarfulltrúi og sat í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar á árunum 1986 – 1991.

Hallur Magnússon, 27.8.2008 kl. 09:25

5 identicon

Gangi þér vel Hallur. Málefni á "féló" sviðinu eru umfangsmikil.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:01

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er eins og andstæðingar ESB átti sig ekki á stöðunni eins og hún er í dag.  Það er ekki hægt að fresta ákvörðun um aðild lengur.  sjá:  Sá á kvölina

G. Valdimar Valdemarsson, 27.8.2008 kl. 15:26

7 identicon

Eftir athöfnina á Arnarhóli síðdegis þar sem íslenski fánanum var veifað og landinn fylltist stolti yfir því að eiga fósturjörð og vera Íslendingur og fá Ólympíuliðið heim, vill ekki nokkur maður ganga í Evrópusambandið.

 

Það er sagt að Guðni eigi hlust á Jón Sigurðsson fv. formann. Jón Sigurðsson féll af Alþingi í síðustu kosningum ásamt tveim öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins í fjölmennustu kjördæmum landsins, Reykjavíkur kjördæmum N og S.

 

Það þarf náttúrlega að komast til botns í því af hverju þeir féllu út af þingi. Var það vegna Evrópumálanna?  

 

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband