Munu stoltir, sjálfstæðir Sjálfstæðismenn ganga erinda Ólafs Friðriks?

Sólkonungurinn Ólafur Friðrik hefur skipað svo fyrir að fulltrúi hans í skipulagsráði verði settur af. Það verði gert með pomp og prakt á næsta fundi borgarráðs.

Ólafur Friðrik er ekki í borgarráði.

Spurningin er sú hvort undirsátar sólkonungsins í borgarráði láti að stjórn. Það verður gaman að sjá hverjir eru virkilegir stuðningsmenn Ólafs Friðriks. Mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkja sæti úr borgarráði svo sólkonungurinn Ólafur Friðrik geti séð um aftökuna sjálfur?

Eða ætlar Vilhjálmur að taka ómakið af Ólafi F.?

Mun Hanna Birna krónprinsessa kyssa vöndinn?

Mun Gísli Marteinn ganga erinda sólkonungsins?

Mun Kjartan Magnússon kyngja snuprum Ólafs Friðriks vegna Bitrumálsins og taka þátt í aðförinni að fyrrum aðstoðarmanni sólkonungsins?

Sjálfstæðismennirnir geta nú sýnt hvort þeir eru raunverulega sjálfstætt fólk eða handbendi Ólafs Friðriks!

Mín kynni af þessu mæta fólki eru að þetta er stolt, sjálfstætt fólk!

Hvort það er liðin tíð kemur í ljós á fundi borgarráðs.

Væri ekki nær fyrir þetta ágæta fólk að ganga til samstarfs við ábyrga borgarfulltrúa?

Eftirfarandi aðiljar eru kjörnir í borgarráð:

Kjörnir: Til vara:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður

Ólafur F. Magnússon

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður

Júlíus Vífill Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Kjartan MagnússonJórunn Frímannsdóttir
Svandís SvavarsdóttirMargrét K. Sverrisdóttir

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir
Óskar Bergsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Með því að smella á nöfn borgarráðsmannanna getið þið sent þeim tölvupóst þar sem þið komið ykkar áliti á framfæri!


mbl.is Furðar sig á einræðistilburðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svei mér þá Hallur. Ég held að þetta lið í meirihluta hreppsnefndar Reykjavíkurhrepps sé ólæknanlegt, þrátt fyrir faglega forystu þar um bæði í meiri- og minnihluta hreppsnefndar.

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 22:04

2 identicon

Þrátt fyrir að vera einlægur andstæðingur bæði Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. þá finnst mér ýmsir fara offörum núna og skiptir Þá engu hvort maður vill misþyrma Laugarveginum eða ekki. Það er eitt stærsta stefnumál Ólafs (eina?) að varðveita gömul hús við Laugarveginn og því ekkert óeðlilegt að hann skipti um sinn fulltrúa í skipulagsráði þegar sá lýsir ekki fullum stuðningi við stefnumálið. Gleymum því ekki að hún er fulltrúi Ólafs og hann hlýtur að mega skipa þá sem honum sýnist hvort sem hann á sæti í Borgarráði eða ekki. Þetta er svona svipað og ef fulltrúi Vinstri-grænna í heilbrigðisnefnd Alþingis lýsti yfir fullum stuðningi við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Þeim hinum sama yrði skipt út hraðar en auga á festi og þætti engum undarlegt.

Daníel (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Jæja Hallur minn, það hlýtur að vera lítið að gera hjá ykkur framsóknarmönnum núna!

Reyndar hefur maður haft svolítið gaman af því að fylgjast með bæði staka borgarfulltrúanum sem og minnihlutanum í heild því þetta fólk virðist vera svo upptekið við að benda í allar áttir að það er engu lagi líkt.  Þetta ágæta fólk hefði kannski átt að vera svona vakandi fyrir velferð borgarinnar þegar það réði ríkjum í henni bæði í samstarfi R-Listans sem og í 100 daga meirihlutanum nema þá kannski að þetta sé kannski ekki alltaf hagsmunir borgarinnar sem þau eru að horfa í frekar kannski sinn eigin, eða hvað?

Óttarr Makuch, 30.7.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Óttar minn!

Þú hlýtur nú að vera með óbragð í munninum við að hala sólkonunginum við völd!

Hefði ekki verið betra að halda sönsum í REI málinu - og starfa í góðum meirihluta allt kjörtímabilið :)

Ansi er ég smeykur um að afhroð Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verði algjört - ef flokkurinn ætlar áfram að ganga erind Ólafs Friðriks!

Málefnastaða Óskars Bergssonar verður allavega sterkari en málefnastaða Sjálfstæðisflokksins :)

Hallur Magnússon, 30.7.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: AK-72

Eru Sjálfstæðismenn ekki bara vanir því að hafa einvalda yfir sér? Bendi bara á Davíð og Gunnar Birgis sem dæmi.Þeir Vanir menn í að ákveða allt saman og hjörðin fylgdi foringjanum á eftir líkt og kidnurnar í Animal farm.

AK-72, 30.7.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þó svo að Hanna Birna myndi ljá máli á breytingum í borgarstjórn hafa óskar/svandís/dagur lokað sig inní í klefa saman þannig að það er pattstaða og sólkóngurinn mun ríkja hér áfram.
Við skulum bara vona það Reykvíkinga vegna að að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í næstu kosningum.

Óðinn Þórisson, 30.7.2008 kl. 17:27

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Bíddu við Hallur, hver var það aftur sem sleit stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks??  Mig minnir að það hafi einmitt verið Framsóknarmaður!

Spurning um hverjir hefðu átt að halda sönsum.

Óttarr Makuch, 30.7.2008 kl. 18:46

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Daníel, ekki hefur komið fram annað en að Ólöf Guðný hafi sagt að of snemmt væri að tjá sig, þar sem skipulagsráð ætti eftir að taka afstöðu.  Þarf hún endilega að dæma án þess að hugsa sig um?  Hún hefur hreint ekki sagst styðja tillöguna...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:10

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég skrifaði reyndar um staðarval háskólanna, er virkilega þörf á því að setja þá alla niður á sama reitinn.  Hver eru rökin fyrir því að setja alla þrjá háskólana í og við miðbæ borgarinnar?  Væri ekki eðlilegra  að hafa þá á mismunandi stöðum.  Annars má sjá færsluna mína um þetta hér.

Óttarr Makuch, 30.7.2008 kl. 19:24

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Óttarr þetta er athyglisvert hjá þér. Háskólar þurfa ekkert að vera í 101 Reykjavík. Við höfum góð dæmi um háskóla annarsstaðar: Bifröst, Akureyri, Hveragerði og háskólsetur víðar eins og á Egilsstöðum. Björgólfur ætti bara að selja sveitarstjóranum í Reykjavík þessa lóð og kaupa annarsstaðar lóð. Þetta er ekki bundið við Reykjavíkurhrepp enda er þetta ríkisrekinn háskóli.

Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband